Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÆÐSLA Það ríkti mikil eftirvænting fyrir mótinu í Hollandi enda fjögur ár síðan síðasta mót var haldið en alla jafna fara Heimsmeistaramót fram annað hvert ár. Það voru gerðar miklar væntingar til þeirra Jóhönnu Margrétar Snorradóttur og Bárðs frá Melabergi en fyrirfram voru þau skærustu stjörnur landsliðsins. Þau ollu ekki vonbrigðum og tryggðu sér silfur í fjórgangi, gull í samanlögðum fjórgangsgreinum og unnu síðan Tölthornið sem er eftirsóttasti verðlaunagripur Heimsmeistaramótsins. Í töltinu stóð baráttan á milli þeirra Jóhönnu Margrétar og Sys Pilegaard á Abel fra Tyrevoldsdal. Þrátt fyrir að Sys og Abel hlutu eina 10 fyrir yfirferðina þá dugði það ekki til og silfrið varð þeirra. Viðar Ingólfsson á Þór frá Stóra-Hofi stóð sig líka með ágætum en litlu munaði að hann endaði á palli í töltinu en þeir enduðu í fjórða sæti í töltinu eftir harða baráttu við Lisa Schürger á Kjalari frá Strandarhjáleigu, sem varð þriðja. Í fjórgangnum enduðu þeir Viðar og Þór í fimmta sæti sem verður að teljast afar góður árangur en þetta var frumraun þeirra í þeirri grein. Til gamans má geta að í úrslitum í tölti var knapi frá Ungverjalandi, Veronika Krammer á Ísbirni vom Vindstaðir, og enduðu þau í 5. sæti en þetta var í fyrsta sinn sem Ungverjaland er með á Heimsmeistaramóti. Sara Sigurbjörnsdóttir sýndi öllum hversu megnug hún er og reið Flóka frá Oddhóli af miklu öryggi og tryggði sér heimsmeistaratitil í fimmgangi með glæsilegum skeiðsprettum. Í öðru sæti enduðu þeir Pierre Sandsten Hoyos frá Austurríki og Búi frá Húsavík en þeir voru sterkir fram að skeiðinu. Frauke Schenzel á Jódísi vom Kronshof vann fjórganginn en þær kepptu fyrir Þýskaland og í slaktaumatölti fór gullið til Svía en þar áttu Máni Hilmarsson og Gljátoppur frá Miðhrauni glæsilegar sýningar. Samanlagður sigur í fimmgangsgreinum fór einnig til Svíþjóðar en Caspar Hegardt og Oddi från Skeppargården hlutu þann titil. Fræknir sigrar í skeiðgreinunum Óvæntustu úrslit mótsins var eflaust sigur Elvars Þormarssonar og Fjalladísar frá Fornusöndum í 250 m. skeiðinu. Elvar og Fjalladís þóttu sigurstranglegust fyrir mótið í gæðingaskeiði. Þrefaldir Íslandsmeistarar í greininni og með langbestu einkunnina fyrir mótið. Það kom því engum á óvart þegar þau hömpuðu heimsmeistaratitlinum í þeirri grein, nokkuð örugglega. Daginn eftir fór fram keppni í 250 m skeiðinu og hafði Elvar beðið um að vera skráður í þá grein sem og 100 m skeiðið þrátt fyrir að þau Fjalladís hefðu aldrei keppt í þeim greinum. Elvar vissi að merin væri fljót og þar sem gæðingaskeiðið kláraðist á fyrsta mótsdegi væri um að gera að hafa gaman það sem eftir er mótsins og prófa eitthvað nýtt. Eftir fyrri umferð kappreiðanna voru þau Fjalladís og Elvar með langbesta tímann. Þessir fljótustu kappreiðavekringar höfðu þó ekki náð sínum bestu sprettum svo keppnin var enn galopin. Í seinni umferðinni gat þó enginn skákað þeim Elvari og Fjalladís sem bættu í í hverjum spretti og annar heimsmeistaratitillinn í hús hjá þeim í grein sem þau voru að keppa í í fyrsta skipti. Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri enduðu í öðru sæti. Gullið í 100 m skeiði fór að þessu sinni til Austurríkis. Miklar væntingar voru bundnar við íslensku keppendurna og eftir fyrsta sprett var Teitur Árnason fljótastur á Drottningu frá Hömrum II með tímann 7,29 sek. Íslendingar töldu gullið vera öruggt en svo var ekki því í seinni umferðinni setti hin austurríska Helga Hochstöger í fluggírinn á Nóra von Oed og þau lönduðu gulli á tímanum 7,27 og silfrið fór til Teits. Ótrúlegur árangur hjá Helgu og Nóra sem áttu áður besta tímann eitthvað í kringum 7,50 sek. Silfrið fór einnig til Íslands í ungmennaflokknum en þar voru þær Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi með annan besta tímann. Stórglæsilegur árangur íslensku ungmennanna Á mótinu tóku fimm íslensk ungmenni þátt. Hlutu fjögur af þeim heimsmeistaratitil, tveir fleiri enn einn, og eitt silfur. Stórkostlegur árangur og oftar en ekki unnust titlarnir með yfirburðum. Fyrstur til að vinna titil var Benedikt Ólafsson og Leira- Björk frá Naustum