Úrval - 01.01.1968, Page 111
ENESARKVIÐA VERGILS
109
sögu og hún verður mjög ástfang-
inn af Eneusi (Fjórða bókin) —
og það á sér stað einskonar hjóna-
vígsla, sem Venus segir fyrir um.
Mercurius kemur þeirri flugu í höf-
uð Eneusi, að í Afríku sé honum
ekki ætluð framtíðar búseta og
Eneus reynir að laumast á brott,
en Dido kemst að þessu og reynir
á snilldarlegan hátt að telja hon-
um hughvarf, en það mistekst og í
örvæntingu sinni sviptir hún sig
lífi. Það síðasta, sem Eneus sér,
(Fimmta bókin), þegar hann sigl-
ir á brott, er loginn af bálför henn-
ar.
Þessi bók, Fimmta bókin, fjall-
ar um bálfarir og greftrunarsiði og
leiki og fylgir Vergil þar hinni
hómerisku söguljóðagerð.
Við þessa leiki telur Juno hinar
trójönsku konur á það, að kveikja
í skipum Eneusar. Hann missir
fjögur skip en tekst samt að koma
upp seglum og sigla af stað í síð-
asta áfanga ferðarinnar, en skilur
eftir þá, sem þrekminnstir voru af
fylgdarliði hans til að efna til borg-
argerðar á Sikiley. Á leiðinni heim-
sækir hann Völvuna (Sibyl) en hún
talar tungum og segir honum að
hann muni heyja styrjöld á Ítalíu
vegna nýrrar Helenu. Hún ræður
honum til að halda til undirheima
og leita þar uppi Hina gullnu grein,
en hana er nauðsynlegt að hafa í
hendi, ef lifandi maður á að fá að-
gang í Hades eða Undirheimum.
Þegar svo Eneus hefur náð Hinni
gullnu grein, býður valvan honum
að fara yfir ána Styx (Sjötta bók-
in) til Elysians akurins, þar sem
hann muni hitta anda föður síns.
Þarna sér hann einnig mikla við-
hafnarsýningu þeirra sálna, sem
eiga síðar að verða Rómverjar, þar
á meðal Ágústus, og bíða þessar
sálir holdgunar.
Sjötta bókin varpar nokkru ljósi
á trúarskoðanir Vergils sjálfs, sér-
staklega þegar hann lætur Anchises
lýsa fyrir Eneusi að andar séu afl-
gjafar alls í heiminum, en það há-
ir þeim sá efnisheimur, sem þeir
lifa í — þannig er því haldið fram
að andi mannsins sé guðlegur, en
hann sé einnig haldinn slæmum
ástríðum. Hinar óhreinu sálir verð-
ur að hreinsa og þess vegna verð-
ur sálin að ganga í gegnum eins-
konar hreinsunareld. Það eru ekki
nema örfáir andar eða sálir, sem
eru svo lausar við alla synd eða
sekt að ferð þeirra sé að fullu lok-
ið í fyrsta jarðlífi og þessar sálir
búa stöðugt í Elysuium — flestar
sálir verða aftur á móti að taka
sér bólfestu á ný í jarðneskum
líkama og drekka þá fyrst vatn
úr Lethe, en það veldur þeim al-
gerri gleymsku á því, sem liðið er.
Þessi bók (Sjötta bókin) er snjöll
eftirlíking á ferð Ódysseifs til Und-
irheima, sem sagt er frá í 11. bók
Hómerskviðu. Með Sjöttu bók end-
ar fyrri helmingur verksins.
Seinni helmingurinn var ekki
eins að skapi Vergils. Það virðist
eins og hann sé ekki sjálfum sér
nógur, þegar hann er að skrifa
sumar blaðsíðurnar, sérstaklega á
þetta við, þar sem hann fjallar um
orrustur, en þær eru nauðsynlegar
í söguljóðinu. Honum lætur það
verst að lýsa blóðbaði styrjalda en
bezt nýtur hann sín aftur á móti,