Bændablaðið - 06.07.2023, Page 55

Bændablaðið - 06.07.2023, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2023 Það er ýmislegt fram undan á Skógasafni í sumar. Þann 22. júlí fer fram hin árlega jazzhátíð í Skógum, Jazz undir Fjöllum. Er þetta í tuttugasta sinn sem hátíðin er haldin, því er stefnt að veglegri afmælishátíð með tónleikum í Freyu Café í Samgöngusafninu. Í sumar verða að venju teknir bílar úr geymslunni sem ekki er pláss fyrir á sýningu og þeir sýndir fyrir framan Samgöngusafnið. Þar verða til sýnis Wolseley 1963 árgerð, Volvo Viking frá árinu 1961 sem Baldur S. Kristensen ók meira en 2 milljónir km, Moskvitch frá árinu 1974 ásamt mörgum öðrum bílum. Einnig bætist stöðugt við safnkostinn og sýningar safnsins. Íslensk útvarpstæki Á síðasta ári var settur upp nýr sýningarskápur í Samgöngusafninu með útvörpum sem voru framleidd á Íslandi. Í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar var mikil fátækt á Íslandi og erfitt var að fá útvörp erlendis frá. Árið 1933 var Viðtækjasmiðja Ríkisútvarpsins stofnuð í þeim tilgangi að framleiða ódýr útvarpstæki sem næðu útsendingum Ríkisútvarpsins. Frá árunum 1933–1949 voru framleidd um 2.000 tæki og í sýningarskápnum má sjá allar tegundirnar sem framleiddar voru á þessu tímabili. Útvarpstækin fengu nöfn eftir hvaða landshluta þau voru framleidd fyrir. Fyrsta tækið sem framleitt var kallaðist „Suðri“ og var hugsað fyrir Reykjavík og nágrenni. Næst kom „Vestri“ sem náði útsendingum betur á Vestfjörðum og vesturhluta Norðurlands. Næst í röðinni var „Austri“ fyrir Austurland og síðan voru einnig smíðuð útvörp fyrir skip og sumarbústaði. Í sýningarskápnum í Samgöngusafninu er hægt að kynna sér þessa áhugaverðu sögu og sjá öll útvarpstækin sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum. Chevrolet mjólkurbíll árgerð 1942 Í Samgöngusafnið er kominn Chevrolet mjólkurbíll frá árinu 1942. Bíllinn er með sérsmíðuðu íslensku húsi og mjólkurbrúsapalli sem smíðað var í Bifreiðasmiðju Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Kaupfélagið flutti bílinn inn nýjan árið 1942 og rak stóran flota mjólkurbíla af þessari gerð þar til Mjólkurbú Flóamanna tók við rekstrinum um miðja öldina. Bíllinn annaðist mjólkurflutninga úr sveitum Suðurlands til Mjólkurbús Flóamanna. Bílstjórarnir sáu einnig um farþegaflutninga og komu pósti, bögglum og nauðsynjavöru til bænda. Hafist var handa við að gera bílinn upp árið 1992 af Hinriki Thorarenssyni, Helga Magnússyni ásamt fleirum í samstarfi við Mjólkurbú Flóamanna. Bíllinn er merkilegur hluti af samgöngusögu Íslands og var gefinn Skógasafni árið 2021. Núna sómir hann sér vel í Samgöngusafninu. Stöðugt bætist við safnkost safnsins og margt nýtt að sjá. Það er því tilvalið að koma í heimsókn á safnið í sumar og virða fyrir sér alla gripina sem er að finna í Skógasafni. Safnið samanstendur af Byggðasafni, Húsasafni og Samgöngusafni og allir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert að skoða. Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiFULL- ORÐNAST ÓVISSA STUTT- NEFNI FEILSKOT FYRIR- FERÐ LETUR- TÁKN STERK- LEGUR EINFALT SVÍFA HÁLFAPI EGGJAR FJÖRGAST PUKUR ÞREYTA HNÍFA BRUÐL KYRRA DANGL TVEIR EINS VIRKIS- GARÐUR SKRAMBI ROKNA DEILARUGLA ÖFUG RÖÐ STREÐA SÁR ÞRAUT ÁGÆT AMLÓÐI SNEMMA RÍKI Í AFRÍKU ÚTDEILDI STAFUR REFSINGFANTALEG ENDUR- BÆTIR AÐGÆTI SPOTT GLJÁVAX ÁTT FLAKA TRJÁ- TOPPUR MERKJA SPLÆSTI FLOKKAÐ PLATA STÍA SÉRHLÍFNA SMÁGER ÖFUG RÖÐ INNI- LEIKUR STÚDERA ÖFUG RÖÐ RIST ÁVALLT ÖFUG RÖÐ ENDALAUS Í RÖÐ NÆÐI RÆSING HJÁLPA DÆSUMHUGAÐ Í FÉLAGI TIL HLIÐAR H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 200 BRÁKUN HRÓPA SUÐ K LÆSA RÆKTA MISKUNN G LIMMÓ- SÍNA BERG L Æ S I V A G N ORÐA- SKIPTI LK Ö P P DREN A F R Á S ÁSPIL S A SPLÆSA AFLÉTTA B L Æ Ð A K AFLÝSING UNDIR- STAÐA A F B O Ð VELTA M B VÆNLEIKI ÓSKÝR ÁKEFÐ D A U F U R VARP HRAKTI K A S T BÓLU- SETJA SJÚK- DÓMUR K TVEIR EINS AFL- FÆRSLA DÆLIR R O G A R GLÓSA ROKNA N Ó T E R A ÁTT TÓLG N AS R Æ S I R MÆLA FESTA LAUSLEGA T A L A ÖNUG SÖNG- LEIKUR F Ú LSTARTARI Ð Ð MÖR SKRENSAR F I T U FRÆÐA AUGNA- RÁÐ S K Ó L A VEGVÍSIR TVEIR EINS HÆRRI F I R MYRKVAST PATTI S Y R T A ÖFUG RÖÐ HAGLENDI P O STAPPA VY L AÐFINNSLA ÁSLÁTTUR Á T A L I HÖFUÐFAT HÆTTI H E T T A A S S A STJÁKLAR SAMSTÆÐA L A L L A R TVEIR EINS ÁKALL R RP S L A P P A TILSKIPUN TVEIR EINS L A G A B O ÐSLÉNA K A A G R N P I A R ETJA STÍFNA S S I T G I A R ÞJÓTA Ð Æ N Ð A AÞRÁTTA SMÁRÆÐI STEMMA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 199 SÖFNIN Í LANDINU Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifkop.is Allar almennar bílaviðgerðir www.bbl.is Á döfinni á Skógasafni í sumar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.