Úrval - 01.01.1968, Side 16
14
ÚRVAL
orðið fyrir árið 1966. Bíllinn, sem
átti að færa honum sigur að nýju,
var P-4, ný frumgerð, sem gekk
fyrir 12-strokka 450 hestafla vél. —-
Ferrari framleiðir að vísu enn kraft-
meiri vélar fyrir bíla, sem ætlaðir
eru til venjulegrar notkunar, en
hann reynir alltaf að ná hinu bezta
hlutfalli milli krafts og þyngdar í
kappakstursbílum sínum. P-4 vegur
aðeins 1667% pund, og hemlarnir
vinna betur og hraðar, hann er
þjálari í stýringu og hefur betri
gírkassa en bílar keppinautanna.
Bíll sá, sem Ford sendi til keppn-
innar, Mark IV., var í rauninni
tengdur kaupsýslusjónarmiði fyrir-
tækisins. Vél hans, sem er á marg-
an hátt byggð á grundvelli þeirra
véla, sem Ford notar í bifreiðir til
venjulegrar notkunar, gerði fyrir-
tækinu fært að tengja saman venju-
lega fólksbíla og kappakstursbíla í
auglýsingum sínum. Vélin var yfir
500 hestöfl og gat því farið 15—20
mílum hraðar á klukkustund en
Ferrari á hinum langa, beina kafla
kappakstursleiðarinnar í Le Mans.
En hann vó 2000 pund, og hemlarn-
ir unnu ekki éins fljótt og vel og
þar að auki var stýringin ekki al-
veg eins lipur.
AGI EÐA RINGULREIÐ.
Kappaksturinn árið 1967 fór fram
laugardaginn 10. júní og hófst
klukkan 4 síðdegis. Þegar að því
kom, að kappaksturinn skyldi hefj-
ast, voru Franco Lini, sem stjórn-
aði þátttöku Ferraribílanna, og
Jacque, sem stjórnaði þátttöku bíla
Fords, farnir að eigra taugaóstyrk-
ir fram og aftur nokkrum metrum
frá ráslínunni. Á þessum síðustu
augnablikum áður en keppnin
skyldi hefjast, kom mismunur lið-
anna tveggja einna skýrast í Ijós.
Það ríkti góður agi í liði Fords,
sem var mjög vel starfhæft. Liðs-
menn fengu í hendurnar fjölritað
blað á hverjum morgni með fyrir-
skipunum um. hvað gera skyldi
þann daginn og hvernig skyldi
framkvæma það. Viðgerðarmenn-
irnir höfðu raðað verkfærum sín-
um af mikilli nákvæmni á vinnu-
borðin við hverja viðgerðargryfju.
Það minnti á undirbúning, undir
uppskurð. Slík var nákvæmnin. Á
bak við verkfærin gat að líta stafla
af varahjólbörðum, og var hver
hjólbarði merktur með nafni bif-
reiðarinnar, sem hann var ætlaður
fyrir, t. d. „Bíll nr. 2, HF (hægra
framhjól).
Athafnasvæði Ferrari var nokkr-
ur hundruð metrum í burtu. — Þar
ríkti ringulreið hin mesta. Það var
sem svæðið væri smækkuð útgáfa
af ítölsku borginni Napólí með allri
hennar ringulreið, hávaða og töfr-
um. Bifvélavirkjar í eldrauðum
samfestingum með Ferrarimerkinu
í (tryllingslegum, svörtum graðfola)
ýttu, stjökuðu og hrópuðu. Þar lá
allt í einni kös, verkfæri, tuskur,
varahlutir og hjólbarðar. Það ríkti
að vísu ringulreið á yfirborðinu, en
undir yfirborðinu leyndist stórkost-
leg hæfni, sem þeir höfðu tileinkað
sér í kappaksturskeppnum í Le
Mans í samfleytt 18 ár.
Þeir Lini og Passino fóru enn á
ný yfir áætlanif sínar. Bardagaað-
ferð Lini var einföld. Hann ætlaði
að ]áta Ferraribílana fylgja Ford-