Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Matvælastofnun (MAST) lagði fyrir skemmstu stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð. Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð í vor og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. Samkv. 6.mgr. 42.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra geta þeir sem fá stjórnvaldssektir frá MAST fyrir brot á dýravelferð og eru ósáttir við það ekki kært þær sektargjörðir til æðra stjórnvalds (matvælaráðuneytis). Þeir verða þess í stað, eftir atvikum, að höfða mál til ógildingar fyrir dómstólum innan ákveðins tíma. Málshöfðun frestar hvorki réttaráhrifum ákvörðunar MAST né heimild til aðfarar. MAST sagði jafnframt í nýlegri tilkynningu að óskað yrði eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma. Hafði hundaþjálfari á bæ í Breiðdal fundið tíu af hundum sínum dauða. Yfirdýralæknir lét hafa eftir sér að ekkert hefði fundist óeðlilegt við krufningu tveggja af hundunum en sýni verið send í eiturefnagreiningu. / sá Dýravelferð: Stjórnvaldssektir á tvö bú Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. auk þess sem bannað er að flytja hana út. Fyrr á árinu var lagt til af um hverfis-, orku- og loftlags- ráðuneytinu að ráðist yrði í aðgerðir til að sporna við fækkun í grágæsastofni hérlendis. Voru þær tillögur settar fram á grundvelli AEWA-samkomulagsins, sem Ísland er aðili að auk 84 annarra ríkja, um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í því sambandi voru nefndar tillögur um að aðgerðir yrðu tvíþættar; annars vegar yrði veiðitímabil stytt umtalvert og hins vegar bann lagt við sölu grágæsaafurða. Niðurstaðan varð sú að veiðitímabil var ekki stytt á grundvelli þeirrar reglugerðarbreytingar sem um ræðir og helst því óbreytt, en bann er lagt við sölu grágæsa og grágæsaafurða. Bannið mögulega endanlegt „Bændasamtök Íslands telja þá lendingu heppilegri,“ segir Þorvaldur Birgir Arnarsson, lögfræðingur samtakanna á sviði umhverfis-, loftslags- og auðlindamála. „Ekki síst í ljósi þess að bændur í akuryrkju þurfi að hafa verkfæri til að verjast ágangi gæsa. Samtökin lögðu í umsögn sinni um málið til að skýrt yrði tekið fram í reglugerð að bann við sölu afurða gilti til 1. ágúst 2026, svo sem fram var tekið í lýsingu reglugerðarbreytingar í samráðgátt stjórnvalda,“ segir hann. Það gekk hins vegar ekki eftir í endanlegri reglugerð og því meiri líkur en minni á að bannið verði jafnvel endanlegt. Þorvaldur segir jafnframt að Bændasamtökin leggi áherslu á mikilvægi þess að sannreyna stöðu stofnsins með áreiðanlegum talningum á þessum næstu þremur árum, áður en fyrir liggur sameiginleg alþjóðleg stjórnunar- og verndaráætlun Íslendinga og Breta. „Skotveiðifélag Íslands vék að því í umsögn sinni um málið að veiðarnar í dag valdi ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt sé að setja á sölubann tímabundið til að hjálpa stofninum að ná sér á strik,“ segir Þorvaldur. Erfitt að sjá hvort verkuð afurð sé af grá- eða heiðagæs Nú er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar en þó leyfilegt að selja uppstoppaða grágæs. Útflutningur á grágæsaafurðum er bannaður. Í umsögnum frá veiðimönnum kom meðal annars fram að erfitt geti reynst að sýna fram á hvort verkuð bringa af gæs, eða aðrar gæsaafurðir, séu af grágæs frekar en heiðagæs. Verði því grágæs mögulega seld t.d. veitingahúsum sem heiðagæs. Því hefði verið farsælla að setja bann við sölu afurða allra gæsa. /sá Uppskeruhorfur góðar fyrir rótargrænmeti – Ýmis vandamál við ræktun blaðgrænmetis Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bænda­ sam tökum Íslands, telur að upp­ skera rótargrænmetis verði yfir meðallagi en segir að ræktendur blaðgrænmetis hafi mætt ýmsum vandamálum. Axel segir að íslenskt grænmeti sé vinsæl vara hjá landsmönnum og nefnir því til stuðnings að uppskera síðasta árs stoppaði aldrei hjá birgjum heldur rann varan beint úr búðum, þó svo að framleiðslan hafi aukist lítillega milli ára. „Uppskeruhorfur eru ásættan legar, útlitið er þó bjartara hjá ræktendum rótargrænmetis - kartöflur, gulrætur og rófur - heldur en hjá ræktendum blaðgrænmetis – salat, kál og matjurta.