Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 20

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 20
13 ÚRVAL ar úr bílum úti um allar trissur á 300 metra löngum kafla.“ BREYTTAR BARDAGAAÐFERÐIR. 30 mínútum áður hafði Passino talið sér sigurinn algerlega vísan. En nú skildi hann, að nú lék orðið mikill vafi á því, að þeir myndu bera sigur úr býtum. Hann hafði misst 3 bíla úr keppninni, nr. 57 löngu áður og nr. 2, sem var enn við viðgerðargryfjuna, þar sem ver- ið var að gera við kúplinguna. „Seg- ið Foyt að hægja ferðina og taka umferðina á 3 mínútum og 50 sek- úndum,“ skipaði hann. „Ef eitthvað illt hendir hann, þá erum við ör- uggir um að ná ekki fyrsta sæti.“ Það ríkti mikill fögnuður í gryfj- um þeirra Ferrarimanna. Nú fylgdu þrír rauðir Ferraribílar líkt og hungraðir hákarlar fast á eftir Ford- bílnum, sem hafði forystuna. Það breiddist bros yfir andlit hans að nýju. Hann ákvað að leggja til at- lögu, strax og sólin kæmi upp. Ludo- vico Scarfiotti, ökumanninum á fremsta Ferraribílnum, var skip- að að byrja nú að taka umferðina á 3 mínútum og 30 sekúndum. Scarfiotti elti Fordbílinn eins og skugginn hans. Nú var hann alveg fast fyrir aftan hann. Þessi eltingar- leikur tók að þreyta ökumanninn á Fordbílnum. En klukkan 10.10 kom Scarfiotti með slæmar fréttir. „Ak- brautin er öll orðin útötuð í olíu,“ sagði hann. Lini sagði Mike Parkes, ökumanninum, sem ók bílnum á móti Scarfiotti, að hægja aðeins ferðina, þangað til olían á brautinni hefði þornað. Klukkan 11 f. h. voru 39 bílar úr leik, en eftir voru aðeins 16, þar af 2 Fordbílar og 2 Ferraribíiar. Lini vissi ekki, að Passino hafði skipað ökumanninum á fremsta Fordbílnum að hægja allmikið ferð- ina, og því hélt hann, að það væri eitthvað að bílnum. „Við verðum á undan,“ sagði hann um hádegið. ÁRANGURSLAUS VIÐLEITNI. Nú stanzaði Parkes, og Scarfiotti tók við stjórninni. Undanfarinn klukkutíma hafði hann verið nudd- aður, en hann var náfölur og titr- andi af taugaáreyslu og þreytu. Nú var Fordbíllinn ekki 7 umferðum á undan heldur aðeins rúmum fjórum, en það tók meira en 12 mínútur að fara 4 umferðir. Scarfiotti yrði því að ljúka umferðinni á minna en 3 mínútum og 30 sekúndum, ætti hann að hafa nokkurn möguleika á því að ná Fordbílnum. Lini sagði hon- um að reyna þetta. Klukkan 2 var Fordbíllinn aðeins tæpum 4 umferðum á undan. Nú tók Mike Parkes við stjórninni af Scarfiotti, sem slengdi sér úttaugað- ur í stól. Hann var of þreyttur til þess að láta sig það einhverju skipta, hvað væri að gerast. Nokkrum mín- útum síðar var fremsta Fordbíln- um ekið upp að gryfju sinni. Og þá kom upp algerlega órökstuddur orðrómur á áhorfendapöllum þeirra Ferrarimanna. „Hann er bilaður!" hafði einhver hrópað, og það nægði til þess að koma orðrómnum af stað. En hann var alls ekki bilaður, og brátt tóku stoppúrin að segja nýja sögu. Hinn ofboðslegi hraði Ferr- ariökumannanna var farinn að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.