Úrval - 01.03.1971, Page 63

Úrval - 01.03.1971, Page 63
VÍSBENDING FRÁ LÁTNUM 61 „Sýnið mér föt hins látna,“ sagði dr. Helpern, þegar honum var falið þetta mál. Maðurinn hafði verið í jakka, skyrtu og nærbol. Gat var eftir skotið framan á öllum flíkun- um, en aftan á var aðeins skotgat á nærbolnum. Eftir að kúlan hafði farið í gegnum líkama hins myrta var krafturinn ekki nægilega mik- ill til að bora gat á hinar flíkurn- ar. Því hafði kúlan farið út um bakið. Þetta studdi þau orð sonar- ins, að hann hefði skotið í sjálfs- vörn og honum var sleppt. Þetta vandamál leystist því auðveldlega, þegar einhver hafði augun opin. En það er ekki alltaf svona auð- velt. Það var komið með meðvit- undarlausan mann á sjúkrahús í New York og þar dó hann án þess að komast til meðvitundar átta dög- um seinna. Dr. Helpern krufði manninn, þar sem dauðaorsökin var ókunn. Hann fann ummerki um heilablæðingu og heilahimnubólgu, en ekkert sem tengdi þetta saman. Það kom fram við yfirheyrslur lögreglunnar, að látni maðurinn hafði rifizt við unnustu sína og að hún hafði í reiði sinni stungið hann í augað með litlu skrúfjárni. Dr. Helpern skoðaði aftur augnalok hins látna og nú fann hann örlítið sár, sem hefur verið tíu daga gam- alt, þegar maðurinn lézt. Skrúf- járnið hafði stungizt inn um höfuð- kúpuna rétt við gagnaugað og or- sakað blæðingu, sem sennilega hef- ur ekki fundizt fyrir fyrr en mað- urinn fékk fáum dögum seinna heilahimnubólgu, sem leiddi hann til dauða. NÁLARSTUNGA Dr. Helpern segir að eitthvert dularfyllsta mál, sem hann hefur leyst hafi verið margir malaríu- sjúklingar í New York. Þar að auki kom sjúkdómurinn upp um vetur- inn, þegar engar mýflugur voru til að bera hann og margir menn lét- ust, þótt þeir hefðu aldrei komið á malaríusvæðin í hitabeltinu. Lausnin fannst á krufningaborð- inu. Allir þeir, sem létust voru með ör eftir sprautur. Þeir voru eitur- lyfjaneytendur, sem notuðu sömu sprautuna og meðal þeirra hefur verið einhver, sem hafði smitazt af malaríu í hitabeltinu. Réttarlæknisfræðileg deild New York lögreglunnar er í átta hæða húsi og þar ræður dr. Helpern yfir 130 manns. Eiturdeildinni stjórnar dr. Charles Umberger, en sú deild er einhver bezt búin tækjum af öllum slíkum í heiminum og hefur haft mikil áhrif í mörgum frægum glæpamálum, meðal annars mál- inu gegn dr. Carl Coppolino. Lækn- irinn skrifaði í dánarvottorð konu sinnar, að hún hefði látizt „af blóð- tappa í hjarta", en seinna vaknaði grunur um, að henni hefði verið byrlað eitur. Líkið var grafið upp og dr. Help- ern krufði konuna. Hann fann sprautumerki á vinstri rasskinn og spor í vefjunum þar um sprautu- gjöf. Hann sá einnig að bæði hjarta konunnar og önnur líffæri höfðu verið hraust. Þá fékk dr. Umberg- er líffæri og vefi til rannsóknar og fyrirmæli um að leita að ummerkj- um um eitur — en það er eitthvert
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.