Úrval - 01.01.1968, Side 15
LE MANS GRAND PRIX
13
Þar er ekki aðeins um að ræða
venjulegt íþróttamót á sviði þessar-
ar íþróttar, heldur sannkallaða þol-
raun. Síðustu 4 árin hefur verið æð-
isgengin keppni milli tveggja þátt-
takenda í kappakstri þessum, og
hefur það orðið til þess að magna
æsinguna og eftirvæntinguna um
allan helming. Keppinautar þessir
eru ítalska bílaframleiðslufyrirtæk-
ið Enzo Ferrari og hið fræga Ford
Motor Co., einn helzti bílaframleið-
andi heims. Hinir eldrauðu Ferrari-
bilar voru lengi vel hlutskarpastir
í kappakstri þessum, en árið 1964
hóf Ford Motor Co. þátttöku sína í
kappakstri á löngum leiðum með
einu markmiði og það var að vinna
sigur í Le Mans.
Það gat ekki hjá því farið, að
viðureigninni, milli þessara fyr-
irtækja, yrði lýst sem orrustu milli
Davíðs og Golíats í blöðum Evr-
ópu, samkeppni milli handiðnaðar-
kunnáttu gamla heimsins og hins
jötuneflda tæknivalds nýja heims-
ins. En um þetta atriði hefur einn
af verkfræðingum Fords þó við-
haft eftirfarandi orð: „Maður smíð-
ar aðeins kappakstursbíla á einn
veg . . . á verkstæði, en ekki í risa-
verksmiðju . . . og með höndunum,
en ekki í vélum.“
Það, sem skilur fyrst og fremst
á milli þessara tveggja keppinauta,
eru ástæðurnar fyrir þátttöku þeirra
og tækni sú, sem þeir beita við
undirbúning kappakstursins alls,
svo sem smíði bílanna og annað,
og í sjálfum kappakstrinum. Henry
Ford II. er mikill áhugamaður á
sviði kappaksturs, en samt er vart
hægt að segja, að þetta sé hans
mesta áhugamál. Fordfélagið send-
ir bíla í kappaksturskeppnir í aug-
lýsingaskyni, þ. e. til þess að geta
selt aðra bíla en kappakstursbíla.
(William Reiber, forstjóri fyrir
Fordfélagið í Frakklandi, Ford
France, gerir ráð fyrir því, að 80%
af sölu Mustangbílanna í Fi-akk-
landi megi þakka velgengni Ford-
kappakstursbílanna í kappakstrin-
um í Le Mans).
Enzo Ferrari sendir aftur á móti
bíla sína í kappaksturskeppnir,
vegna þess að það er hið eina, sem
hann hefur áhuga á. Hann gengur
undir virðingarheitinu „II Comm-
endatore" (Yfirforinginn). — Hann
hefur ekki ýkja mikinn áhuga á
hinum 800 Ferraribílum, sem verk-
smiðja hans selur ár hvert. Þar er
um að ræða 10.000 dollara óhófs-
bíla handa auðmönnum og frægu
-fólki. Áhugi Ferrari hefur allur
beinzt að kappaksturskeppnunum,
og þá einkum síðan sonur hans dó
úr blóðkrabba aðeins 24 ára að
aldri. Hann er önnum kafinn við
undirbúning og þátttöku alla daga
vikunnar, einnig á sunnudögum,
allan liðlangan daginn.
Ferrari vann fyrstu tvö einvígin
milli Ferrari og Ford í Le Mans
árin 1964 og 1965, þegar allir Ford-
bílarnir biluðu. En árið 1966 var
röðin komin að Ford að sigra. All-
ir Ferraribílarnir, sem skráðir
höfðu verið til keppninnar, voru
dregnir til baka. Fordbílarnir voru
í fyrsta, öðru og þriðja sæti við úr-
slitin.
Nú í ár var „II Commendatore"
ákveðinn í að hefna sín á Ford fyr-
ir auðmýkinguna, sem Ferrari hafði