Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
breikkar vatnsrennslið og verður
allstórt stöðuvatn allt að 500 m á
breidd. Þar sem landið er lægst
verður dýpið um 15 m miðað við
vatnsborð hjá Klofaey. Þar sem
skurðurinn er niðurgrafinn er hann
120 m á breidd í botni. Hæð botns-
ins efst er 245,0 m og lengdarhall-
inn 1:1200. Skurðurinn liggur að
mestu í klöpp, við efri enda hans
er komið fyrir 5 hólklokum þvers-
um, svo loka megi skurðinum. Fjór-
ar þeirra eru 30 m að lengd, en ein
8 m, til fínstillingar. Hólkarnir eru
3 m í þvermál og milli þeirra eru
stöplar með vindum.
Frá árstíflunni við Klofaey og í
áttina til Búrfells er gerður 3900 m
langur varnargarður til þess að
vatnið renni ekki úr skurðinum yf-
ir í Þjórsá aftur. Þessi garður er
úr steinsteypu á fyrstu 1600 m með
krónu í 248,0 m hæð, nema síðustu
200 m eru lægri í hæð 246,9 m og
verður þar yfirfall. Neðri hluti
garðsins um 2300 m er gerður sem
jarðfylling með steinsteypukjarna í
miðju. Kjarninn er allsstaðar graf-
inn niður á fasta klöpp og verður
13 m hár, þar sem hann er hæstur.
Efnið í fyllinguna er skilið, þannig
að. það, sem fíngerðast er, verður
látið innst, en hið stórgerðasta yzt.
Aðrennslisskurðurinn verður 132 m
á breidd í botni neðst og botnhæð
240 m. Verður þá 3 m dýpi í skurð-
inum við venjuleg rekstrarskilyrði.
Neðst í endanum er grafið niður í
230 m hæð. Verður þar renna fyrir
framan stöðvarinntakið.
f stöðvarinntakinu eru 20 inntaks-
hólf hvert fyrir sína þrýstivatnsæð.
í gátt hvers hólfs er varnarrist, er
liggur á bitum, sem eru nægilega
sterkir til þess að bera loku af sér-
stakri gerð, þannig að tæma megi
hvert inntakshólf sérstaklega. Leka-
vatni, sem kynni að safnast, er veitt
burtu um tæmingarrás með renni-
loka.
Varnarristarnar eru settar saman
af flekum, sem eru viðráðanlegi-r
til að taka megi þá upp til eftirlits
og hreinsunar. Er til þessa notaður
bokkkrani, er rennur á spori á inn-
taksþakinu. Framan við aðrennslis-
op hverrar þrýstivatnsæðar er járn-
loka, er rennur á hjólum í grópum
í steypunni til beggja hliða. Er bokk-
kraninn notaður til að hreyfa lok-
urnar. Gert er ráð fyrir að nota
tvo bokka á stíflunni, er renna á
sama sporinu, bæði til vara og til
þess að geta unnið við tvö hólf
samtímis. Gert er ráð fyrir að inn-
takslokurnar séu ekki hreyfðar, ef
vatnsþungi hvílir á þeim. Verður
því að nota sérstaka áfyllingarloku
með. Lekavatni við lokurnar er veitt
í tæmingarrásir inni í stíflunni, hver
með sinn renniloka. Þessar tæming-
arrásir ásamt þeim sem voru aftan
við varnarristarnar, eru allar leidd-
ar saman í frárennslisrásinni í göng-
um í stíflunni, þar sem rennilokun-
um er komið fyrir. Þessi sameigin-
lega rás flytur allt lekavatn niður
Þ rir stífluna á hentugum stað.
Þegar inntakslokurnar eru settar
fyrir, rennur vatnið úr þrýstivatns-
æðunum og verður þá að hleypa
lofti inn í þær til að verjast yfir-
þrýstingi á æðarnar, sem gæti lagt
þær saman. Það er því séð fyrir
loftopum í steypunni, sem ná upp
fyrir stíflukrónu. Eru opin gerð svo