Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 37

Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 37
PRÓFESSORINN OG BRÚNKLÆDDA KONAN 35 harðari. Hann sagðist ekki hafa efni á því að krefjast minna en þess bezta, er í okkur byggi. Hann kom orðum að þeirri háleitu hugsjón, sem hafði hvatt flesta okkar til þess að leggja lögfræðina fyrir okkur. Og hann sagði, að æðsta ánægja sín í lífinu hefði verið að sjá nemendur sína verða síðar að snjöllum lögfræðingum, málaflutn- ingsmönnum, dómurum og opinber- um embættismönnum. Hann hélt áfram að tala í þessum dúr. Orð hans einkenndust af fölskvalausri hugsjón hans. Svo gerðist hið óvænta. Hann kom nú að einni af sínum löngu innihaldsríku þögnum, sem höfðu haft svo mikið gildi í skólastof- unni. Hann sneri sér að fallegu brúnklæddu konunni og sagði: „Ég hef verið að lýsa yfir þakk- læti mínu til nemenda minna, starfsbræðra minna og skólans míns. En það er samt örlítið brot af því þakklæti, er fyllir hjarta mitt. Ég get ekki kvatt ykkur alla án þess að nefna það, sem hefur verið þýðingarmesti hluti lífs míns.“ Hann leit niður á klumbufót sinn og virti hann fyrir sér og hélt síð- an áfram. Rödd hans var hás af geðshræringu: „Þrítugur að aldri hitti ég þá fegurstu stúlku, sem ég hafði nokkru sinni séð. Ég var sem þrumulostinn og þrunginn ástar- kennd til hennar á sömu stundu. En ég áleit, að hún mundi ekki líta á slíkan mann sem mig. Móðir Náttúra hafði ekki gætt mig nein- um ytri glæsileikatáknum. Ég þorði jafnvel ekki að velta fyrir mér þeim dirfskufulla möguleika, að ég lýsti tilfinningum mínum fyrir henni. Það eitt að hugsa um hana veitti mér hamingju, og þá ham- ingju veitti ég mér hvert augna- blik. En hún kom því þannig fyrir, að við nálguðumst hvort annað. Á fín- gerðan og tillitssaman hátt skýrði hún mér frá því, að hún vissi um tilfinningar mínar og að hún elsk- aði mig heitar en ég gæti hugsan- lega nokkurn tíma elskað hana. Allt frá því augnabliki hefur líf mitt verið ein samfelld sælustund. Á árum þeim, sem síðan eru lið- in, höfum við eignazt börn og alið þau upp í innilegri hamingju. Hún hefur helgað mér líf sitt og ást sína alveg skilyrðislaust, án þess að henni yrði nokkurn tíma hugsað til erfiðleikanna. Kennsla, ritstörf og lögfræðistörf hafa verið eins konar tímabundin fjarvera, sem var mér bærileg vegna þess eins, að ég vissi, að ég mundi brátt snúa aftur til hennar. Á hverju augna- bliki hef ég fundið til nærveru hennar.“ Rödd hans varð hásari, er hann reyndi að losna við skjálftann, sem kominn var í hana. „Þótt það sé gagnstætt eðli mínu að ræða helg- ustu tilfinningar einkalífs míns op- inberlega, þá verð ég að segja ykk- ur það, er ég kveð ykkur, að ég á alla hamingju mína henni að þakka, að hún hefur. . . . “ Hann sneri sér í áttina til henn- ar og augnaráð hans lauk setning- unni, líkt og orð gætu alls ekki lýst hinum heitu tilfinningum hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.