Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Hádegismóum 8 Sími 510 9100 veltir.is VOLVO FL 4x2R 240 hö Dráttarbíll Nýskráning 2019 Ekinn: 80.000 km 900 Nm 10,5t Verð: 6.300.000 kr. án vsk. VOLVO EC480E L Beltagrafa Nýskráning: 2018 Notkun: 7.900 vst Hraðtengi og skófla Verð: 27.500.000 kr. án vsk. DIECI ZEUS 37.7 Skotbómulyftari Nýskráning: 2018 Notkun: 1.140 vst. Hraðtengi, gafflar og skófla. Lyftir 3,7 tonnum í 7 metra hæð. Verð: 8.500.000 kr. án vsk. Notuð atvinnutæki til sölu hjá Velti Ný og notuð tæki til sölu í miklu úrvali. Kynntu þér enn meira úrval á veltir.is CATERPILLAR 432F Traktorsgrafa Nýskráning: 2014 Notkun: 9.200 vst Verð: 8.200.000 kr. án vsk. Komdu í Hádegismóa 8 eða heyrðu í okkur í síma 510 9100 Komdu í Hádegismóa 8 eða heyrðu í okkur í síma 510 9100 Alltaf heitt á könnunni í framúrskarandi aðstöðu fyrir bílstjóra og eigendur atvinnutækja. Fyrsta alþjóðlega þörungaráðstefnan á Íslandi haldin í Hörpu LÍF&STARF Dagana 30-31. ágúst verður haldin ráðstefna um þörungavinnslu og þörungarækt í Hörpu. Um er að ræða fyrstu ráðstefnu sem haldin er hérlendis um þörunga og ber hún yfirskriftina Arctic Algae. Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka íslenskra þörungafélaga og hvorki vantar þungavigtina í ræðumannahópinn né efnistök og umfjöllunarefni. Þörungar eru flestum Íslendingum að einhverju leyti kunnir, en vinnsla og rækt á þörungum hefur verið í gríðarmiklum vexti á heimsvísu að undanförnu. Nýverið markaði stjórn Evrópusambandsins þá stefnu og beindi svo til aðildarríkja sinna að auka á næstu sjö árum sjálfbæra öflun og þörungarækt í Evrópu úr núverandi 300.000 tonnum á ári upp í 8 milljónir tonna. Þegar rýnt er nánar í stöðu mála þarf það kannski ekki að koma á óvart, enda eru nýtingarmöguleikar þörunga allt að því takmarkalausir. Hinar ýmsu gerðir þörunga eru þannig nýttir í matvæli, áburð, fæðubótarefni, litarefni, umbúðir, sem eldsneyti og jafnvel í textíl. Þá hafa tilteknar gerðir þörunga verið nýttar í kjarnafóður hjarðdýra í þeim tilgangi að minnka metanlosun húsdýra, og rannsóknir sýnt og staðfest framúrskarandi árangur í þeim efnum víða um heim. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Svandís Svavarsdóttir matvæla­ ráðherra setur ráðstefnuna að morgni miðvikudagsins 30. ágúst í Kaldalónssal Hörpunnar. Þá flytur Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis­, orku­ og loftslagsmála, erindi og tekur þátt í umræðum í lok fyrri ráðstefnudags með Vincent Doumeizel, framkvæmdastjóra hjá Sameinuðu þjóðunum og Paul Dobbins, sem er í forsvari fyrir stærstu náttúruverndarsamtök heims, World Wildlife Fund. Dagskrá ráðstefnunnar er byggð upp á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en óhætt er að segja að rækt og vinnsla þörunga á heimsvísu tengist fjölda markmiðanna beint. „Hér er um að ræða fyrstu alþjóðlegu þörungaráðstefnuna sem haldin er hér á landi. Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka þörungafélaga og unnin í samstarfi við evrópsku þörungasamtökin EABA. Hvatinn að ráðstefnunni kemur frá meðlimum Samtaka þörungafélaga með það að markmiði að kynna stöðu og framtíðarmöguleika Íslands í framleiðslu smá­ og stórþörunga,“ segir Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga. „Markmið okkar hjá samtökum þörungafélaga er að styðja við kynningu á stöðu og framtíðar möguleikum ræktunar, sjálfbærrar öflunar, vöruþróun, fræðslu, nýsköpun og sölu íslenskra þörungaafurða. Ísland hefur einstaka möguleika vegna sinna náttúruauðlinda sem snýr að aðgangi að hreinu ferskvatni og sjó, jarðvarma og grænni raforku,“ segir Sigurður. Sigurður segir hér á landi þegar hafa byggst upp öfluga starfsemi í smáþörungavinnslu með möguleika á að eflast frekar og styrkjast. „Stærsti hluti þörungaframleiðslu á heimsvísu er á sviði ræktunar og sjálfbærrar öflunar sjávarþörunga, og engin framleiðsla sjávarpróteina hefur vaxið viðlíka hratt á heimsvísu. Þorvaldur B. Arnarson thorvaldur@bondi.is Á dögunum var gengið frá ráðningu nýs forstjóra Sæbýlis, sem elur sæeyru í eldisstöð félagsins á Reykjanesi. Sæeyru eru ein verðmætasta eldistegund heims og fyrirtækið stefnir á margföldun framleiðslu sinnar á næstu árum. Blaðamaður spyr viðmælanda, að góðum íslenskum sið, hver sé eiginlega manneskjan og hverra manna hún sé. „Ég er fædd í Keflavík en flutti á fjórða aldursári í Setbergið í Hafnarfirði þar sem ég bjó til að verða tvítug, þannig að ég lít á mig sem Gaflara. Ég er næstyngst úr hópi fjögurra systkina,“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Foreldrar mínir koma utan af landi; pabbi er