Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 46
í fyrrasumar clvalclist hópur af hafrannsóknarmönnum, undir
forustu lœlcnis frá Donetsk í Ulcrainu, á botni Svartahafs í
viku. I sumar (1967) hófst tilraun til að fá úr því skorið
hvernig monnum vegni í höfum niðri til lengdar.
Hún á að standa í fimm ár. Þá eiga menn að
hafast við í húsi, sem er eins og hólkur í
laginu og er á 10 —1.2 metra dýpi.
Auðæfi
hafdjúpanna
Hafrannsóknarskip
Rússa, spengileg og
fríð og afar vel útbúin,
ösla nú úthöf hnattar-
ins: Kyrrahaf, Ind-
landshaf og Atlantshaf. En í land-
inu heima er unnið að því af kappi
að fullkomna kúlur, sem hafa skal
til rannsókna á lífinu í höfunum
við strendur Sovétríkjanna. í fyrra-
sumar dvaldist hópur af hafrann-
sóknarmönnum, undir forustu
læknis frá Donetsk í Ukrainu, á
botni Svartahafs í viku. í sumar
(1967) hófst tilraun til að fá úr því
skorið hvernig mönnum vegni í
höfum niðri til lengdar. Hún á að
standa í fimm ár. Þá eiga menn að
hafast við í húsi, sem er eins og
hólkur í laginu og er á 10 — 12
metra dýpi. Þeir munu vera þar
fjórir í einu, og skiptast á, og segj-
ast þeir búast við að geta starfað
þarna engu miður en þó í rann-
sóknastofu á landi væri. í Odessa,
Sevastopol og öðrum suðlægum
borgum eru rússneskir vísinda-
menn að gera athuganir á höfr-
ungum, og sumir þeirra segja í
alvöru, að einhverntíma muni sá
dagur renna upp, er þessi merki-
lega skepna verði þjálfuð til að að-
stoða Rússa í viðleitni þeirra til
að vinna auðæfi úr djúpi hafsins,
stunda þar ræktun og hagnýta
námur.
Þess var æskt af stjórninni í
Möskva, að henni yrði seldur
tveggja manna kafbátur, banda-
rískur, sem smíðaður var hjá
Electric Boat Division of General
Dynamics. Báturinn, sem falazt var
Science Digest