Úrval - 01.01.1968, Side 118
116
ÚRVAL
Og nú komst hnífur hans í feitari
bita en áður. Nú tók hann að ná
fjársjóðum upp af hafsbotni.
Wagner hafði meiri áhuga á ýms-
um gömlum munum og gripum en
auðæfunum. Hann heldur því fram,
að hvorki hann né neinir aðrir hafi
orðið auðugir af afrakstrinum af
skipsskrokkunum frá 1715, þótt
þeim hafi þegar tekizt að ná upp
um 4 milljón dollara virði af pen-
ingirni og ýmsum munum af hafs-
botni. Það mætti lýsa honum sem
hjartagóðum nirfli. Hann er grann-
vaxinn og hár hans er orðið hvítt.
Með eigin hjálp hefur honum tek-
izt að verða sérfræðingur í öllu því,
er lýtur að hinu forna nýlenduveldi
Spánverja í Ameríku. En samt
sleppti hann ekki atvinnu þeirri,
er hann hafði í landi, og félagar
hans í „Real-8“ gerðu það ekki
heldur.
Það gekk ekki greiðlega fyrir
„Real-8.“ Því hóf félag þetta sam-
vinnu við félagsskap einn í Kali-
forníu, en hann gekk undir nafn-
inu Treasure Salvors, Inc. (Fjár-
sjóðabjörgun h. f.) Var samþykkt,
að öllu því, sem fyndist, skyldi skipt
til helminga milli félaganna
tveggja. Treasure Salvors, sem Mel
Fisher stjórnaði, hafði nægilegum
mannafla á að skipa, og þeir höfðu
næg tæki og reynslu til stórfram-
kvæmda á þessu sviði. Þar að auki
höfðu þeir innan sinna vébanda al-
geran snilling á sviði rafeindatækn-
innar. Hann hét Ray Field, en
málmleitartæki hans voru geysi-
lega mikilvæg. En Wagner hafði á
hinn bóginn nauðsynleg leyfi í
höndum, sem honum höfðu verið
veitt af yfirvöldum Floridafylkis,
en samkvæmt leyfum þessum hafði
hann rétt til þess að bjarga fjár-
sjóðum úr strönduðum skipum.
Það úir og grúir af alls kyns
kortum yfir týnda fjársjóði. Það
má jafnvel kaupa þau í verzlunum.
En það er samt ekki hægt að leggja
af stað í árabát og byrja að bjarga
gulli upp af hafsbotni án þess að
spyrja nokkurn um leyfi, þ. e. a. s.
slíkt er ekki hægt, sé farið löglega
að öllu. Fyrst verður að senda um-
sókn til fornleifanefndar fylkisins.
í umsókn þessari er fylkisyfirvöld-
unum skýrt frá því, hvar umsækj-
andi álítur, að flakið sé að finna.
Síðan munu yfirvölin athuga um-
sóknina og velta því fyrir sér, hvort
veita skuli umsækjanda leyfi til
þess að leita á þessu tiltekna svæði.
Það eru miklar líkur til þess, að
slíkt leyfi verði alls ekki veitt. í
fyrra voru sendar 47 umsóknir um
slíka fjársjóðaleit og björgunar-
starfsemi, en leyfin, sem veitt voru,
urðu samt aðeins 8 talsins.
Wagner og félagsskapur hans,
„Real-8“ hafa 10 ára leyfissamning,
sem tekur til 8 beztu strandsvæð-
anna milli Sebastian og Stuart á
strönd Florida. Að vísu hafa nokkr-
ir aðrir einnig leyfi til þess að leita
á svæði þessu. Þeir umsækjendur,
sem hafa fengið synjun, eru mjög
óánægðir og mótmæla þessari ein-
okun, en þeir geta samt ekki bolað
sér inn á svæði þetta, jafnvel ekki
með leynd. Reyni þeir að synda út
til flaks með köfunargrímu og önd-
unarpípu, hafa þeir næstum enga
möguleika á að finna neitt, sem
er nokkurs virði. En festi þeir kaup