Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 49

Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 49
ELDSKÍRN RIKU RUOPSA 47 krossviði, en ofan á honum var venjuleg svampdýna. Inn í þennan kassa var svo dælt lofti í gegnum slöngu og hafði það verið þurrkað svo í venjulegri rakaeyðingarvél, að í því var nú aðeins 15% raki, og einnig hitað upp í 37.70 á Celsius. í lok kassans höfðu verið boruð fjöl- mörg, lítil göt, og upp um þau síað- ist loftið og þaðan í gegnum hleypna dýnuna og lak, sem gert var úr laus- ofnu álefni, þannig að nakinn líkami Riku var umlukinn þurrum eyði- merkurhita. Hið hlýja, þurra loft eyddi auðvit- að vatni úr líkama Riku, auk hinna risavöxnu brunasára. Vatnið í lík- ama hans eyddist með svo ævintýra- legum hraða, að það varð að gefa honum um 31 lítra af vökvum næstu 24 stundirnar til þess að bæta upp þetta vökvatap. Auðvelt var að bæta upp þetta vökvatap með því að gefa honum vökva í gegnum hola nál, sem stungið var í æð undir litlu ó- brenndu skinnpjötlunni, sem var eftir á vinstri handlegg hans. En það varð að bæta vökvatapið nákvæm- lega upp. Þar mátti engu skeika, og því var allt rúmið staðsett ofan á svo nákvæmri vog, að hún gat mæit þyngdartap sjúklings við uppguf- un, þó að hún næmi ekki nema 2 grömmum, eða með öðrum orðum þyngd 10 centa penings. Sérfræð- ingur vék ekki frá rúmi Riku. Hann skráði vökvatapið með klukku- stundarfresti og bætti það sam- stundis upp með vökvagjöf í æð. HANN BARÐIST EINS OG HETJA Riku hafði ekki hugmynd um alla þessa baráttu fyrstu 36 stundirnar. Hann bylti sér órólegur í óráði. Honum fannst hann vera orðinn lít- ill drengur, sem lék sér á nýjan leik í dimmu greniskógunum nálægt fæðingarbæ sínum Kemi í norður- hluta Finnlands. Þessar friðéælu minningar milduðu hinar sáru þján- ingar. Þegar hjúkrunarkonurnar komu til þess að skipta um lak í rúminu hans annan morguninn, gerði hann þær steinhissa, þegar hann krafðist þess, að þær hjálpuðu honum fram úr rúminu. Hann vildi fá að stíga í fæturna, sem voru mjög illa brunnir. „Það er auðveldara,“ sagði hann, „heldur en að láta ykk- ur velta mér við.“ Dr. Liljedahl fylgdist brosandi með þessu. Hann var mjög ánægður, er hann varð vitni að þessum viðbrögðum Riku, því að hann hafði lengi verið sann- færður um, að viljinn til þess að lifa, viljinn til þess að berjast væri alveg eins nauðsynlegur fyrir bata og góð læknisfræðileg meðhöndlun. Og hann grunaði, að Riku mundi berjast eins og hetja. Hitarúmið kom að miklu gagni. Og í lok fyrstu vikunnar hafði brún- leitt skæni myndazt á öllum sárun- um. En útlimir hans og liðamót voru svo ofboðslega stirð, að hann gat ekki lengur hreyft þau. Riku tók nú samt að reyna að berjast gegn þessu með hjálp duglegs sjúkraþjálfara, Súsönnu Svartengren að nafni. Með því að ýta fast á og toga í af öllu afli með vissu millibili á hverjum degi, neyddi hún loks hreyfingar- lausa olnboga- og hnjáliði hans til þess að beygja sig um einn til tvo þumlunga. Riku beit á jaxlinn og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.