Úrval - 01.01.1968, Page 101
Shaftesbury
lávarður
Eftir E. Royston Plike.
Anthony Asliley Cooper
var elzti sonur sjötta jarlsins
af Shafteshury ocj var fœddur
26. apríl 1801. Þegar faðir
hans lézt, ánð 1851, erfði liann
nafnbótina, ásamt miJclum
auði, löndum og lausum aurum
IIann átti þó enga sæludaga
í œslcu. Faðir hans var
skapharður og kuldalegur við
börnin og stundum miskunar-
laus við leiguliðana, en móðir s
hans var hins vegar í
sífelldum samkvæmum hjá
heldra fólkinu.
^ , Skólapiltur úr hinum
víðfræga Harrowskóla
var a San§* eftir stræti
einu í nágrenninu, þeg-
ar hann heyxði allt í
einu óp og óhljóð úr hliðargötu.
Hann nam staðar til þess að vita
hverju þetta sætti- og sá þá nokkra
menn koma fyrir hornið; þeir báru
líkkistu úr óhefluðum viði. Einn
burðarmannanna hrasaði, hinir rið-
uðu til falls og kistan féll niður á
götuna með þungum dynk. Menn-
irnir böivuðu hástöfum.
Piltinum blöskraði þetta athæfi.
„Er hægt að láta annað eins og
þetta viðgangast af þeirri einni á-
stæðu, að maðurinn sem borinn er
til grafar, var fátækur og vina-
snauður?“ Þannig hugsaði pilturinn
og hann gleymdi aldrei þessu at-
viki. Sjötíu árum seinna, þegar
skólapilturinn var orðinn gamall
maður, var hann á gangi eftir
sama stræti í fylgd með syni yf-
irkennarans í Harrow. „Munið þér
eftir nokkru sérstöku atviki, sem
varð þess valdandi, að þér ákváðuð
að helga líf yðar málstað hinna
fátæku og smáu, eins og þér hafið
gert?“ spurði fylgdarmaðurinn. Það
stóð ekki á svarinu: Atvikið, sem
réði úrslitum, var jarðarför fátæka
mannsins. „Staðurinn, þar sem ég
ákvað að gera málstað hinna fá-
tæku að mínum málstað, er ekki
nema steinsnar héðan.“
ANTHONY ASHLEY COOPER
var elzti sonur sjötta jarlsins af
Shaftesbury og var fæddur 26. apríl
1801. Þegar faðir hans lézt, árið
99