Úrval - 01.01.1968, Síða 108
Eneasarkviða er hið mikla
þjóðlega soc/uljóð Rómverja
hinna fornu og hefur verið litið
á kviðuna, sem bókmennta-
gimstein allt frá því, að hún
kom fyrst út að skipan
Agústínusar keisara að Vergil
látnum, en hann lézt árið 19
fyrir Kristburð.
Eneasarkviða er hið
mikla Þjóðlega söguljóð
'mjíSIZúsgj. Rómverja hinna fornu
Dg hefur verið litið á
kviðuna, sem bók-
menntagimstein allt frá því, að hún
kom fyrst út að skipan Ágúst-
ínusar keisara að Vergil látnum,
en hann lézt árið 19 fyrir Krists-
burð.
Það er nú samt svo, að þessi
hetjukviða, sem ort var til dýrðar
forn — rómverskri dýrkun á hreysti
og heiðri, var ort af hlédrægum,
blíðlyndum og næstum kvenlegum
afburðamanni, sem hafði unnið sér
frægð sem skáld fyrir indæl og
ljóðræn hirðingjaljóð, og var
jnanna ólíklegastur til að hafa uppi
lofsöng um hermennsku.
Publius Vergilius Maro (það er
ekki um nafnið Virgilius að ræða
Eneasarkviða
Vergils
frá þessum tíma, og því ekki rétt að
kalla skáldið Virgil) ■— var fæddur
í nánd við Mantua þann 15. október
árið 70 f. Kr. — sjö árum fyrir burð
Ágústínusar. Hann naut menntun-
ar í æsku, en hið kyrrláta lærdóms-
líf hans, var margrofið af síendur-
teknum borgarastyrjöldum, sem
skóku rómverska heimsveldið á
grunninum, og voru þar heiftar-
legust átökin milli Caesars og
Pompeys og Oktavianusar og Ant-
oníusar.
Þegar Oktavianus hafði náð óskor-
uðum yfirráðum yfir Róm, var
tekið til við að leysa upp hersveit-
ir og fækkað í hernum en það
hafði í för með sér, að land var
tekið af bændum til skipta milli
hermanna, sem sneru heim úr hern-
aðinum. Oktavianus lagði undir sig
stórt landsvæði í Mantuan í þessu
106
100 Great Books