Úrval - 01.01.1968, Síða 50
48
URVAL
Rannsóknarstofa í Hvítahafi, eins og tóilcnarinn hugsar sér hana.
velt er að komast að, er hvergi
nærri hagnýtt til fulls, og að fjöldi
af gull- og platíum- og demants-
námum við strendur Suður-Afríku
bíður þess að verða nytjaður, svo
sem og zirkoníum- og titaníum-
námur við strendur Ástralíu, og
vanadínumnámurnar í hafinu fyrir
landi í Japan.
En þegar sovézkir vísindamenn
leiða talið að mangannámum þeim,
sem þeir vita af neðansjávar, þá
hækkar heldur á þeim brúnin.
Þessar námur eru á dýpsta dýpi
hafsins, en minna af þeim á grunn-
sævi. Og er því ekki ennþá nein
tækni fyrir hendi sem leyfi að þær
séu nýttar. Af mangan er álitið að
til séu milli 350 og 400 milljarðar
tonna. Málmur þessi finnst sam-
bræddur í hellu og er hver hella
frá einum til 20 kúbiksentimetrum
að stærð. í sumum af þessum hell-
um .er kjarni af blágrýti og vikri
og hákarlstennur innan um, en hitt,
sem er frá 20% til 45%, er hreint
mangan.
í þessum hellum finnast einnig,
svo sem sovéskir vísindamenn hafa
bent á, talsvert af járni, en einnig
kopar, nikkel, kóbalt, alúmín, bar-
íum, bismút, beryll, kadmíum, blý,
magnesía, vanadíum og zink. Ekki
mun þurfa djúpt að grafa í sjávar-