Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 126
124
fræðslumál. Hann er að hefja
fræðslustarfsemi í stórum stíl í hin-
um frumstæðu þorpum landsins, og
gerir hann þetta með hjálp hersins.
Modir Rousta er gott dæmi um þessa
nýju herkennara. Þetta er tvítugur
maður, laglegur og svarteygður. —
Hann varð að gegna herskyldu eins
og aðrir tvítugir piltar þar í landi,
er fulla heilsu hafa. Fyrst hlaut
hann fjögurra mánaða sérstaka
þjálfun, og síðan varð hann að
kenna í þorpsbarnaskóla í 18 mán-
uði. Þessir herkennarar koma á
laggirnar þorpsskólum eftir því sem
föng eru á hverju sinni, annað hvort
í bænahúsi, tjaldi eða undir heppi-
legu tré. Modir var heppinn, því
að þakklátir þorpsbúar gerðust
sjálfboðaliðar og reistu yfir hann
skólahús úr tígulsteinum með tveim
skólastofum í. Þar kennir hann 31
barni á daginn og um 40 fullorðn-
um á kvöldin. Hann æfir þá í ír-
anska stafrófinu, sem telur 32 stafi
og nefnist Farsi, einföldum lestri
og reikningi og kennir þeim um
hreinlæti og hollustuhætti. Þegar
kennslunni er lokið á daginn, taka
herkennararnir til að yrkja smá
sýningarskika, byggja brú, leggja
nýjan veg, reisa salerni eða almenn-
ingsbaðhús. Lestrarliðið var stofn-
að árið 1963, og síðan hefur það
sent 34.000 slíka unga herkennara
til hinna afskekktustu þorpa í íran,
þar sem þeir hafa náð til 1.700.000
barna og 400.000 fullorðinna. Og
það lofar góðu um árangur af starf-
semi þessari, að 13.000 þessara her-
kennara hafa kosið að halda áfram
kennslu og að á þessu stutta tíma-
bili hafa verið byggð fleiri skóla-
ÚRVAL
hús í fran en á hálfri öld þar á und-
an.
En þriðju meiri háttar umbætur
keisarans valda nú miklu umróti i
íran. Meðan ég dvaldist þar, var
þingið að ræða um róttækasta laga-
frumvarpið, sem lagt hefur verið
fyrir þingið í gervallri sögu þess.
Var þar um að ræða frumvarp til
laga um að gerbreyta lögum um
hjónaband og skilnað, og einkennist
frumvarp þetta af miklu frjálslyndi.
Samkvæmt aldagömlum venjum gat
Múhameðstrúarmaður skilið við
konu sína með því einu að endur-
taka þrisvar sinnum: „Ég skil við
þig“. En nú hafa hin framtakssömu
kvennasamtök aflað meiri laga-
verndar til handa konum en áður
tíðkaðist. Nú verða að vera sérstak-
ar ástæður til skilnaðarins, eignum
hjónanna skal skipt að lögum, og
einnig kveða lög á um yfirráðarétt
vfir börnunum samkvæmt laga-
frumvarpi þessu. Samkvæmt frum-
varpi þessu verður írönskum eigin-
mönnum ekki lengur leyfilegt að
koma með aðra eiginkonu inn á
heimilið, nema sú fyrri samþykki
það.
Konur hafa þegar öðlazt kosninga-
rétt til jafns við karlmenn, og nú
geta þær gert sér vonir um, að of-
angreindar umbætur nái einnig
fram að ganga. Frú Effat Samiian,
formaður íranskra kvenfélagasam-
bandsins, sem telur 10.000 meðlimi,
segir um þetta: „Við klæddumst áð-
ur svörum chadors til þess að hylja
andlit okkar, en nú er svo komið,
að það sitja þegar 6 konur á þingi
og æ fleiri öðlazt viðurkenningu á
sviði kaupsýslu og ýmissa embætt-