Úrval - 01.03.1971, Page 68

Úrval - 01.03.1971, Page 68
66 ÚRVAL hrópað niður til þeirra, sem stýrðu hjólhvirflunum. Fyrst aðstoðaði Eyres annan mann, en hann tók við stjórninni sjálfur við Erith Reach. Það var fjara og „Alice prin- sessa“ gekk með 11 hnúta hraða móti öflugum strauminum. Hjólin snerust og vélarnar gengu svo hýr- lega. Farþegar á fremra þilfarinu litu í svip mýrarflákana í Kent og Essex, meðan stúlkurnar úr heima- vistarskóla drottningarinnar, sem höfðu einu sinni losnað undan handleiðslu ungfrá Rendal, klöpp- uðu saman lófunum í réttu hlut- falli við dægurlögin, sem hljóm- sveitin lék. Þrjú barna Towsers fengu heimild til að skreppa upp í brúna til Grinsteads skipstjóra. Skipstjórinn sagði börnunum, að þau ættu að fara niður í setustof- una, þegar skipið nálgaðist Tripock Poina, en það er skörp beygja það- an og að Galleons Reach. Frá þeim stað er skömm sigling að Woolwich, en þar ætlaði Towsersfjölskyldan að stíga frá borði. Við Galleons Reach er fljótið um það bil kílómetri að breidd, en þó er viss staður, sem heppilegast er að fara gætilega fram hjá eftir sól- setur. Þá er nefnilega ekki unnt að sjá, hvaða farartæki koma and- spænis, nema af ljóskerum þeirra. Þeir, sem ferðuðust á Tempsá, not- uðu ekki flautumerki til að sýna skipaferðir, en það stakk í stúf við það, sem gert var á öðrum fljótum og sjóleiðum. Grinstead skipstjóri kom auga á ljósker á skipi, sem nálgaðist' kl. 19:30. Skipið var kolaflntningaskip og hét „Bywell Castle“. 1376 brúttó- tonna skip og svo stórt, að stefni þess gnæfði hátt yfir stefni „Alice prinsessu". Hafnsögumaður kola- flutningaskipsins, Christipher Dix, sá samstundis rauðar týrur aftur- ljóskera skemmtiferðaskipsins bera við nesið. Það ríktu að vísu vissar líttþekktar og eldgamlar hefðir um siglingu á Tempsá, en löglegar regl- ur voru engar. Skipin viku blátt áfram í þá átt, sem hentugast var hverju sinni. Dix skildi strax, að flæðið var óhagstætt fyrir „Alice prinsessu“, sem nú var að sigla fyr- ir Tripcock Point og því bjóst hann við því, að skemmtiferðaskipið stefndi til norðurstrandarinnar, en þar er straumurinn veikari, og „Bywell Castle“ hlyti því að stefna til suðurstrandarinnar. En Grinstead skipstjóri stýrði skipi sínu eins og flestir fljótaskip- stjórar gerðu. Hann vildi notá sér rastirnar, sem hleyptu honum áfram gegn flóðstraumnum og því ákvað hann að sigla meðfram suð- urströndinni. Hann hefur víst ekki grunað, að hann rækist þar á ann- að skip. Stórstreymið tók í stefnið, þegar „Alice prinsessa" kom fyrir nesið og skipið stefndi í mitt fljótið í stað þess að halda sig við strendur þess. „Alice prinsessa" hefði slopp- ið fram hjá „Bywell Castle“, ef Grinstead hefði skipað Eyres að stefna að norðurströnd fljótsins. Harmleikurinn hefði aldrei orðið. En Grinstead gaf aldrei þessa fyr- irskipun; „Alice prinsessa" hring- snerist, þegar stórstreymisins hætti að gæta, og stefndi í suður. Stjórn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.