Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 77
BÚRFELLSVIRKJUN 1918
75
stöðvar. Er gert ráS fyrir að nota
til þeirra sömu þrýstivatnsæðar, sem
notaðar verða í sjálfri stöðinni síðar
og vélarnar verða einnir notaðar
þar síðar sem hjálparvélar.
Stíflur eru allar gerðar úr stein-
steypu. Blöndunarhlutföll hennar
verða ákveðin síðar, eftir rannsókn-
ir á byggingarefnunum. Sandur er
fáanlegur allsstaðar nálægt virkjun-
arstað.
Flóðgáttir skulu steinlagðar svo
og stíflurnar sjálfar ofan og for-
streymis ásamt stöplum. Stöðvar-
húsin skulu steinsteypt, veggir og
undirstöður járnbent.
Eftir þennan almenna inngang
koma lýsingar á einstökum virkj-
unum með kostnaðaráætlunum. Hér
á eftir verður aðeins rætt um Búr-
fellsvirkjunina. Lýsingin sýnir
þeirra tíma tækni, þ. e. fyrir nær
50 árum.
Búrfellsvirkjun. Ráðgert er að
stifla Þjórsá um Klofaey og nota
fallhæðina þaðan niður fyrir Búr-
fell. Lengd árinnar á þessari leið
er 15 km og fallhæðin 120 m. Af
því er nothæf íallhæð 111 m, sem
er hæðarmismunurinn á vatnsborð-
inu við innntak(hæð 234 m) og í
frárennslisskurði (132 m), við venju-
leg rekstrarskilyrði. A uppdráttum
er með fylgja, 7 talsins, 21—28, má
sjá alla tilhögun í stórum drátt-
um. ^)
Árstíflan við Klofaey er byggð yf-
ir báða ála. Auk þess er inntaks-
stíflan frá hægri bakka, sem veitir
vatninu um 5,8 km langan að-
i) Hér eru aðeins sýndir nokkrir hlut-
ar þeirra, í myndum, er með fylgja.
rennslisskurð með litlum halla til
stöðvarinntaks og þaðan í þrýsti-
vatnshverflanna og undan þeim út
í frárennslisskurð út í Fossá, en hún
rennur í Þjórsá. Virki og vélar eru
gerð fyrir 480 m3/sek. rennsli við
fullraun.
Árstíflan við Klofaey verður í
tveim hlutum. Norðurhlutinn er 280
m langur, en suðurhlutinn 200 m.
Suðurhlutinn liggur um 300 m ofar
en norðurhlutinn. Vatnsborðið við
norðurhlutann er við lágrennsli í
245,0 m hæð, en við suðurhlutann í
246,5 m hæð. Báðir hlutar eru fast-
ar yfirrennslisstíflur með stíflukrónu
í 247,5 m hæð. Við mesta flóð mun
vatnsborðið hækka ofan við stífl-
una upp í 248,5 m hæð, þegar skurð-
urinn er opinn. Þá rennur 1000 m3
á sek. yfir stíflurnar, 500 m3 á sek.
um yfirfall, sem er á skurðbakkan-
um og 500 m3 á sek. gegnum hlera-
gáttir við neðri enda skurðarins.
Sætersmoen segist ekki hafa get-
að framkvæmt jarðlagarannsóknir í
farvegi árinnar þar, sem stíflan á
að standa, en klöpp er á bökkum
árinnar báðum megin. Má því gera
ráð fyrir, að eigi sé langt í hana í
farveginum sjálfum. Stífluna þarf
að sjálfsögðu að grundvalla á klöpp.
Verður því að hreinsa niður á hana
fyrir stíflunni allri. Hærri stíflu-
hlutinn (hinn nyrðri) mun varla
verða yfir 5 m á hæð. Stíflan verð-
ur öll úr steinstypu, steinlögð ofan
og forstreymis.
Aðrennslisskurffurinn liggur frá
hægri bakka Þjórsár. Á fyrstu 1000
m og neðstu 500 m er hann niður-
grafinn, en um miðjuna og á neðri
hlutanum eru lágir, þannig að þar