Bændablaðið - 24.08.2023, Síða 12

Bændablaðið - 24.08.2023, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÉTTIR Hestaíþróttir: Fyrsta deild hesta­ íþrótta stofnuð Sett hefur verið á fót ný deild í hestaíþróttum, 1. deild, og er henni ætlað að koma á milli áhugamannadeildar og meistaradeildar hestaíþrótta. Fyrsta deildin í hestaíþróttum mun halda keppniskvöld sín í Samskipahöllinni á komandi ári. Mun að sögn Garðars Hólm Birgissonar, hestamanns og fasteignasala, verða miðað við að alla jafna sé keppt daginn eftir mót áhugamannadeildar. Að sögn Garðars er 1. deildin stofnuð í kjölfar endurtekinna áskorana þar um. „Í 1. deildinni verður keppt eftir reglum FEIF,“ segir Garðar, en þó sé horft fram hjá þeim annmarka að öll innanhúsmótin séu haldin á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF-reglum. „Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni,“ heldur Garðar áfram. „Keppnisgreinarnar verða V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Nýja deildin verður með svipuðu formi og Meistaradeildin hefur verið haldin sl. árin og reynst vel. Miðað er við að 8 lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein. Riðin verða bæði A og B úrslit, 5 knapar verða í hvorum úrslitum, efsti hestur B-úrslita færist ekki upp í A-úrslit,“ segir Garðar enn fremur. Fram kemur í fréttatilkynningu að knapar skuli vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga. Þar sem Landssamband hesta- mannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gildi lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum. Lágmarksaldur knapa í 1. deild sé 18 ára, 19 ára á árinu. Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa og er þetta því, að sögn Garðars, deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi. Opið sé fyrir umsóknir liða. /sá Garðar Hólm Birgisson. Dagsetningar greina 2024 eru eftirfarandi: 23. febrúar V1 Fjórgangur 15. mars T2 Slaktaumatölt 28. mars Gæðingalisti 4. apríl F1 Fimmgangur 18. apríl T1 Tölt 20. apríl PP1 Gæðingaskeið og P2 100m skeið (Birt með fyrirvara um breytingar). Vestmannaeyjabær hefur ekki enn gripið til gjaldheimtu vegna afskipta af lausagöngufé. Sauðfé hefur þó reglulega komist út úr beitarhólfum í sumar. Sveitarstjórn Vestmannaeyja- bæjar samþykkti uppfærða gjaldskrá fyrir handsömun eða afskipti af lausagöngufé í byrjun sumars. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, segir ástandið hafa lagast eftir að verðskráin var hækkuð, þó enn sleppi fé út fyrir þau svæði sem þeim er ætlað. Brynjar segir að til fjölda ára hafi lausaganga á sauðfé verið til vandræða, sérstaklega á syðri hluta Heimaeyjar, þar sem byggðin er dreifðari. Í sumar voru tilfelli þar sem sauðfé gekk laust í þéttbýlinu. Umræða um þessi mál hefur verið hávær í bæjarfélaginu í undanfarið. Brynjar segir þessi mál vera viðkvæm og því hefur sveitarfélagið ekki enn rukkað viðkomandi búfjáreigendur fyrir afskipti af fénu. Brynjar segir að þónokkrir aðilar séu með sauðfé í Heimaey og telur hann að lausagönguféð komi frá litlum hluta búfjáreigendanna. Samkvæmt matvælaráðuneytinu voru 172 vetrarfóðraðar kindur skráðar í Vestmannaeyjum síðastliðið haust. Í þeim tölum er ekki tekið sérstaklega fram hversu stór hluti er í Heimaey eða í úteyjunum. Samkvæmt Brynjari hefur verið unnið að endurbótum á girðingum í sumar og er ástandið að færast í rétta átt. Vinsæll göngustígur liggur hins vegar í gegnum eina girðinguna og sleppur fé gjarnan út þegar fólk lokar ekki hliðum. Í ljósi þessa segir Brynjar að ekki sé hægt að skella skuldinni á búfjáreigendurna í öllum tilfellum. /ÁL Heimaey: Sauðfé sleppur út fyrir girðingar Vestmannaeyjabær uppfærði gjaldskrá fyrir afskipti af lausagöngufé í vor. Mynd tekin í Heimaey. Mynd / ghp Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400 Vinnslubreidd: 2,0m Dýpt á kubbi: 1,2m Verð kr. án vsk. Kr. 2.399.400 m/vsk 1.935.000 Þýsk gæði og áreiðanleiki STRAUTMANN STÆÐUSKERAR Miðfjarðarbændur: Enn ósamið um bætur Miðfjarðarbændurnir sem standa enn í samningaviðræðum við matvælaráðuneytið um bótagreiðslur. Ari G. Guðmundsson á Bergsstöðum, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum. Mynd / smh Enn er ósamið við bændur á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði um bótagreiðslur vegna niðurskurðar á hjörðum þeirra í kjölfar riðutilfella sem voru staðfest þar í apríl. Samkvæmt upplýsingum sem fengust úr matvælaráðuneytinu standa samningaviðræður enn yfir og nú sé unnið að útfærslum bóta og tjónamati í samvinnu við bændur og Matvælastofnun. Nokkur vinna hafi farið í að samþætta sjónarmið aðila en niðurstöðu megi vænta á næstunni. Förgun lokið 20. apríl Í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar segir að fullnaðargreiðsla fyrir felldan fjárstofn skuli innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lýkur, þó eigi fyrr en 21 degi eftir að samkomulag um bætur liggur fyrir. Lokið var við förgun þann 20. apríl. Í umfjöllun Bændablaðsins í maí kom fram í viðtölum við bændurna að þeir væru ósáttir með þær bætur sem í boði væru, þær væru langt frá því að geta bætt þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir. Erfitt væri að byrja upp á nýtt og byggja upp nýjan fjárstofn miðað við þær bætur sem þeim væru boðnar. Meðal þeirra fremstu Samtals var skorið niður um 1.400 fjár á bæjunum tveimur. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt. Elín Anna Skúladóttir og Ari G. Guðmundsson keyptu Bergsstaði um áramótin 1996 –1997, byggðu upp sinn stofn jafnt og þétt og voru komin með 700 fjár þegar riðutilfelli voru staðfest á bænum. Búreksturinn var góður á Urriðaá áður en riða greindist í einni kind, sem leiddi til þess að skera þurfti niður alla hjörðina. Það reyndist fyrsta og eina jákvæða sýnið á Urriðaá. Dagbjört Diljá og maður hennar Ólafur Rúnar Ólafsson voru komin með sjálfbæran búrekstur og þurftu í raun ekki að vinna utan bús. Þau höfðu á þremur árum náð góðum árangri í sinni ræktun og fjölgað fé um rúmlega tvö hundruð á vetrarfóðrum á einungis þremur árum. /smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.