úr Eyjum og mamma að norðan frá Dalvík. Þau voru mjög dugleg að fara með mig og systkini mín bæði til Eyja og Dalvíkur að heimsækja ömmur og afa, frænkur og frændur, þannig að bæði Vestmannaeyjar og Dalvík eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég á margar kærar minningar úr barnæsku þaðan,“ bætir Vala við. Skyndiákvörðun í Asíureisu „Ég fór í framhaldsskóla í Fjöl­ brautaskóla Garðabæjar. Á öðru ári fór ég sem skiptinemi til Þýska­ lands í eitt ár. Þar öðlaðist ég alveg frábæra reynslu sem víkkaði sjóndeildarhringinn töluvert. Svo virðist sem ég hafi fengið einhvers konar Þýskalandsbakteríu, en ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef farið til Þýskalands. Þýskaland er mjög vanmetinn áætlunarstaður fyrir íslenska ferðalanga en þar er frábært að vera á sumrin og ótalmörg falleg smáþorp sem vert er að heimsækja,“ segir Vala. Eftir útskrift úr framhaldsskóla þyrsti hana í frekari reynslu utan landsteinanna, svo hún ákvað að taka sér árshlé frá skóla til að fara í bakpokaferðalag til Asíu. „Hálft árið fór í að vinna og safna mér fyrir ferðinni og svo fór ég til Asíu í fjóra mánuði. Ég heimsótti Kína, Hong Kong, Kambódíu, Víetnam og Taíland. Fyrir brottför frá Íslandi átti ég aðeins bókað flug til Kína og svo aftur heim fjórum mánuðum seinna frá Taílandi. Út í óvissuna fór ég og það var virkilega skemmtileg en einnig oft og tíðum krefjandi reynsla að ferðast aðeins með bakpokann og ferðahandbækurnar að vopni í gegnum fjarlægar og mjög svo ókunnar slóðir. Þetta var fyrir tíð snjallsímanna þannig það var ekki hægt að kveikja á „Google maps“ ef maður villtist og ef hringja þurfti heim voru aðeins svokölluð internetkaffihús í boði. Það var einmitt á einu slíku þar sem ég í raun neyddist til að ákveða hvaða nám ég ætlaði að stunda í háskólanum við heimkomu. Fresturinn var alveg að renna út og ég enn óviss um hvaða nám skyldi verða fyrir valinu. Hálfgerð flýtiákvörðun á einstaklega hægu interneti á internetkaffihúsi í Víetnam varð þess valdandi að stjórnmálafræði varð fyrir valinu,“ segir Vala. Lögfræðin lokkaði Eftir fyrsta árið í náminu varð henni hins vegar ljóst að námið átti ekki vel við hana. „Þá kom lögfræðin eitthvað svo sterkt til mín og því lá leið mín í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Námið lá vel fyrir mér þar sem ég er einstaklega skipulögð og rökföst. Þetta var mikil gæfuákvörðun því þar hitti ég marga af mínum nánustu vinum í dag. Ævintýraþráin var samt ekki langt undan og tók ég eina önn við Bucerius Law School í Hamborg, Þýskalandi,“ segir Vala. „Á þeim tíma sem ég var að útskrifast úr lögfræðinni var verið að loka flestum slitastjórnum sem settar voru upp eftir hrun bankanna. Þá myndaðist hálfpartinn offramboð á lögfræðingum og því erfitt fyrir nýútskrifaðan og hálfreynslulausan lögfræðing að fá vinnu. Þá sá ég starfsauglýsingu frá 66°Norður þar sem þau voru að leita að verslunarstjóra í verslun sína í Bankastrætinu. Þar sem ég hef mikinn áhuga á útivist og alltaf langað að efla þekkingu mína á rekstri ákvað ég að slá til og sækja um – þrátt fyrir að hafa aldrei unnið í verslun áður. Blaut á bak við eyrun fékk ég starfið sem reyndist dýrmæt reynsla þar sem ég starfaði með mjög öflugum og metnaðarfullum hópi fólks. Vegna frábærs árangurs teymisins míns í Bankastræti fékk ég stöðuhækkun og tók við sem sölu­ og rekstrarstjóri allra verslana 66°Norður á Íslandi, sem þá voru 12 talsins. Síðar stökk ég á tækifæri að fara til Landsvirkjunar þar sem ég starfaði sem viðskiptaþróunarstjóri. Þar bar ég ábyrgð á að skapa tækifæri fyrir mögulega viðskiptavini Landsvirkjunar. Í því fólst að fara að hjálpa til við byggðarþróun en einnig að fara mikið út fyrir landsteinana og kynna Ísland sem áhugaverðan valkost fyrir orkutengda starfsemi. Nú er ég komin til Sæbýlis sem er einstaklega spennandi fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika. Saga fyrirtækisins talar sérstaklega til mín en þrautseigja og atorkusemi einkennir uppbyggingu Sæbýlis,“ segir Vala. Seltjarnarnesið er sveit í borg Vala er gift Guðmundi Hallgríms syni fasteignasala, og samtals eiga hjónin fjögur börn. „Það er því alltaf stuð á stóra heimilinu okkar. Við búum á Seltjarnarnesi og unum okkur vel þar. Við enduðum þar fyrir hálfgerða slysni, enda á hvorugt okkar rætur þangað að sækja. Við bjuggum í Vesturbænum en vildum stækka við okkur. Ný kona í brúnni hjá Sæbýli Sigri er sérhannaður slátturprammi Isea-þörungavinnslu við Stykkishólm. Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga. Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.