III. Sérfræðingar í gæðingaskeiði og sýndu snilli sína á mótinu og sönnuðu enn eina ferðina að þau eru með þeim bestu í þessari grein. Hlutu þau 8,00 í einkunn sem hefði tryggt þeim annað sætið í fullorðinsflokki. Benedikt skellti sér einnig með Leiru-Björk í skeiðgreinarnar, fimmganginn og slaktaumatöltið til að reyna að tryggja sér samanlagðan sigur í fimmgangsgreinum. Það tókst með naumindum og titillinn varð þeirra. Benedikt var ekki sá eini sem nældi sér í tvo titla en það gerðu einnig þeir Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhól. Eftir forkeppni stóðu þeir langefstir bæði í tölti og fjórgangi og heimsmeistaratitill í samanlögðum fjórgangsgreinum öruggur. Í úrslitum áttu þeir frábæra sýningu í fjórgangi og unnu þau með yfirburðum. Í töltúrslitunum lentu þeir í brasi á yfirferðinni og enduðu þar í fjórða sæti. Þar áttu Íslendingar þó hauk í horni en önnur inn í töltúrslitin var Herdís Björg Jóhannsdóttir á Kvarða frá Pulu. Herdís og Kvarði höfðu lent í því óhappi í vikunni á undan að missa undan skeifu og töluvert af öðrum hófnum. Þurfti því að járna Kvarða upp á nýtt og þeir sem þekkja til vita að það getur haft mikil áhrif á hreyfingar og fleira hjá hrossinu. Það kom þó ekki að sök. Með góðri reiðmennsku og glæsilegri yfirferð náði Herdís að tryggja sér gullið í tölti í ungmennaflokki. Í öðru sæti endaði hin færeyska Rakel Brattalid Tindskard á Sílas vom Forstwald en þetta er í fyrsta sinn sem Færeyingar vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti. Það átti enginn roð í Glódísi Rún Sigurðardóttur á Sölku frá Efri-Brú í fimmgangi í ungmennaflokki. Þær áttu mjög góða sýningu í forkeppni og hlutu 7,40 í einkunn sem hefði tryggt þeim annað sætið inn í A-úrslit í fullorðinsflokki. Þær komu langefstar inn í A-úrslitin í ungmennaflokki og reið Glódís þau af miklu öryggi og heimsmeistaratitillinn aldrei í hættu. Önnur gull í ungmennaflokki fóru til Þýskalands, Danmerkur og Svíþjóðar. Þjóðverjinn Lena Becker vann slaktaumatöltið á Bikari frá Ytra- Vallholti og í skeiðgreinunum var það hin danska Freja Løvgreen Gandrup á Fjölva frá Hedegaard sem vann 250 m skeiðið og 100 m skeiðið vann Alicia Plam á Ljúfu från Ekeholm fyrir Svíþjóð. Efstu hross í öllum flokkum fyrir utan einn Árangur kynbótahrossanna sem ræktuð voru á Íslandi var líka eftirtektarverður en stóðu þau efst í öllum flokkum fyrir utan í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta. Þar var sýndur Hersir frá Húsavík sem endaði annar í þeim flokki, sýndur af Teiti Árnasyni. Efstur í þeim flokki varð hinn sænski Kolgrímur Grímsson från Gunvarbyn, sýndur af Agnari Snorra Stefánssyni. Efstur í flokki 5 vetra stóðhesta var Höfði frá Bergi, sýndur af Þorgeiri Ólafssyni. Ársól frá Sauðanesi var efst í flokki 5 vetra hryssna sýnd af Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur. Árni Björn Pálsson sýndi tvö hross Kötlu frá Hemlu II sem stóð efst í flokki 7 vetra hryssna og eldri og Geisla frá Árbæ sem stóð efstur í flokki sex vetra stóðhesta. Efsta 6 vetra hryssan var Hrönn frá Fákshólum, sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni. Sjö íslenskir heimsmeistarar – Besti árangur íslenska landsliðsins frá upphafi Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Oirschot í Hollandi dagana 8. til 13. ágúst. Þar öttu kappi glæsilegir fulltrúar hins íslenska gæðings í íþróttakeppni og kynbótasýningu. Íslenska landsliðið var afar sigursælt og náði sínum besta árangri til þessa, 16 gullverðlaun og 5 silfur. Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Landslið Íslands í hestaíþróttum á Heimsmeistaramótinu í Hollandi 2023. Samtals vann hópurinn 16 gullverðlaun og 5 silfur, besti árangur Íslands frá upphafi. Mynd / Jón Björnsson Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli, heims- meistarar í fimmgangi. Mynd / Bert Collet Herdís Björg Jóhannsdóttir fagnar hér sigri í tölti í ung- mennaflokki á Kvarða frá Pulu. Mynd / Berglind Karlsdóttir Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi eru heimsmeistarar í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum. Mynd / Jón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.