Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 12

Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 12
10 ÚRVAL fiskasafnsins í Iquitros í Perú, en hann er einn af fjölmörgum slíkum fiskútflytjendum við Amazonána, hefur aðra skýringu fram að færa: ,,Það er tækniþróunin, sem hefur þessi áhrif,“ segir hann. „Nú höf- um við vöruflutningaflugvélar með fjórum hreyflum og plastpoka, sem hægt er að flytja fiskinn hraðar og öruggar á markaðinn í en áður var mögulegt. Meira af fiski kemur lifandi í fiskaverzlanirnar, verðin eru lægri, og fleiri fiskaaðdáendur, einkum börn og unglingar, hafa nú efni á þessu tómstundastarfi." Allar tölulegar staðreyndir virð- ast staðfesta, að Mendez hefur rétt fyrir sér. Rétt eftir síðari heims- styrjöldina, þegar útflytjendur sendu fisk í opnum geymum í skip- um, dó um þriðjungur þeirra á leiðinni. Fallegi, litli fiskurinn, sem ber heitið neontetra og er aðeins 114 þumlungur á. lengd, með skar- / latsrauðan maga og glóandi, græn- bláa rák frá augum aftur á sporð, var þá seldur erlendis fyrir allt að 2 dollara stykkið. Nú deyja aðeins tæp 10% af honum í flutningi, og neontetran, sem er ein vinsælasta fiskategundin, er seld á allt niður í 30 cent eftir stærð eða þrír fiskar fyrir dollar. Eg tók nýlega þátt í ósköp venju- legum fisksöfnunarleiðangri með Javier Mendez meðfram Nanay- ánni, nálægt mótum hennar og Amazonfljótsins, til þess að sjá, hvernig þessi furðulega „iðngrein" kemur þessari litlu og viðkvæmu „söluvöru" sinni frá frumskógaám til fiskabúra, sem eru í þúsunda mílna fjarlægð. Er vélbáturinn okkar með utanborðsvélinni sigldi hratt eftir ánni, hlaðinn tómum kössum úr plastkvoðu, útskýrði út- flytjandinn fyrir mér, hvernig þorpsbúar í frumskógunum safna fiskunum. „Aður fyrr veiddu þeir þá í hvað sem var, allt frá ryðgaðri dós til stráhatts, og skiptu á þeim og tau- bút, hníf eða hverju öðru, sem þeir þörfnuðust,“ sagði hann. „Nú fá- um við þeim nylonnet og borgum þeim í reiðufé." Eg spurði Mendez, hvernig hann rataði á þessu frumskógasvæði, þar sem árbakkarnir virðast allir vera eins. „Á ánni getur maður ekki mælt leiðina í mílum,“ svar- aði hann. „Maður telur bugður og beina kafla. Við komumst okkar leið.“ Hann hafði á réttu að standa. Þyrping kofa með stráþökum, er byggðir voru á staurum í ánni rétt við bakkann, komu nú skyndilega í ljós. Og við beygðum í áttina til árbakkans, sem var þakinn leðju. Hlæjandi, brúnleit börn og ungl- ingar hlupu á móti okkur til þess að heilsa okkur. Gamall, ótrúlega hrukkóttur ættarhöfðingi brosti sínu tannlausa brosi, faðmaði okk- ur að sér og bauð okkur að ganga á eftir sér upp hriktandi stiga. Er upp var komið, gengum við inn í hrörlegan kofa. f reykfylltu her- bergi gat að líta glæst altari, þar sem logaði á hálfri tylft kerta frammi fyrir Kristslíkneski. „Þeir eru að biðja um, að það megi lækka í ánni, svo að auðveldara verði að veiða fiskana,“ sagði Mendez við mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.