Úrval - 01.01.1968, Page 72
70
ÚRVAL
Útíitsmynd ciflstöövar.
og samgöngur. Þá kemur aðalkafl-
inn í 10 þáttum, er hefst með lýs-
ingu á Þjórsá og aðrennsti í hana.
Hann skiptir Þjórsá í tvennt, Efri-
Þjórsá, sem er um 100 km á lengd
frá upptökum niður að mótum henn-
ar og Tungnaár um 90 km frá sjó,
og Neðri-Þjórsá þaðan til sjávar.
Þá er Tungnaá fúá upptökum í
Vatnajökli um 100 km á lengd með
mörgum stöðuvötnum, Fiskivötnin.
f Tungnaá rennur Kaldakvísl
einnig úr Vatnajökli og fær einnig
aðrennsli úr stóru stöðuvatni, Þóris-
sjó. Vötnin telur hann liggja í 600
m. h. y. s., samkvæmt loftvogarmæl-
ingum hans, en ármótin við Tungna-
á og Þjórsá í 310 m y. s.
Úrkomusvæðið mældist honum
8500 km2. Af því eru 7500 km2 fyr-
ir ofan nefnd ármót. Hefir Þjórsá
af því 2900 km2, en Tungnaá 4600
km2.
Nothæft fali í Neðri-Þjórsá, sem
Sætersmoen tekur til meðferðar, er
frá Klofaey í 236 m h. y. s. og 85
km frá sjó niður fyrir Urriðafoss,
sem er 20 km frá sjó mælt eftir
ánni. Stærstu fossar á þeirri leið
eru Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Haga-
eyjarfoss, Búðafoss, Hestfoss og Urr-
iðafoss. Auk þess er Hrauneyjar-
foss í Tungnaá með nýtanlegri fall-
hæð 96 m.
Vatnshæðarmælingar á gömlu
merki, er Sætersmoen kallar svo,
við Þjórsárholt, fengust fyrsta sum-
arið 1915 óslitið frá 14. júlí til 11.
des., en eftir það var kominn ís við
merkið er raskaði réttri vatnshæð.
Stóð svo fram til aprílloka 1916, en
þá fengust hæðarmælingar samfleytt
frá 1. maí til 30. nóv. Nýtt merki
var sett við Þjórsárholt til vatns-
borðsmælinga frá 1. okt. 1916 óslitið
til 16. des. og síðast óslitið frá 13.
jan. 1917 til loka ágústmánaðar sama
árs.
Á öðru valnshæðarmerki við Haga
eru mælingar frá 9. ágúst 1915 til