Bændablaðið - 24.08.2023, Page 7

Bændablaðið - 24.08.2023, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Á heimasíðu íslenska fjárhundsins má lesa um að hundarnir hafi verið þjálfaðir til snjóflóðaleitar, sem meðferðarhundar fyrir einhverf börn og að sjálfsögðu til smalamennsku. Hér má sjá hundinn Sunnusteins Kappa. Mynd / ÁEÁ. LÍF&STARF Það var ofurlítill veðragnýr í lokavísu síðasta þáttar þar sem Valborg Guðmundsdóttir orti í nöprum vindi og norðanregni. Ingólfur Davíðsson orti í svipaðan máta næstu tvær vísur: Römmum Norðra rann í skap, -rofnar páskafriður-. Angraði fénað, aspir drap, urtir barði niður. Þetta er leiður allra átta fjandi, útsynningur gleiður, tvístígandi. Austan garri, norðan náhraglandi. Nú er varla hundi útsigandi. Öllu léttara er yfir þessari veðurfarsvísu Guðmundar Finnbogasonar, Hvoli í Njarðvík: Vetur hefur veðrum týnt, vor um landið setur. Góan hefur gert það fínt, geri aðrir betur. Þó að slysalítið hafi verið á síðastliðinni verslunarmannahelgi, hefur stundum gengið á ýmsu í henni veröld. Stefán Hallsson orti: Óðagot er ýmsum tamt, enda hlotist kvöl af því. Höfuðbrot og helsi rammt heimsbörn rotast slysum í. Sveinn Hannesson orti þessa vísu á ferð um Laxárdal: Skiptin átta eru tíð, auðnan fátt mér léði, en þegar ég átti þessa hlíð þá var kátt í geði. Hafsteinn Halldórsson bókari leit yfir æviveginn harla glaður: Ánægður um ævisjó ennþá stýri fleyi, því ég hef í nefið nóg nærri á hverjum degi. Þorgerður Stefánsdóttir orti eftir ónæðissama brúðkaupsnótt Eggerts Ólafssonar í Kristnesi: Eggert vinur ekkert linur upp í brúðarrekkju sté, hátt við stynur, heyrðist hvinur, hurðarlykill brotnaðe. Eftir Guðmund Þ. Sigurgeirsson á Drangsnesi er þessi snotra vísnasmíð: Gengið hef ég margs á mis, má þó heita ríkur, áhyggjurnar eins og fis af mér gleðin strýkur. Guðmundur á Höfða orti næstu tvær vísur til Ingibjargar á Refsteinsstöðum: Yfir heiðar, firði, fjöll finn ég leiðir, svanni, þar sem greiðist gangan öll gömlum veiðimanni. Ef þína skal ég fundi fá, frjálsu tali lofa, en brennt og malað þyrfti þá þar í Dalakofa. Enn eru mér færðar vísur eftir þann einstaka hagyrðing Óla heitinn bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði: Sé þín hugsun aðeins ein áfram beina veginn, finnurðu aldrei óskastein í urðinni hinumegin. Lúðvík Kemp orti þessa snjöllu vísu: Lystisemda lífsins njótum, liðna tíma er vert að muna, þó við stöku boðorð brjótum í bróðerni við samviskuna. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Systurnar Karen og Maren Pálsdætur eru ánægðar með ferfættu félagana, þau Stefsstells Dranga Kommu og Sóma. Mynd / ÁEÁ. Litaflóra íslenska fjárhundsins er fjölbreytt. Aðallitir hans, í ýmsum blæbrigðum, eru gulur og rauður, leirhvítir, gráir, mórauðir og svartir. Þeir geta einnig verið blesóttir, skjömbóttir, strútóttir, sporóttir, leistóttir, löppóttir og með týru. Mynd / ÞAG. Hundurinn Snjófells Sólmyrkvi, kallaður Sómi, er svartur þrílitur rakki sem m.a. hefur leikið í íslenskum sjónvarpsþáttum. Mynd/ Ágúst Elí Ágústsson. Íslenski fjárhundurinn er þjóðar- hundur Íslendinga og þann 18. júlí ár hvert er haldinn hátíðlega dagur íslenska fjárhundsins víðs vegar um landið og heiminn. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í áttunda sinn í ár og ávallt hefur Árbæjarsafn boðið fulltrúum tegundarinnar til sín í tilfefni dagsins. Þórhildur Bjartmarz, hundaþjálfari og hundaeigandi, er ein af þeim sem standa að baki hátíðisdeginum. „Dagurinn er fæðingardagur Marks Watson en á sínum tíma vakti hann athygli á því að íslenski fjárhundurinn væri að deyja út og í samstarfi við hann, Sigríði Pétursdóttur og fleiri var Hundaræktarfélag Íslands stofnað árið 1969 til að vernda og stuðla að hreinræktun íslenska fjárhundsins. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, auk þess sem samfélagsmiðlar eru vel nýttir til að senda kveðjur og myndir,“ segir Þórhildur. Á heimasíðu íslenska fjárhundsins, www.dif.is, má lesa um sögu hans en þar segir að tegundin hafi komið til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og hafa vinnueiginleikar hans aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum, en í dag er íslenski fjárhundurinn vinsæll heimilishundur. Íslenski fjárhundurinn er þekktur fyrir að vera glaður, forvitinn og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund. Útlit hundsins er kröftugt, tæplega meðalstór að hæð, hárafar ýmist snöggt eða loðið með upprétt eyru og hringað skott. Í tilefni dagsins, þann 18. júlí sl., komu saman nokkrir fulltrúar tegundarinnar í Árbæjarsafni í Reykjavík. /ÞAG Dagur íslenska fjárhundsins Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga og barst hingað til lands með landnámsmönnum. Hér má sjá Stefsstells Ísrúnu. Mynd / ÁEÁ. Hárafar íslenska fjárhundsins er ýmist snöggt eða loðið. Feldurinn er tvöfaldur, myndaður úr þeli og yfirhárum, þykkur og mjög veðurþolinn. Hér má sjá hundinn Dranga Kappa Keisara. Mynd / ÁEÁ. Útlit íslenska fjárhundsins er kröftugt, hann er tæplega meðalstór að hæð, með upprétt eyru og hringað skott. Hér má sjá Rosenból Súkkulaði Seif. Mynd / Þórdís Anna Gylfadóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.