Úrval - 01.03.1971, Síða 93

Úrval - 01.03.1971, Síða 93
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR 91 fingrunum á örvæntingarfullan hátt inn um skurðsárið og reyndi að ná í botnlangann. En þegar okk- ur hafði loks tekizt að finna hann, hafði kviðarhol herra Polansky þegar saurgazt, og sjálfsöryggi mitt var horfið út í veður og vind. En samt lét George mig halda aðgerð- inni áfram. Að vísu hélt hann um úlnlið mér, er við bundum fyrir og saumuðum að nýju. En það var samt hönd mín, er hélt á tækjun- um. Og tveim tímum eftir að við byrjuðum, var skurðaðgerðinni loks lokið. „Þetta gekk vel,“ sagði George og reyndi sitt ýtrasta til þess að láta þetta hljóma sem það væri sagt af einlægni. „Þakka þér fyrir,“ sagði ég veiklulega. Hjúkrunarkonan hló. Það gleður mig að geta sagt það, að herra Polansky batnaði, enda þótt það kostaði hann alllanga legu og batinn kæmi ekki á alveg eðli- legan hátt. Meltingarvegur hans starfaði ekki eðlilega tvær næstu vikur, og kviðarhol hans þandist óskaplega út. Á samræðufundum, sem við héldum á hverju kvöldi í sjúkrahúsinu, var talað um hann sem „ólétta manninn hans dr. Nol- ens“. Ég eyddi hverri mínútu frítíma míns við sjúkrabeð hans. Ég fann til geysilegrar sektarkenndar. Ábyrgðarkennd mín gagnvart hon- um var alveg yfirþyrmandi. Ég held, að ég hefði hætt við skurð- lækningar fyrir fullt og allt, hefði hann dáið. „ÞÚ ERT EINS OG UXI, SEM VINNUR VIÐ STIGMYLLU, BILL“ Þjálfun skurðlæknis hefst ekki fyrr en eftir að öllum undirbún- ingi er lokið, þ. e. ekki fyrr en eft- ir fjögurra ára undirbúningsnám í háskóla og fjögurra ára nám í læknadeild, sem ungt fólk verður að ljúka til þess að fá sína náms- gráðu. Hin raunverulega skurð- læknisþjálfun er ósköp hægfara þróun. Maður sýnir örlítið meiri leikni í einu tilfelli,- örlítið betri dómgreind í öðru tilfelli og svolít- ið meira öryggi í því þriðja. Þar er ekki um að ræða nein stökk stig af stigi, aðeins örlítil skref fram á við. Sérhver verðandi skurðlæknir þræðir yfirleitt sömu götuna. Þar er um að ræða fimm ára verklegt skurðlæknisnám við sjúkrahús (og í sumum tilfellum sex eða jafnvel sjö ára nám). Fyrsta árið er maður læknakandídat, næstu tvö árin að- stoðarlæknir, enn eitt ár sem að- stoðaryfirlæknir og svo lokaárið sem yfirlæknir. Ég hlaut þjálfun mína við Belle- vuesjúkrahúsið í New Yorkborg. Það er ekki aðlaðandi sjúkrahús. Það er í Austurbænum á Manhatt- aneyju, og gömlu múrsteinsbygg- ingarnar eru dökkar af sóti margra ára. Þegar maður kemur þar inn, stendur maður í geysistórum bið- sal, sem líkist helzt samkomusal eða fyrirlestrasal. MúrhúSunin á veggjunum er farin að springa. Þar eru aðeins nokkrir harðir bekkir fyrir sjúklinga og gesti. Þetta lík- ist helzt járnbrautarstöð. Þar vant-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.