Úrval - 01.01.1968, Síða 48
46
ÚRVAL
þær kraka. Mennirnir, sem stjórna
þessu, munu sjá í sjónvarpi hvern-
ig umhorfs er niðri á botni, og
hvað vélin er að hafast að, og
munu þeir geta stjórnað henni eftir
þörfum. Rússar hafa einnig gert
sér hús, til að hafa á sjávarbotni,
það var byggt í Moskva og stjórn-
uðu smíðinni rússneskir haffræð-
ingar og er það h.u.b. 20 m. á lengd,
en 2—3 á breidd. Þó að ekki sé
gert ráð fyrir að það þoli hvað sem
fyrir kann að koma né heldur sé
þess að vænta að það endist lengi,
mun vera hættulítið að búa í því
fyrst um sinn.
Það er framtíðaráætlun Rússa að
þurfa ekki framar á vél slíkri sem
sagt var frá hér að framan, að
Rússar leggja milcla áherzlu á að
kanna undirdjúpin og er aðalverk-
svið þeirra við Svartahaf.
halda, heldur er það tilætlunin að
koma sér svo vel fyrir á hafsbotni,
að þar verði líft um lengri tíma,
stunda þar námugröft og efna-
vinnslu. Svo segir dr. Lev A.
Zenkevich, forseti Hafrannsókna-
stofnunarinnar: „Ég held ekki að
nokkru sinni komi að því að menn
kjósi að dveljast á hafsbotni til
langframa. En það verður unnt að
gera þeim skammvinna dvöl á hafs-
botni þolanlega, skammvinna en þó
nógu langa til þess að afkasta vís-
indarannsóknum, námugreftri og
öðru, og einnig til að hvílast.“
Það þykir Rússum mikill heið-
ur að sjálfur Lenin skuli hafa orð-
ið fyrstur manna til að koma á fót
hafrannsóknum í Sovétríkjunum.
Árið 1921, þegar síðustu orrustunni
var ekki lokið, og landið allt í rúst,
gaf hann út fyrirskipun um að
koma skyldi á laggirnar því sem
hann kallaði: Fljótandi hafrann-
sóknarstofnun. Það átti að vera að-
alhlutverk þessarar stofnunar að
rannsaka strendur Rússland, sem
vissu að Hvítahafi, og alla leið til
Beringssunds. Snekkja sú hin mikla,
sem kallaðist Persei, var miðstöð
þessarar rannsókna.
Hafrannsóknastofnunin er þrosk-
vænlegt afkvæmi Hinnar fljótandi
hafrannsóknastofnunar. í stað Per-
sei gamla er nú komið miklu full-
komnara skip, Vityas, en auk þess
hafa Rússar Mikhail Lomonosov og
Zaria, auk annarra skipa. Hið síð-
asta, sem má heita nýsmíðað, hefur
svo fullkomnar rannsóknastofur, að
allt er þar samkvæmt allra nýjustu
tækni og vísindum. Það heitir Aka-
demik Kurchatov.