Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 25
NÆTURLEST TIL CHITTAGONG
23
Á sama augnabliki fann ég, að
einhver greip heijartaki um hand-
legg mér. Ég snarsneri mér við, al-
búinn þess að selja líf mitt dýru
verði. Fyrir framan mig stóð dauð-
hræddur, miðaldra Eurasíumaður,
kynblendingur af ensku og ind-
versku kyni. Hatturinn hans sat
rammskakkt á höfðinu á honum.
Konan hans hnipraði sig saman við
hlið hans. Hún var einnig dauð-
hrædd. „Hjálpið okkur í guðanna
bænum, herra liðsforingi!“ stundi
maðurinn.
„Hvað er á seyði?“
„Goondarnir" hafa ráðist á Evr-
ópumennina, sem eru í lestinni. Þeir
byrjuðu í klefanum næst eimreið-
inni og eru á leiðinni hingað. Við
verðum öll myrt. Hjálpið okkur,
sahib! í guðanna bænum, segið mér
hvað ég á að gera.“
VEIK VON.
Ég var aðeins 22 ára gamall og
hafði egna æfingu í að ná tökum
á æstum manngrúa og róa hann.
Ég gat því ekki svarað honum. Ég
hafði verið fullur sjálfsöryggis og
æðruleysis líkt og N. höfuðsmaður,
en það var eins og allt slíkt hefði
dáið út, um leið og hann gaf upp
öndina. En ég gat ekki viðurkennt
fáfræði mína og ótta, jafnvel ekki
fyrir sjálfum mér. Ég var brezkur
maður, maður, sem tók ákvarðanir.
(Kynblendingurinn hafði líka gefið
það í skyn, er hann ávarpaði mig
sem „sahib“ — húsbónda).
„Fljót, inn í klefann minn!“ Þau
klöngruðust upp í hann. Ég fór á
eftir þeim, læsti hurðum og glugg-
um og settist. Ég vissi alls ekki,
hvað gera skyldi. Ég kveikti í vindl-
ingi og reyndi að láta líta svo út
sem ég væri rólegur. Ég bauð kyn-
blendingnum vindling, en hann
starði bara á mig skilningsvana
augum. Óttinn hafði heltekið hann,
og ekkert annað komst að hjá hon-
um. Ég fann reiði mína vaxa, er ég
virti öskugrátt andlit hans fyrir
mér. Enginn kærir sig um að sjá
sinn eigin veikleika endurspeglast
í andliti annars manns.
Það kvað við geysilegur hávaði!
Það var verið að berja í klefa-
hurðina með öxi, hvert höggið á
fætur öðru. Ég vissi, að hurðin
gæti ekki staðizt þessa árás lengi,
en ég varð rórri, þegar hættu-
stundin var nú komin. Ég velti því
fyrir mér, hvað ég gæti tekið til
bragðs. Ég gat beðið þess, að þeir
brytu upp hurðina og slátruðu okk-
ur, eins og þeir væru vísir til að
gera. Ég gat opnað gluggann og
skotið á þá, eins og N. höfuðsmaður
hafði gert. Ef til vill gæti ég talið
þeim trú um, að lögreglan eða her-
lögreglan væri á leiðinn. Þetta var
veik von, en hún var samt betri en
viss dauði.
Ég reis á fætur gekk að hurðinni.
Kynblendingurinn gerði sér nú
grein fyrir fyrirætlun minni. Hann
stökk að mér, þreif í handlegg
mér og þvældi eitthvað óskiljan-
legt í skelfingu sinni og örvænt-
ingu. Ég hristi hann af mér, og hann
hneig máttlaus niður við svefn-
bekkinn.
Ég opnaði gluggann. Sá, sem hélt
á öxinni, hikaði sem snöggvast við
með öxina reidda og hætti við að
láta hana skella á hurðinni.