Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 89
86
ÚRVAL
yrði dýrt að sprengja upp mikið
af tómum hólfum og síðan yrði að
taka upp samninga um þau verð-
mæti, sem þaðan björguðust.
Þrátt fyrir þennan pyrrusarsigur
er Solomon bjartsýnn og telur að
Doria verði um síðir bjargað —■
annað hvort með nægjanlega sterk-
um belgjum, sem yrði komið fyrir
í lestum skipsins og síðan blásnir
upp eða með hinu nýja froðuplasti.
Þetta froðuplast er svipað því, sem
notað er við einangrun ísskápa, og
það er hægt að mynda það niður
í hinu sokkna skipi með efnum, sem
látin væru renna niður leiðslur.
Þegar þetta efni harðnaði, þrýsti
það sjónum í burtu, og þar sem
það hefur miklu minni eðlisþyngd
en sjórinn myndi skipið lyftast,
þegar nógu mikið væri komið nið-
ur í það af froðuplastinu.
Það eru fleiri en Solomon þeirr-
ar skoðunar að hægt sé að fleyta
skipinu. Verkfræðifirma það, sem
lyfti Normandí upp af botni Hud-
sons fljótsins í annarri heimsstyrj-
öldinni, það kostaði þá 4 millj. og
500 þús. dollara, eru þeirrar skoð-
unar að björgun sé ekki óhugsandi.
„Þó að aldrei hafi fyrr verið lyft
svo stóru skipi úr svo miklu dýpi,
veitir það engum rétt til gð telja
verltið óframkvæmanlegt", segja
þeir. Spurningin er heldur ekki í
raun og veru um það hvort hægt
sé að bjarga skipinu, heldur hvort
það borgi sig að bjarga því eða
einhverju úr því.
Meðan menn velta vöngum yfir
þessu liggur Andrea Doria á hafs-
botni með öll sín verðmæti, hver,
sem þau kunna svo að reynast vera,
og hún er freistandi þarna, sem hún
liggur, en öldur Atlantshafsins gæta
hennar vel.
Otto Kramer i Frankfurt, sem vinnur á næturvakt, gaf öllum hús-
mæðrum í götunni, sem hann býr við, 32 að tölu, óvenjulega gjöf.
Þar var um að ræða ruslatunnu úr gúmmi, sem ekki munu valda
neinum hávaða, meðan hann sefur.
Women’s News Service.
„Spceldur“ við kvöldveröinn.
Bernard Shaw játaði, að hann hafi aðeins einu sinni orðið orðlaus
á ævinni. Sendisveinn hjá dagblaði hafði komið heim til hans til Þess
að ná í grein eftir Shaw, sem átti að birtast í dagblaðinu. Hinn mikli
rithöfundur sat þá að snæðingi.
Strákur kom inn, leit á disk hinnar þekktu grænmetisætu, síðan á
sjálfa grænmetisætuna og spurði svo: „Ertu alveg nýbúinn eða ertu
alveg að byrja?“
Fjármunir og tími eru Þyngstu byrðar lífsins.
Dr. Samuel Johnson.
Sprengingin
mikla,
sem breytti
veröld
okkar
Eftir Ronald Schiller.
Það getur verið að vísinda-
mönnum hafi nú tekizt að ráða
gátuna um vöggu vestrænnar
mennmgar og hvarf Atlantis,
þegar þeir tóku til að raða
sarnan þeim fáu atriðum, sem
þekkt voru um sprenginguna
miklu, sem, varð í Grikklandi
fyrir S/fOO áruni.