Bændablaðið - 24.08.2023, Side 45

Bændablaðið - 24.08.2023, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Hæsta tré Asíu Hæsta tré Asíu, 102,3 m hár himalaja- sýpris í Yarlung Zangbo-gljúfrinu í suðvesturhluta Kína. Mynd / CGTN Hæsta þekkta tré Asíu er hið 102,3 metra háa barrtré himalaja- sýpris (Cupressus torulosa) í Yarlung Zangbo-gljúfri Xizang- sjálfstjórnarhéraðsins í suð- vesturhluta Kína. Lengi var svonefnt Menara-tré (Shorea faguetiana) í Malasíu talið hæsta tré álfunnar, 100,8 metrar á hæð en metið hefur sem sagt verið slegið og gerðist það nýlega, samkvæmt frétt frá Pekingháskóla. Strandrauðviður (Sequoia semper- virens), einnig nefnd strandrisafura, í Ameríku, er talin hæsta núlifandi trjátegund jarðar. Kortlagt með dróna Í maí sl. var svæði með þyrpingu himalajasýpristrjáa kortlagt vand- lega með dróna, af teymi vísinda- manna frá háskólanum í Peking og Xizijiang- og Shan Shui náttúruverndarmiðstöðvunum, með stuðningi skógræktar- og graslendisstofnunar Kína. Dróninn bar bæði LiDAR mælitæki og þrívíðan leysisskanna til mælinganna. Það var Li Cheng frá Xizijiang- stöðinni sem fyrst uppgötvaði trjáþyrpinguna. Þessi uppgötvun hefur brugðið nýju ljósi á heimildir um hæstu tré Asíu. Þyrpingin í Yarlung Zangbo-gljúfrinu er á svæði þar sem hæstu tré Kína er að finna og þéttleiki þeirra er hvað mestur. Þarna eru, auk hins 102,3 metra háa himalajasýpriss, fjöldi risatrjáa yfir 85 metra að hæð og tilgreint að í það minnsta 25 þeirra séu hærri en 90 metrar. Í hæsta verndarflokki Himalajasýpris er í hæsta verndar- flokki plöntutegunda í Kína og sjaldgæfur í villtri náttúru. Samkvæmt fregn Peking háskólans vonast rannsóknarteymið sem fann hæsta tré Asíu til að koma á fót langtímaeftirliti og -rannsóknum á himalajasýpris í landinu. Rúmlega 30 metra há íslensk sitkagrenitré Hæstu tré Íslands eru rúmlega 30 metra há sitkagrenitré en hæsta tré sem hefur verið mælt á jörðinni fyrr og síðar mun vera 133 metra hátt myrtutré. Til gamans má geta þess að í sanskrít merkir orðið „himalaja“ það sama og „ísland“. /sá Hvað ertu að suða? Finnska undrið í rafsuðunni. Rafsuðuvélar, öryggisvörur og suðuvír. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. september 2023, kl. 15:00 Nánar á tths.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.