Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 23
NÆTURLEST TIL CHITTAGONG
21
Við vorum á leið til hersveitar okk-
ar í Chittagong, og við áttum hættu-
lega járnbrautarferð fyrir höndum.
„Ég get ekki boðið ykkur neina
fylgdarmenn", sagði aðstoðarfor-
inginn. „Ég hef ekki neinn mann af-
lögu. En skjöl þessi verða að komast
í hendur yfirforingja okkar hið
allra fyrsta. Við höfum ekki þráð-
laust samband við hann, svo að
ég verð að treysta á ykkur tvo.“
Er hér var komið gangi heims-
styrjaldarinnar, hafði Singapore
þegar fallið og Japanir höfðu þeg-
ar flætt yfir Malakkaskaga. Jap-
önsku hersveitirnar voru nú að
sækja í gegnum Burma og búa sig
undir að ráðast á Assamfylki, hlið-
ið að Indlandi. Auk þessarar ógn-
unar úr austri var um að ræða
aðra ógnun innan sjálfs Indlands,
herskáa uppreisnarmenn, sem
kröfðust tafarlauss sjálfstæðis
Indlandi til handa. Langmestur,
meirihluti Indverja sýndi brezku
stjórninni hollustu, en lítill hópur
manna, sem voru gegnsýrðir af
stjórnmálaofstæki og höfðu sig
mjög í frammi, höfðu jafnvel meiri
andúð á Bretum en hinum japönsku
árásarseggjum.
Bretar höfðu stjórnað lengi í
landinu og vísað öllum umleitun-
um landsmanna um aukið sjálf-
stæði á bug með hroka. Brezku
stjórnarembættismennirnir höfðu
komið fram við Indverja sem yfir-
þjóð gagnvart undirþjóð. Og þetta
hafði valdið því,- að sumir hötuðu
brezku stjórnina af heilum hug. Og
nú voru hafnar óeirðir til stuðn-
ings öxulveldunum. Höfðu þær nú
færzt í aukana og voru farnar að
tefja hinar örvæntingarfullu til-
raunir brezka hersins til viðnáms
gagnvart framsókn Japana í allar
áttir.
Við þurftum að ferðast með næt-
urlest til Chittagong og fara yfir
hið mikla Brahmaputrafljót á leið-
inni. Við venjulegar aðstæður er
þetta 200 mílna tilbreytingarlaus
ferð. En núna bættist við hættan
á því, að við lentum í höndunum á
„goondunum.“ Það voru flokkar ó-
eirðarseggja og spellvirkja, bylting-
armanna og þjófa, sem báru löng
bjúgsverð af þeirri tegund, sem
notuðu eru við uppskeru sykur-
reyrs. Þeir stöðvuðu oft lestir með
alls kyns blekkingum og rændu
síðan og myrtu þá farþega, sem
hvítir voru.
Aðstoðarforinginn var mjög
taugaóstyrkur. „Þessi skjöl hafa að
geyma nöfn þekktra stuðnings-
manna Japana í Chittagong, sem
mynda mundu virka fimmtu her-
deild njósnara og hermdarverka-
manna, ef Japönum tekst að brjót-
ast inn í Indland", sagði hann. „Ég
hef útbúið tvö eintök, svo að .... “
Merking orða hans var augljós.
Dræpu „goondarnir“ annan okkar,
tækist hinum ef til vill að sleppa
undan til Chittagong, ef hann hefði
heppnina með sér.
„MJÓA, RAUÐA LÍNAN.“
N. höfuðsmaður, sem hafði áður
verið teplantekrueigandi, hafði
ekki mikla samúð með sjálfstæð-
isþrá Indverja og skoðaði alla á-
kafa þj óðernissinna sem svikara.
Hann fyrirleit hina geysilegu var-
kárni aðstoðarforingjans og áleit