Úrval - 01.01.1968, Side 15

Úrval - 01.01.1968, Side 15
LE MANS GRAND PRIX 13 Þar er ekki aðeins um að ræða venjulegt íþróttamót á sviði þessar- ar íþróttar, heldur sannkallaða þol- raun. Síðustu 4 árin hefur verið æð- isgengin keppni milli tveggja þátt- takenda í kappakstri þessum, og hefur það orðið til þess að magna æsinguna og eftirvæntinguna um allan helming. Keppinautar þessir eru ítalska bílaframleiðslufyrirtæk- ið Enzo Ferrari og hið fræga Ford Motor Co., einn helzti bílaframleið- andi heims. Hinir eldrauðu Ferrari- bilar voru lengi vel hlutskarpastir í kappakstri þessum, en árið 1964 hóf Ford Motor Co. þátttöku sína í kappakstri á löngum leiðum með einu markmiði og það var að vinna sigur í Le Mans. Það gat ekki hjá því farið, að viðureigninni, milli þessara fyr- irtækja, yrði lýst sem orrustu milli Davíðs og Golíats í blöðum Evr- ópu, samkeppni milli handiðnaðar- kunnáttu gamla heimsins og hins jötuneflda tæknivalds nýja heims- ins. En um þetta atriði hefur einn af verkfræðingum Fords þó við- haft eftirfarandi orð: „Maður smíð- ar aðeins kappakstursbíla á einn veg . . . á verkstæði, en ekki í risa- verksmiðju . . . og með höndunum, en ekki í vélum.“ Það, sem skilur fyrst og fremst á milli þessara tveggja keppinauta, eru ástæðurnar fyrir þátttöku þeirra og tækni sú, sem þeir beita við undirbúning kappakstursins alls, svo sem smíði bílanna og annað, og í sjálfum kappakstrinum. Henry Ford II. er mikill áhugamaður á sviði kappaksturs, en samt er vart hægt að segja, að þetta sé hans mesta áhugamál. Fordfélagið send- ir bíla í kappaksturskeppnir í aug- lýsingaskyni, þ. e. til þess að geta selt aðra bíla en kappakstursbíla. (William Reiber, forstjóri fyrir Fordfélagið í Frakklandi, Ford France, gerir ráð fyrir því, að 80% af sölu Mustangbílanna í Fi-akk- landi megi þakka velgengni Ford- kappakstursbílanna í kappakstrin- um í Le Mans). Enzo Ferrari sendir aftur á móti bíla sína í kappaksturskeppnir, vegna þess að það er hið eina, sem hann hefur áhuga á. Hann gengur undir virðingarheitinu „II Comm- endatore" (Yfirforinginn). — Hann hefur ekki ýkja mikinn áhuga á hinum 800 Ferraribílum, sem verk- smiðja hans selur ár hvert. Þar er um að ræða 10.000 dollara óhófs- bíla handa auðmönnum og frægu -fólki. Áhugi Ferrari hefur allur beinzt að kappaksturskeppnunum, og þá einkum síðan sonur hans dó úr blóðkrabba aðeins 24 ára að aldri. Hann er önnum kafinn við undirbúning og þátttöku alla daga vikunnar, einnig á sunnudögum, allan liðlangan daginn. Ferrari vann fyrstu tvö einvígin milli Ferrari og Ford í Le Mans árin 1964 og 1965, þegar allir Ford- bílarnir biluðu. En árið 1966 var röðin komin að Ford að sigra. All- ir Ferraribílarnir, sem skráðir höfðu verið til keppninnar, voru dregnir til baka. Fordbílarnir voru í fyrsta, öðru og þriðja sæti við úr- slitin. Nú í ár var „II Commendatore" ákveðinn í að hefna sín á Ford fyr- ir auðmýkinguna, sem Ferrari hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.