Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 51
AUÐÆFI HAFDJÚPANNA
49
botninn, því námurnar eru á yfir-
borði hans.
Nú eru Rússar að koma upp neð-
ans j á var olíuvinnslustöðvum við
Sakhalín auk þeirra sem fyrir eru
á landi, en svo segja rússneskir
jarðfræðingar, að þar hafi fundizt
afar mikið af steinolíu, sem nú á
að fara að vinna. Sovézkir vísinda-
menn segja að miklar málmnámur
hafi fundizt neðansjávar úti fyrir
ströndum Kamtsjaka og Kúrileyja,
og reyndar meðfram allri strand-
lengju Okotskahafs og Japanshafs,
en þar segja þeir vera á hafsbotni
miklar námur af gulli, tini, zirkon-
íum, og fleiri verðmætum málmum.
Vísindamenn sem starfa þarna svo
langt austur frá, kvarta undan því
að stjórnin í Moskvu búi ekki nógu
vel í haginn fyrir þá. í ágúst í sum-
ar heimtuðu fjórir frægir líffræð-
ingar í Vladivostok að borg þeirra
yrði gerð að miðstöð hafrannsókna
í Sovétríkjunum.
Líffræðingar og efnafræðingar
starfa mjög mikið í sambandi við
hafrannsóknir. Hellurnar á hafs-
botni, segja þeir sumir að séu fram
komnar fyrir tilverknað bakteríu
nokkurrar. Ef þetta reynist rétt, og
ef sú baktería finnst og verður
rannsökuð, — þær eru reyndar
fleiri en ein — þá kynni að mega
framleiða miklu meira af þessum
verðmætu jarðlögum, nóg til að
mæta þörfum mannkynsins um ó-
fyrirsjáanlegan tíma, eða ævinlega.
Á fundi efnafræðinga í Moskvu, þar
sem rætt var um efnafræði úthaf-
anna, lagði próf. S. C. Bruyevich,
sem starfar við Hafrannsóknastofn-
unina, fram skýrslu, sem skyldi
færa sönnur á það að meira en
helmingur allra frumefna sé til í
sjóvatni, „en hingað til hefur ekki
verið unnt að vinna úr því nema
tíu frumefni“. Ef vel væri á hald-
ið, mundi vera leikur að vinna úr
sjónum allt það bróm, sem þörf er
fyrir, auk magnesíumblanda, til
vinnslu á lyfjum, gervigúmmí, efn-
um sem þola að koma í eld án þess
að brenna, o. fl. o. fl. „Úr sjóvatni
má einnig vinna ágætan áburð, og
meira en fimm kílógrömm úr tonni
af Svartahafsvatni. Hafrannsókna-
stofnunin hefur nú þegar komið
upp tilraunastöð með áburð úr
Svartahafi, sem staðsett er á Krím.
í annarri rannsóknastofnun hefur
sovézkum vísindamanni, sem heitir
A. Davankov, tekizt að vinna gull
úr sjó. Lítið var það að vísu að
magni til, en er þó líklega upphaf
mikilla hluta.
Sovézkir vísindamenn álíta að
bæði jurtir og dýr geti með rækt-
un á þeim stuðlað að vinnslu dýr-
mætra efna úr sjónum. Ef til vill
verður unnt áður en langir tímar
líða, að rækta jurtir sem geta unn-
ið gull, titaníum, og vanadíum, á
svipaðan hátt og brúnþörungar
vinna joð.
Sovézkir hafrannsóknamenn hafa
fundið að í líkama ascidians eru
allt að því 0.5% af vanadíum. í
ostrum er 200 sinnum meira af
kopar en í sjónum, sem þær synda
í. Sovézkur rithöfundur, sem feng-
ið hafði áhuga á málinu, stakk upp
á því að farið yrði að rækta ascidi-
ans og ostrur í þeim tilgangi að
láta þessi dýr vinna málma úr haf-
inu, en auðvitað þyrfti mikið til,