Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 49

Bændablaðið - 06.07.2023, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Niðurstöður úr þessum prófum eru allar í sömu átt, þess vegna telur Vincent mjög ólíklegt að hin smitsýnin láti eitthvað allt annað í ljós. Það helsta: • Sum smitsýni eru greinilega með sækni í ARQ og önnur í VRQ. • ARQ/ARQ virðist yfir höfuð eins næmt og VRQ/VRQ. • Mjög áhugavert: Allar hinar prófuðu arfgerðir/samsetningar – sjá kassann – bjóða upp á talsverða vernd (miðað við næmu arfgerðirnar ARQ/ARQ og VRQ/ VRQ) sem virðist sambærileg við ARR. • Sérstaklega vel út komu: N138/ AHQ og AHQ/ARR. Þessar niðurstöður eru til þessa í samræmi við gögn um arfgerðir riðujákvæðra kinda hér á landi: Eingöngu 2 tilfelli hafa fundist með AHQ/ARQ og 6 tilfelli með N138/ARQ og ekkert af hinum samsetningum. Á Vatnshóli og Stóru-Ökrum, þar sem allar kindur voru raðgreindar eftir niðurskurð, voru allar jákvæðar kindur með ARQ/ARQ þrátt fyrir talsverðan fjölda N138, C151 og AHQ í báðum hjörðum, sérstaklega á Vatnshóli. Eftirfarandi rannsóknir eru í gangi til að fá staðfestingu: • arfgerðagreining 15 riðuhjarða í viðbót (1998 til 2023) og samanburður arfgerða jákvæðra og neikvæðra gripi úr sömu hjörð • prófa hin 7 smitsýni í PMCA þrisvar Lykilatriði við „áhættumat“ arfgerða er hvort eitlakerfið tekur þátt í sjúkdómnum eða hvort hann er takmarkaður á heilann. Ef eitlakerfið tekur ekki þátt, smitar gripurinn ekki aðrar kindur þrátt fyrir að hann sé veikur sjálfur og er því ekki hættulegur. Engar smittilraunir hafa verið gerðar á samsetningum með N138 og C151 og engar með AHQ með íslensk smitefni og enginn eitlavefur er varðveittur úr þeim fáu jákvæðu kindunum sem báru N138 eða AHQ. Til að fá vissu um það væru smittilraunir með kindur æskilegar sem endurspegla íslenska veruleikann. Þær leyfa helstu niðurstöður eftir 2 til 3 ár og lokaniðurstöður eftir 5 til 8 ár. Vettvangsferðir – íslenskur sauðfjárbúskapur er öðruvísi Vísindamennirnir dvöldu í heila viku og kynntu sér sérstöðu íslensks landbúnaðar og sérstaklega sauðfjárbúskapar. Allir voru sammála um að hann sé öðruvísi en í heimalöndunum þeirra – nema kannski að hluta til í Skotlandi. Eftir hlýjar og nærandi móttökur hjá BSE, þar sem Sigurgeir framkvæmdastjóri fræddi hópinn um veðursæld og landbúnað í Eyjafirði, var ýmislegt góðgæti í boði hjá Snorra og Brynju á Stóru-Hámundarstöðum – ásamt litríkum kindum af öllum aldri með alls konar arfgerðir, en aðallega T137. Ármann, fyrrverandi héraðsdýralæknir, tók svo rúntinn með hópnum um Svarfaðardal þar sem allt fé var skorið niður 1988. Á Urðum var stoppað, þar sem uppruni tveggja smitsýna er, og Einar Hafliðason upplýsti um bakgrunn og núverandi stöðu. Við næsta stopp í félagsheimilinu Höfða beið ekki bara kaffi, heldur líka nokkrir áhugasamir bændur úr dalnum, meðal annars Sölvi Hjaltason, Hreiðarsstöðum, sem hafði undirbúið minningarstund um atburði tengda riðuveiki á áttunda áratug. Líflegar umræður tóku við. Eftir það var haldið vestur í Brúnastaði í Fljótum þar sem Stefanía Hjördís og Jóhannes buðu upp á girnilegar geita- og sauðfjárafurðir úr eigin framleiðslu, meðal annars sauða- og geitaosta, og kynntu íslensku geitina fyrir gestunum. Aldrei hefur riða verið greind í geit hér á landi – til þessa hefur samt ekki fundist nein hefðbundin verndandi geitaarfgerð á Íslandi. Vincent á eftir að prófa geitasýni með þremur mismunandi arfgerðum til að sjá hvort ástæðan fyrir þessu fyrirbæri er kannski að finna þar. Gestirnir heimsóttu einnig tvo riðubæi í Skagafirði: Stóru-Akra (upphafsbær haustið 2020) þar sem Gunnar bóndi sýndi þeim litríkar og hamingjusamar mjólkurkýr og fjárhús sem hann hafði breytt í gróðurhús, og