“ Rótargrænmeti yfir meðallagi Axel telur að uppskera á kartöflum, rófum og gulrótum verði yfir meðal- lagi í ár. „Bændur sunnanlands fengu hlýjan og sólríkan júlímánuð eftir rigningar í maí og júní. Það gerði því mönnum erfitt fyrir að setja niður í vor en kom svo að góðum notum, hve blautur jarðvegurinn var, í þurrkunum í júlí og garðarnir sveltu ekki. Þessu var öfugt farið á norður- og austurlandi þar sem vorið var gott en júlímánuður dræmari, en þeir bera sig líka vel.“ Útlitið er því gott hvað varðar uppskeru rótargrænmetis en Axel bendir á að aðaluppskerutíminn sé ekki fyrr en í september og mesti áhættutíminn sé framundan. „Það skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir kartöflur, að ekki komi næturfrost fram að uppskeru, né miklar rigningar vegna hættu á myglu.“ Vandamál við ræktun blaðgrænmetis Ræktendur blaðgrænmetis, þá helst káltegunda, hafa hinsvegar átt við ýmis vandamál að etja. „Hér sunnanlands var vorið blautt eftir miklar rigningar sem gerir það að verkum að skilyrðin voru ekki góð þegar byrjað var að setja niður. Í byrjun júlí fór svo sólin að skína, sem allir voru ánægðir með til að byrja með, en svo fór að bera á þurrkum í lok júlí. Ræktendur voru misvel í stakk búnir til að takast á við þurrkana, sumir höfðu vökvunarbúnað en aðrir ekki og uppskeran verður eftir því.“ Útlit er því fyrir að uppskera blað- grænmetis verði undir meðallagi en bændur eru þó ekki búnir að gefa upp alla von ennþá þar sem aðeins er farið að bera á vætu. Í heildina telur Axel því að uppskeruhorfur séu ásættanlegar og vonar að íslenskir neytendur taki uppskerunni fagnandi líkt og áður. /ÞAG Kartöflurnar komnar - Íslenskir neytendur velja innlenda framleiðslu Fyrstu íslensku kartöflurnar komu í verslanir upp úr miðjum júlí, segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi frá Skarði í Þykkvabæ. Fyrst um sinn er allt sem tekið er upp selt jafn óðum. Í kringum næstu mánaðarmót hefst meginþungi uppskerunnar, þar sem megnið verður sett í geymslu. Fyrsta uppskeran á Skarði var strax eftir Verslunarmannahelgina. Nokkrir kartöflubændur í Þykkvabæ settu plast yfir hluta af kartöflugörðunum, sem flýtti sprettunni og voru þeir fyrstir með sína uppskeru á markað. Þær íslensku kartöflur sem hafa verið í verslunum til þessa eru af fljótsprottnum afbrigðum, eins og Premier, en um þessar mundir eru Gullauga og íslenskar rauðar að verða klárar. Uppskeran kláraðist Sigurbjartur segir að íslensku kartöflurnar hafi klárast áður en ný uppskera var tilbúin. Af þeim sökum þurftu verslanirnar að flytja inn erlendar kartöflur, en birgðirnar af þeim eru enn nokkuð miklar, sem skýrir af hverju þær íslensku hafa fengið lítið pláss í grænmetisdeildum í sumar. Sigurbjartur skilur vel að verslanirnar reyni eftir fremsta megni að selja erlendu kartöflurnar. Hann telur þó nauðsynlegt að framleiðendur og söluaðilar séu í öflugara samtali til að koma í veg fyrir að innfluttar kartöflur hamli sölu þegar þær íslensku eru klárar. Neytendur geta þekkt ný upp- teknar kartöflur á því að hýðið er mjög þunnt og flagnar af miklu leiti af. Þegar kartöflurnar eru settar í vetrargeymslu þá herða þær hýðið utan á sér, sem gerir að verkum að þær þola geymsluna betur. Uppskera rétt undir meðaltali Sigurbjartur gerir ráð fyrir að uppskera ársins í ár verði aðeins minni en í meðalári. Þar sem vorið var kalt og blautt, voru kartöflurnar settar niður tiltölulega seint. Hlýindin komu ekki fyrr en um mánaðarmótin júní-júlí og segir Sigurbjartur hvern góðviðrisdag skipta gífurlega miklu máli. Úrkomuleysi seinni parts sumars hefur hægt á sprettunni. Hann hefur ekki heyrt til þess að kartöflumygla hafi ollið tjóni. „Maður vonar að þetta fari allt saman vel og við náum heilbrigðum og góðum kartöflum í hús fyrir landsmenn. Við erum svo heppin að Íslendingar vilja kaupa íslenskar kartöflur. Þegar valið er á milli innfluttra og íslenskra, þá velur neytandinn íslenskar. Við erum alveg gríðarlega þakklát fyrir það og reynum að vanda okkur til að halda því þannig,“ segir Sigurbjartur. /ÁL Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi, heldur á kartöflum sem teknar voru upp fyrr um daginn. Mynd / ÁL Grágæsaveiðar: Afurðasala óheimil Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.