Úrval - 01.03.1971, Page 99

Úrval - 01.03.1971, Page 99
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR 97 arlega sem perurnar í speglunar- tækinu virkuðu og þegar maður var búinn að læra þessa speglunar- aðferð. Og svo voru það að síðustu röntgenmyndirnar af brjóstholi frú Johnson. Þetta var eitt þeirra við- fangsefna, sem hefði verið ósköp auðvelt á flestum sjúkrahúsum. Þar hefði ekki þurft að gera annað en að skrifa beiðni um myndatökuna, og svo hefði einhver annar fram- kvæmt myndatökuna sjálfa. En vildi maður fá röntgenmyndir á Bellevue sama daginn, hafði það í för með sér, að maður varð sjálf- ur að koma frú Johnson á sjúkra- borðið, aka henni síðan í röntgen- deildina og sækja hana þangað aft- ur ásamt myndunum. Og þetta tók allt mikinn tíma. Það tók mig ekki langan tíma að læra á kerfið og að notfæra mér allt það, sem sparað gat tíma. Þessa fyrstu og erfiðu daga mína á Belle- vue gerði ég mér grein fyrir því, að hraði og hæfni voru svörin, sem læknakandídat þurfti að læra, ef hann vildi lifa sjúkrahúsþjálfunina af og halda velli. „HÚN HLÝTUR AÐ VERA HÉRNA“ Þrátt fyrir hrakfarir mínar við fyrsta botnlangaskurðinn varð ég brátt frekar slyngur við alls konar viðfangsefni, sem ég hafði aldrei fengizt við áður. Ég lærði að fjar- lægja sauma, að skipta um umbúð- ir samkvæmt fullkomnum sótt- hreinsunarreglum og að gera að smásárum og sauma saman minni háttar skurði. Strax og ég hafði sýnt, að ég var fær um að fram- kvæma þetta, gat ég farið að starfa upp á eigin spýtur. Þetta olli mér talsverðrar valdskenndar og einnig þeirrar kenndar, að ég hefði afrek- að eitthvað. Ein af hættunum við þjálfunar- kerfi þetta er auðvitað sú, að lækna- kandídat kann að komast of fljótt á þá skoðun, að hann hafi náð fullu valdi á einhverri vissri aðferð. Ég mun aldrei gleyma fyrstu sönnun- inni um dómgreindarleysi mitt í þeim efnum. Hjá okkur var sjúklingur einn, frú Rogers að nafni, sem gerður hafði verið meltingarvegsuppskurð- ur á. Eftir uppskurðinn komu fram fylgikvillar, sem gerðu það að verkum, að nauðsynlegt var að gefa henni næringu í æð í næstum þrjár vikur. En eftir tvær vikur höfðu allar sýnilegar æðar í frú Rogers þegar verið notaðar. Ég gat ekki fundið neina æð fyrir nálina, og ég sagði Eddie það. „Náðu í minni háttar skurð- tækjasett,“ sagði hann, ,,og ég skal hjálpa þér að gera æðarfyrirskurð á henni.“ Aðferð þessi er fólgin í því, að einhver blettur á líkaman- um er staðdeyfður og gerður þar skurður, svo að æð komi í ljós. É'g hafði fylgzt með því, er Eddie framkvæmdi slíka skurðuppgerð fyrir nokkrum dögum. Ég náði í skurðtækjasettið og fór með það að rúmi frú Rogers. Kddie var ekki kominn, og því ákvað ég að byrja án hans. Ég bað hjúkrunarnema að hjálpa mér, setti á mig hanzkana og hófst handa. Ég staðdeyfði annan ökkla henn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.