Úrval - 01.01.1968, Side 118

Úrval - 01.01.1968, Side 118
116 ÚRVAL Og nú komst hnífur hans í feitari bita en áður. Nú tók hann að ná fjársjóðum upp af hafsbotni. Wagner hafði meiri áhuga á ýms- um gömlum munum og gripum en auðæfunum. Hann heldur því fram, að hvorki hann né neinir aðrir hafi orðið auðugir af afrakstrinum af skipsskrokkunum frá 1715, þótt þeim hafi þegar tekizt að ná upp um 4 milljón dollara virði af pen- ingirni og ýmsum munum af hafs- botni. Það mætti lýsa honum sem hjartagóðum nirfli. Hann er grann- vaxinn og hár hans er orðið hvítt. Með eigin hjálp hefur honum tek- izt að verða sérfræðingur í öllu því, er lýtur að hinu forna nýlenduveldi Spánverja í Ameríku. En samt sleppti hann ekki atvinnu þeirri, er hann hafði í landi, og félagar hans í „Real-8“ gerðu það ekki heldur. Það gekk ekki greiðlega fyrir „Real-8.“ Því hóf félag þetta sam- vinnu við félagsskap einn í Kali- forníu, en hann gekk undir nafn- inu Treasure Salvors, Inc. (Fjár- sjóðabjörgun h. f.) Var samþykkt, að öllu því, sem fyndist, skyldi skipt til helminga milli félaganna tveggja. Treasure Salvors, sem Mel Fisher stjórnaði, hafði nægilegum mannafla á að skipa, og þeir höfðu næg tæki og reynslu til stórfram- kvæmda á þessu sviði. Þar að auki höfðu þeir innan sinna vébanda al- geran snilling á sviði rafeindatækn- innar. Hann hét Ray Field, en málmleitartæki hans voru geysi- lega mikilvæg. En Wagner hafði á hinn bóginn nauðsynleg leyfi í höndum, sem honum höfðu verið veitt af yfirvöldum Floridafylkis, en samkvæmt leyfum þessum hafði hann rétt til þess að bjarga fjár- sjóðum úr strönduðum skipum. Það úir og grúir af alls kyns kortum yfir týnda fjársjóði. Það má jafnvel kaupa þau í verzlunum. En það er samt ekki hægt að leggja af stað í árabát og byrja að bjarga gulli upp af hafsbotni án þess að spyrja nokkurn um leyfi, þ. e. a. s. slíkt er ekki hægt, sé farið löglega að öllu. Fyrst verður að senda um- sókn til fornleifanefndar fylkisins. í umsókn þessari er fylkisyfirvöld- unum skýrt frá því, hvar umsækj- andi álítur, að flakið sé að finna. Síðan munu yfirvölin athuga um- sóknina og velta því fyrir sér, hvort veita skuli umsækjanda leyfi til þess að leita á þessu tiltekna svæði. Það eru miklar líkur til þess, að slíkt leyfi verði alls ekki veitt. í fyrra voru sendar 47 umsóknir um slíka fjársjóðaleit og björgunar- starfsemi, en leyfin, sem veitt voru, urðu samt aðeins 8 talsins. Wagner og félagsskapur hans, „Real-8“ hafa 10 ára leyfissamning, sem tekur til 8 beztu strandsvæð- anna milli Sebastian og Stuart á strönd Florida. Að vísu hafa nokkr- ir aðrir einnig leyfi til þess að leita á svæði þessu. Þeir umsækjendur, sem hafa fengið synjun, eru mjög óánægðir og mótmæla þessari ein- okun, en þeir geta samt ekki bolað sér inn á svæði þetta, jafnvel ekki með leynd. Reyni þeir að synda út til flaks með köfunargrímu og önd- unarpípu, hafa þeir næstum enga möguleika á að finna neitt, sem er nokkurs virði. En festi þeir kaup
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.