Úrval - 01.05.1967, Page 73

Úrval - 01.05.1967, Page 73
SJæja, nú hafa fréttirnar verið opinberlega birtar: Bifreiðaframleiðendur í Detroit munu fram- leiða rafknúinn bíl. Sýnishorn hafa þegar verið fram- leidd í tilraunaskyni og er þegar far- ið að aka þeim í tilraunaakstri. Inn- an 5-10 ára munu nýju rafmagns- bílarnir verða komnir á almennan markað. Ein helzta ástæðan fyrir þessari endurkomu rafmagnsbílsins, er loft- eitrunin þ.e. sívaxandi ský eitraðra lofttegunda og sóts, sem svífur nú stöðugt yfir meira en 7000 banda- rískum stórborgum, borgum og bæj- um. Og þessi risavaxni, óhreini, „reykbaugur" er ekki aðeins til leið- inda. Margir álíta, að hann eigi að minnsta kosti nokkurn þátt í hinum sífjölgandi dauðsföllum af völdum sjúkdóma í öndunarfærum, lungna- krabbameins, lungnaþembu og „krónisks bronkítis“ (lungnakvefs). Benzínvélar valda um helmingi þessa mikla reyk- og sótmagns í loftinu. Og ástandið versnar með hverjum deginum. Sérfræðingar spá því, að árið 1980 muni bílarnir spúa frá sér tvöföldu magni þess eiturefn- is, sem þeir spjóu upp í loftið árið 1960, nema eitthvað sé gert í mál- inu. Nú er verið að setja útbúnað á marga bíla til þess að draga úr eitr- uðum loftútblæstri, og mun þetta hjálpa mikið til. En það væri jafn- vel miklu betra, að teknir yrðu í notkun bílar, sem hefðu alls engan útblástur. Og helzti frambjóðand- inn er það hinn hreini, hljóðláti og einfaldi rafmagnsbíll. Framleiðendur byrjuðu að gera tilraunir með framleiðslu slíkra bíla þegar á árinu 1958. Það, sem þeir þörfnuðust, var orkugjafi, sem gæti geymt eða framleitt nægilegt raf- magn til þess að knýja rafmagnsbíl áfram alllanga vegalengd, þ. e. Hvað er að frétta af nýja raímagns- bílnum? Popular Science Monthley Ei'tir C. P. Gilmore Rafknúði bíllinn er alls ekki ný hugmynd. Hinir virðulegu rafmagnsbílar voru vinsælir fyrir um hálfri öld. En það var e'cnn geysilegur galli á þeim, scm réð niðurlöugm þeirra á þeim tíma. Þeir höfðu aðeins orku til mjög stutts aksturs í einu. þannig að hann yrði hagkvæmur í rekstri. Og nú er sá bíll kominn: Hin nýja sodium-brennisteins raf- hlaða býr yfir fimmtánfaldri orku hinnar gamalkunnu blýsýruraf- hlöðu, sem kemur bílnum þínum í gang á morgnana. Fyrirtækið Gulton Industries í Metuchen i New Jerseyfylki hefur framleitt „lithiumsellu“, sem hefur tífalda orku blýsýrusellunnar og mun kannske sá sextugfaldri þeirri orku, þegar frekari endurbætur hafa verið gerðar á henni. Fyrirtækin Leesona Moos Labora- tories í Great Neck í New York- fylki og General Atomic Divsion hjá General Dynamics (þ. e. kjarnorku- deild þess fyrirtækis) eru nú að vinna að rannsóknum á kraftmikl- um zinkloftsrafhlöðum. Chrysler bílaverksmiðjurnar vinna nú að því að framleiða eld- neytissellur, orkugjafa geimaldar- innar, sem framleiddi raforku í Geminigeimförunum og mun gera slíkt hið sama, hvað Apollotungl- förin snertir. í stað þess að geyma orku, nota þessar „sellur“ eldsneyti og breyta því í raforku eftir þörfum. Því er farið með þær eins og benzín- vélarnar. „Sellurnar“ framleiða raf- orku, meðan eldsneytið endist, og það þarf aldrei að hlaða þær að nýju. í General Motors-bílaverksmiðj- unum hefur verið unnið að fram- leiðslu ýmissa tegunda af rafhlöð- um og eldneytissellum undanfarið, og nú er tilraunavörubíll þegar kom- inn í prófakstur hjá þeim. Hann er knúinn áfram af 32 þunn-rafskauta- eldneytissellumódulum, sem fram- ieiddar hafa verið af Union Carbide fyrir General Motors. Hver þessara ,sella“ starfar sem rafhlaða. Hún er Vr, úr þumlungi að þykkt, tekur við vatnsefni og súrefni og gefur frá sér rafmagn og vatn. Vörubíllinn er 125 hestafla, getur farið 70 mílur á 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.