Úrval - 01.03.1971, Side 46

Úrval - 01.03.1971, Side 46
44 Hvernig gat hann lifað, þegar 85% af húð hans hafði eyðilagzt? Þetta er saga um lœknisfrœðilegt afrek og ótrúlegan viljastyrk. Eldskírn Ríku Ruopsa iku Ruopsa, 36 ára gömlum Finna, sem vann í skipasmíðastöð í Stokkhólmi. fannst sem ekkert óvenjulegt hefði hent hann á lífs- leiðinni og mundi líklega aldrei gera það. Riku harmaði slíkt ekki, þar eð hann hafði fyrir löngu komizt á þá skoðun, að það væri nóg fyrir hvern mann að lifa rólega og á réttan hátt án þess að vera að sletta sér fram í það, sem honum kæmi ekki við. Og þessi harðgerði, ljóshærði Finni lifði enn eftir þeirri megin- reglu, er hann tróð sér inn í þröng- an, dimman, gufuketil á ferjunni „Birger Jarl“ í skipasmíðastöðinni þ. 26. nóvember 1969. Hann hafði lagzt á fjóra fætur og ætlaði að fara að skrúbba ketilinn að innan með steinolíu, þegar neisti kveikti í sam- festingnum hans, sem var allur út- ataður í olíu, og breytti honum i logandi kyndil. Líklega hefur neist- inn komið úr gallaðri snúru á raf- lampanum, sem hann hafði í hendi sér. Oft er það svo, að mannslíkami, sem verður að. báli, finnur ekki strax, hversu eyðilegging eldsins hefur orðið ofboðsleg, eða neitar jafnvel að viðurkenna hana um stund. En fáir menn hafa samt brugðizt við á eins furðulegan hátt og Riku. Hann átti líka eftir að verða furðulegt fyrirbrigði í sögu læknavísindanna og fordæmi hans sannur innblástur öllum þeim, sem „hljóta sár og meiðsl, sem vonlaust er að bæta“, eins og það er orðað. Riku tókst einhvern veginn að skríða þessa fjóra metra að ketil- opinu og troða sér út um það, þótt hann væri í björtu báli. Svo hljóp hann í ljósum logum eftir mjórri, upphækkaðri járnrimlabrú og síðan niður sex feta langan stiga niður í vélarrúmið og æpti: „Gerið eitthvað áður en ég brenn til bana.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.