Álftagerði (riða 1988, 2008, 2019) þar sem Gísli og Ingibjörg buðu upp á vígalegt kaffihlaðborð sem var umræðuefni lengi á eftir. Á leiðinni „heim að Hólum“, þar sem hópurinn gisti, var Glaumbær skoðaður og vakti mikla athygli. Talandi um Glaumbæ – Gísli Gunnarsson, núverandi Hólabiskup og fyrrverandi prestur og sauðfjárbóndi í Glaumbæ, tók á móti hópnum og borðaði með honum fyrsta kvöldið ásamt Þuríði konu sinni. Síðasta kvöldið hins vegar var grillveisla – Gísli í Álftagerði, Ólafur Atli í Grófargili, Ingimar á Ytra- Skörðugili og Aron í Víðidal mættu og tóku ásamt Eyþóri nokkur lög sem vakti mikla lukku og aðdáun. Alltaf var lögð rík áhersla á íslenskan mat, meðal annars lambakjöt, ærkjöt, folaldakjöt, ýmiss konar grænmeti, osta og aðrar mjólkurvörur, helst úr héraði. Þrátt fyrir að vísindamennirnir kæmu úr gjörólíkum löndum – Romolo til dæmis fæddist á lítilli eyju í Miðjarðarhafi en Fiona í Skotlandi – voru þeir undantekningarlaust hrifnir af öllu sem var borið fram. Á matartímanum var líka mikið spjallað um sjálfbæra framleiðslu og dýravelferð; að þeirra mati er sér í lagi íslenskur sauðfjárbúskapur ein sjálfbærasta leið til kjötfram- leiðslu í heimi. Almennt kom gestunum mjög á óvart hversu fjölbreyttir, vel upplýstir, vel menntaðir og gestrisnir íslensku bændurnir voru sem þeir kynntust í heimsóknum og á fundum – sérstaklega í samanburði við bændur í heimalöndunum þeirra. Hvergi annars staðar töldu þeir líklegt að sauðfjárbóndi gæti orðið biskup. Ekki síst þetta nákvæma og umfangsmikla skýrsluhaldskerfi sem sauðfjárbændur nota hér á landi og áhuginn á markvissri ræktun hjá flestum bændum vakti mikla athygli. Í ljósi þessara lykilatriða eru þeir afar bjartsýnir að Ísland muni fljótlega losna við riðuvandamálið. Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð. Arfgerðir: Þessar arfgerðir/samsetningar hafa verið prófaðar í PMCA-prófum: T137/ARQ T137/AHQ T137/ARR T137/T137 N138/ARQ N138/AHQ N138/N138 C151/ARQ C151/C151 C151/AHQ AHQ/ARQ AHQ/AHQ AHQ/ARR Auk þess til samanburðar – næmar arfgerðir: • VRQ/VRQ • ARQ/ARQ Auk þess til samanburðar – ónæmar arfgerðir: • ARR/ARQ • ARR/ARR Fyrirlestrar aðgengi- legir á netinu: Tæknileg vandamál á fundunum í Varmahlíð, 21. júní, ollu miklum trufl- unum í útsendingu á Zoom. Þess vegna voru fyrirlestrarnir talaðir inn aftur (eingöngu á íslensku þá) og eru aðgengilegir hér: www.tinyurl.com/upptaka-midgardur Jón á Hnjúki í Skíðadal, Kristín og Árni á Hofi í Svarfaðardal, Sölvi á Hreiðarsstöðum, Stefanía á Keldum, Ármann á Böggvisstöðum og Snorri á Krossum/Stóru-Hámundarstöðum. Mynd / Karolína E. • Angélique Igel, Frakklandi • Ben Maddison, Bretlandi • Charlotte Thomas, Bretlandi • Christine Fast, Þýskalandi • Fiona Houston, Bretlandi • John Spiropoulos, Bretlandi • Juan Carlos Espinosa, Spáni • Jörn Gethmann, Þýskalandi • Katayoun Moazami, Frakklandi • Kevin Gough, Bretlandi • Laura Pirisinu, Ítalíu • Romolo Nonno, Ítalíu • Vincent Béringue, Frakklandi, Gesine Lühken, Þýskalandi og Torsten Seuberlich, Sviss, gátu ekki mætt að þessu sinni. Íslenska teymið: • Eyþór Einarsson, RML • Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð • Stefanía Þorgeirsdóttir, Keldum • Vilhjálmur Svansson, Keldum Til landsins komu (í stafrófsröð): Fjórir gripir, fjórar verndandi arfgerðir: Drottning Radixdóttir AHQ/N138, sonur með T137/N138 og dóttir með T137/AHQ, t.v. Fjólusonur með T137/ ARQ. Mynd / Karolína E. Ég vil spyrja ykkur öll: Eigum við að fara á fjöll, í gömlu, slitnu fjallafari? Fyrir sig nú hver einn svari. - Ómar Ragnarsson Boreal ofur húsatrukkaleiga, með eða án bílstjóra www.boreal.is | info@boreal.is | Sími: (+354) 864 6489 | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.