Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 127
KÓNUNGLEG BYLTING í ÍRAN
125
isstarfa, og þær fá sömu laun fyrir
sömu vinnu, en í sumum vestræn-
um löndum hefur það síðastnefnda
ekki náð fram að ganga.“
EINN HÚSBÓNDI.
íranska þjóðin er á harðahlaupum
til þess að reyna að ná í 20. öldina,
og í þessari viðleitni sinni hefur
þróazt þar viðskiptastefna, sem ein-
kennist af raunsæi og byggir á hag-
sýninni einni. Stjórnin semur bæði
við kommúnistaríki og vestræn ríki.
Nýlega gerði keisarinn 540 milljón
dollara viðskiptasamning til 5 ára
við Sovétríkin. Samkvæmt samn-
ingi þessum lofa Sovétríkin að reisa
risavaxið stáliðjuver fyrir íran og
auk þess heila samstæðu risavax-
inna verksmiðja til framleiðslu alls
konar verkfæra. Þessu til endur-
gjalds mun íran selja Rússlandi 20
billjón rúmmetra af úrgangsjarð-
gasi, sem flutt verður til Rússlands
eftir 750 mílna leiðslum, sem liggja
þvert yfir íran til Rússlands, en
leiðslur þessar kostuðu 300 milljón-
ir dollara. íran hefur jafnframt
þessu gert samning við bandaríska
fyrirtækið Allied Chemical Corp.,
og þar ekki um neitt smáræði að
ræða. Samkvæmt samningi þessum
mun fyrirtæki þetta reisa 170 millj-
ón dollara verksmiðjubákn í sam-
vinnu við íranskt fjármagn, og mun
bákn þetta vinna alls konar kemisk
efni úr olíu og jarðgasi. Mun þar
verða um eina stærstu verksmiðju
heimsins að ræða, hvað þessa iðn-
grein snertir, og á henni mun síð-
an grundvallast geysimikil fram-
leiðsla tilbúins áburðar, sem mun
ekki aðeins verða til gagns fyrir
íran, heldur einnig fyrir aðrar þjóð-
ir Asíu og Afríku. Keisaranum hef-
ur þannig tekizt að fá fjármagnið
til þess að streyma til uppbyggingar
iðnaðinum, en slíkt er sannkallað
afrek, þegar asísk stjórnarvöld eiga
hlut að máli.
íran nútímans líkist leiksýningu,
þar sem einn maður stjómar öllu
og leikur allt . . . keisarinn. „Hans
hátign er húsbóndinn. Punktur." —
Þessi orð eru höfð eftir farseaíis-
ráðherra Irans. Á öllum opinberum
stöðum má sjá myndir af keisaran-
um og hinni laglegu eiginkonu hans,
keisaraynjunni Farah, sem er 29
ára gömul og þriðja eiginkona hans.
(Hann skildi við hinar tvær, vegna
þess að þeim tókst ekki að ala hon-
um ríkiserfingja). Það er einka-
rekstur í írönsku dagblöðunum, en
þeim er samt ekki frjálst að gagn-
rýna stjórnarvöldin né sýna þeim
mótspyrnu. Þau viðhalda þessari
föðurlegu ímynd keisarans í aug-
um þjóðarinnar. Dagblaðið Tehehan
Journal lýsir ríkisstjórn hans sem
„frjálslyndum absolutisma" og báð-
ir helztu stjórnarflokkarnir styðja
keisarann skilyrðislaust. (Tudeh-
flokkurinn, sem er stjórnað af
kommúnistum, er bannaður). Keis-
arinn er að vísu að búa írönsku
þjóðina undir aukið lýðræði og lýð-
ræðisstjórn, en hann stjómar samt
sem einvaldur, líkt og um væri að
ræða „eins-manns-ríkisstjórn“.
Keisaranum hefur verið sýnt
banatilræði tvisvar sinnum, og
munaði ekki miklu, að tilraunir
þessar heppnuðust, en samt ferðast
keisarinn frjálst og óhindrað um
land sitt. Hann er augsýnilega geysi-