Úrval - 01.03.1971, Side 82

Úrval - 01.03.1971, Side 82
80 ÚRVAL Skipverjar grátbændu yfirfor- ingjann um að snúa við eftir hund- inum, en árangurslaust. — Því, eins og hann sagði: „Hvernig í ósköpunum get ég lagt leiðarbók skipsins fyrir hátt- setta foringja í flotastjórninni, þar sem stæði: „Látið úr höfn klukkan 09.55, snúið við klukkan 10.00 til að ná í hund!“ En nú horfðu skipverjar með óttablandinni ánægju á, að Sind- bad stökk hiklaust í ískaldan sjó- inn af margra metra háum hafnar- garðinum og tók að synda á eftir skipi sínu. Það var þó augljóst að hann myndi aldrei ná á leiðarenda eftir nætursvallið, og foringinn stóðst nú ekki mátið, en sneri við. Og það voru snarar hendur, sem innbyrtu „strandaglópinn". Sindbad gekk því aðeins í land að hann hefði fengið sitt sérstaka landgöngu einkenni, en það var hálsbandið hans. Fengi hann ekki hálsbandið, hélt hann sig þolinmóður um borð, enda þótt hann ætti að minnsta kosti eina tík í hverri höfn. En — þegar hann hafði fengið hálsbandið sitt, hljóp hann án taf- ar í land og beinustu leið á sitt hótel, ruddi sér braut inn í hornið sitt og tilkynnti komu sína með venjulegu bobsi, sem veitingamað- urinn vissi manna mezt, hvað þýddi: Hann átti að setja fyrir hann góðan viskísjúss og bjór til að skola honum niður með. Dveldist veitingamanninum í annríki sínu að sinna Sindbad, gaf hundurinn frá sér langdregið span- gól og fékk þá yfirleitt afgreiðslu með forgangshraði. Greiðslan var örugg, því skips- félagar hans greiddu reikninginn skilvíslega. Oftastnær leitaði Sindbad uppi fleiri en eitt veitingahús til að slökkva þorsta sínum, og plan- leggja ferð sína, áður en hann, styrkur og hress á líkama og sál, leitaði sér að maka. f ástarævintýxum sínum fylgdi Sindbad sérstökum reglum, sem voru hverjum sjentilmanni sæm- andi. Af óskýranlegu innsæi hagaði hann því þannig, að engin önnur tík varð vitni að ástarsambandi hans. Þannig urðu skipverjar vitni að því, að niðri við höfnina skildist hann við eina, stökk svo um borð og beið þar til hún var horfin, en stakk svo af í land aftur til að ná sér í aðra. Skipsfélagar Sindbads gátu sér helzt til, að þetta bæri vitni ein- stæðum klókindum hans. Með þessum hætti losnaði hann við alla óþorfa árekstra og áflog. — Og hver vissi nema hann hefði orð- ið sjónarvottur að innbyrðis, eða aðkomandi átökum meðal hinna tvífættu vina sinna, og dregið sínar ályktanir af því. Nú, eða þá aðeins eigin reynsla. Sindbad var sameign allra skip- verja, átti sína koju aftur í og deildi máltíðum með þeim. Þegar „munstring“ fór fram á þiljum, var hann mættur í röðinni íklæddur eigin björgunarvesti, sér-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.