Úrval - 01.01.1968, Side 91

Úrval - 01.01.1968, Side 91
SPRENGINGIN MIKLA, SEM BREYTTI . . . . 89 var fjallið orðið holt innan og féll saman í 600 feta djúpan gíg undir yfirborði sjávar, og olli um leið flóðöldu, sem eyðilagði 250 borgir og drekkti 36000 manns og fleygði skipum tvær mílur upp á land. Hús skulfu í 480 mílna fjarlægð og drun- urnar heyrðust í 2000 mílna fjar- lægð. Sprengingin á Santorini varð með sama hætti, segja vísindamenn, nema þeir halda að hún hafi verið mörgum sinnum öflugri. Þau öfl, sem leystust úr læðingi við hreyfingu loftsins, sem spreng- ingin orsakaði telur Galanopolous að hafi verið sem svaraði þrýst- ingi mörgum hundruðum vetnis- sprengja. Og það sem eftir var af eyjunni, þegar sprengingin sjálf var liðin hjá huldist 100 feta þykku öskulagi. Öskulagið eftir Krakatoa eldgosið var aðeins. eitt fet á þykkt. Vindurinn bar öskuna frá Santor- inieldgosinu yfir 80.000 fermílna svæði, mest til suðaustur, þar sem það finnst enn í fjöruborði sjávar, sumstaðar nokkurra þumlunga þykkt, sumsstaðar margra feta þykkt. Þegar eldfjallið hafði tæmt sig og var orðið holt innan eins og Kraka- toafjallið, féll það saman í gjána, sem undir því var 1200 fet undir sjávarmáli, og orsakaði flóðöldu, sem hefur verið allt að míla á hæð við upptök sín. Flóðaldan ruddist yfir með 200 mílna hraða á klukku- stund, og þegar aldan skall á Krít var hún 100 feta há og hún steypt- ist yfir egypzku óshólmana þremur klukkustundum síðar og kraftur hennar var nægur til að kaffæra hina fornu hafnarborg Ugarit í Sýr- landi, en hún var 640 mílur frá upp- tökum flóðöldunnar. Þessar ætla menn að hafi verið hinar jarðfræðilegu- eða landfræði- legu afleiðingar eldgossins á Sant- orini, en hverjar voru þá hinar menningarlegu afleiðingar þessa eldgoss? FÓLKIÐ, SEM HVARF. Vestræn menning rekur uppruna sinn í siðfræðilegum hugi-ænum og stjórnarfarslegum efnum til hinnar sígildu grísku menningar. Á tíma hins mikla eldgoss í Sanatorini, var Grikkland byggt frumstæðum hel- lenskum þjóðflokki. Hin mikla menning, sem síðar blómstraði þar á í rauninni rætur sínar að rekja til fólks, sem við nefnum Minoana. Þeir hafa verið hartnær milljón að tölu og bjuggu í tylft borga eða svo á Krít, og höfðu einnig bæki- stöðvar á Santorini og öðrum ná- lægum eyjum. Þeir áttu sér not- hæft skrifletur og þeir stunduðu margskonar sport, eins og hnefa- leika glímu og nautaat, þar sem nautabaninn átti að stinga sér yfir horn dýrsins. Þeir notuðu vatnssalerni, loft- kældu hús sín með því að hleypa hreinu lofti inn eftir rásum og þeir bjuggu til geysistóra vasa eða skrautker og stunduðu margskyns skreytilist meðal annars skreyttu þeir veggi sína málverkum, sem þættu hið fegursta veggskraut enn í dag. Sendiherrar þeirra eða am- bassadorar voru í öllum borgum og verzlunarflotinn í öllum höfn- um og þekktum höfum þeirra daga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.