Úrval - 01.03.1971, Page 20

Úrval - 01.03.1971, Page 20
18 ÚRVAL nýkomnir þangað frá Hollywood til að taka kvikmynd eftir einni af bókum mínum og ég var þar líka. Tallulah hafði engin meðmæla- bréf og heldur enga menntun. Hún var aðeins ung, fersk og falleg og hafði óvenjumikla eftirhermugáfu. Fyrsta verk hennar var að setjast í forsal hótelsins og glápa þar á allt þetta fræga fólk. En rósrjóð fegurð hennar var svo óvenjuleg, að fræga fólkið glápti á móti. Hún trúði stjórnanda okkar, John Em- erson, fyrir því, að hana dreymdi um að verða kvikmyndastjarna og hann lét hana strax fá lítið auka- hlutverk í kvikmyndinni. Tallulah varð yfir sig hrifin, svo hrifin, að við litum í fyrstu á hana sem leik- hússjúkan telpuanga, sem væri svo lagleg, að hún hlyti að vera heimsk. Hún sannfærði okkur fljótlega um hið gagnstæða! Hún kynntist gagnrýnandanum Alexander Woolcott á Algonquin, en hann var þekktur fyrir eitraða tungu sína og skarpan penna. Skömmu seinna lagðist hann svo lágt að bjóða Tallulah á frumsýn- ingu á lélegri kvikmynd, sem var framleidd af einum af hinum svo- nefndu frjálsu framleiðendum. „Ég skil ekki,“ sagði hún, „hvað þeir hafa verið að frelsa sig undan!“ Svona kaldhæðnislegar athuga- semdir urðu seinna til þess, að hún fékk orð fyrir að vera ein fyndn- asta kona heims. HANDAHLAUPÁ PICCADILLY Innan skamms var Tallulah orð- inn miðpunktur bókmenntalega sinnaðs fólks, sem bjó á Algonquin- hótelinu. En hún komst samt ekki jafnhratt áfram í leikhúsunum og einkalífi. Hún fékk smáhlutverk á Broadway, en henni heppnaðist ekki að vekja athygli áhorfenda. Tallulah varð stjarna í Englandi. Stjörnufræðingur ráðlagði henni að fara þangað og þar fékk hún fljót- lega hlutverk í ómerkilegu leikriti, sem hét „Dansararnir“. Fjörlegur leikur hennar varð til þess, að þetta ómerkilega leikrit gekk lengi og var vel sótt. Hún var eftirlæti allra Lundúna aðeins 21 árs. Ég bjó þá í Englandi og hafði því tækifæri til að fylgjast sjálf með ótrúlegum vinsældum Tallulah. Að- dáendur hennar stóðu í biðröð meira en dægur til að fá miða á frumsýningu. Mikið var rætt í stór- borginni um djörf föt hennar, sítt, hunangsgult hárið, mjúkan lima- burð og fjölmarga tilbiðjendur. — Hinn mikilsmetni listamaður, Aug- ust John, málaði mynd af henni. Hún umgekkst aðalsmenn eins og Lloyd George, Beaverbrook lávarð, Ramsay MacDonald og hinn fræga hermann og rithöfund, Lawrence af Arabíu. Einu sinni bauð hún Law- rence ofursta til veizlu á eftirfar- andi forsendum: „Ég ann hugrökk- um mönnum!" „Ef hann hafnar nú boðinu?“ spurði vinkona hennar. „Nei, svo hugrakkur er hann nú ekki,“ drafaði Tallulah. Virðulegir Englendingar nutu ótaminnar lífsorku hennar og hún naut þess að hneyksla þá. Einu sinni fór hún á handahlaupum eft- ir Piccadilly klukkan þrjú um nótt. Hún hélt því sjálf fram, að hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.