Úrval - 01.01.1968, Page 42
40
URVAL
Allt veröur gert til þess að láta tunglfarana finna sem minnst fyrir breyt-
ingunni
mun nú öruggari dvalarstaður,
jörðin eða tunglið?
Ekki mundi neinum verða skota-
skuld úr því að sanna, að jörðin
sé langtum hættulegri.
En nú skulum við athuga hin sál-
rænu áhrif af því að lifa lengi á
þessum svo framandlega hnetti.
Mundi nokkur maður þola það til
lengdar?
Að líkindum mundu ekki allir
menn þola það, en víst er um það
að margir mundu þola það vel.
Gerum ekki of lítið úr aðlögun-
ararhæfni mannssálarinnar. Þær
götur á Manhattan í New York, sem
með réttu mega kallast risagljúfm-,
og neðanjarðarhverfi hennar, sem
mestmegnis eru skrifstofur, líkjast
líklega mjög svo væntanlegri byggð
á tunglinu. Þeir sem þarna eiga
heima, hafa þar fátt fyrir augum,
eða ekkert, sem ekki er af manna-
höndum gert, náttúran er þarna
víðsfjarri. Hvorki má þar sjá neitt
af gróðri jarðarinnar eða bláma
himinsins, hvorki er þar að finna
vinda, regn né vötn eða höf, svo að
menn mundu ekki finna neinn
verulegan mun þó að þeir flyttu
til tunglsins.
Hættan á því að menn trylltust