Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 100

Úrval - 01.03.1971, Qupperneq 100
98 ÚRVAL ar, gerði þar lítinn skurð og byrj- aði að sveigja vefina frá skurðin- um beggja megin með hjálp klemma, eins og ég hafði séð Eddie gera. Ég hélt þessu áfram, en ég gat samt ekki fundið neina æð. Ég leitaði að henni í tíu mínútur. Ég var farinn að svitna. Hjúkr- unarneminn var farinn að senda mér einkennilegar augagotur, þeg- ar ég fór að tauta ýmislegt ófagurt, svo sem „Hvar í andskotanum er hún?“ eða „Þessi fjandans hlutur hlýtur að vera hérna einhvers staðar.“ Brátt tóku áhrif staðdeyfingar- innar að dvína, og frú Rogers fór að kveinka sér, er ég tók að sveigja vefina lengra frá skurðstaðnum í leit minni að þessari hlédrægu æð. Að hálftíma liðnum bað ég loks hjúkrunarnemann að ná í dr. Quist. Þá var ég orðinn blautur af svita. Nokkrum mínútum síðar stóð hann við hlið mér. ,,Eddie,“ sagði ég og horfði skömmustulega á hann. „Það virð- ist sem frú Rogers hafi engar æðar í ökklanum. Hvað stingurðu upp á, að ég geri?“ Hann leit sem snöggvast á skurð- inn og sagði mér í hálfum hljóð- um, að ég skyldi dýpka hann. Ég gerði það, og þá kom bungandi æð í ljós. Þegar hann hafði framkvæmt þessa skurðaðgerð nokkrum dögum áður, þá hafði leikni hans verið slík, að þetta virtist svo auðvelt, að ég hafði látið undir höfuð leggj- ast að lesa um aðferðina eða jafn- vel að athuga staðsetningu æðar- innar í líffærafræðinni. Ég hafði ætt áfram í blindni, áður en ég var tilbúinn til þess að framkvæma að- gerðina. Þetta voru heimskuleg mistök, og ég roðna enn, er mér verður hugsað til þeirra. MÉR BREGÐUR í BRÚN Tilgangur þjálfunar læknakandí- datsins fyrsta árið er sá, að hann öðlist eins mikla reynslu og unnt er. Og því vorum við læknakandí- datarnir stöðugt sendir frá einni deild á aðra, svo að fjölbreytnin yrði sem mest. Ég byrjaði á M5, kvenskurðlækningadeildinni, og var svo sendur yfir á deild M4, karlskurðlækningadeildina, og síð- ar yfir á L4, þar sem fundum mín-' um og herra Polansky bar saman. Þar að auki unnu kandídatarnir og aðstoðarlæknarnir í okkar skurð- lækningasveit til skiptis á tauga- skurðlækninga- og kynfæra- og þvagfæraskurðlækningadeildunum. Á þeim tíma, er ég var þar, fram- kvæmdi ég einn blöðruhálskirtils- uppskurð, tvo eða þrjá gyllinæðar- uppskurði, sex botnlangauppskurði, sex kviðslitsuppskurði og sex af- limanir, þar sem fótleggurinn var aflimaður fyrir ofan hné. Ég vann einnig um tveggja mán- aða skeið í beinbrotadeildinni. Mik- ill hluti starfs okkar þar var mjög vélrænn. Við tókum röntgenmynd- ir, brutum eða söguðum sundur gamlar gipsumbúðir og settum nýj- ar á. Við fengum samt einn sjúkl- ing, sem við höfðum meiri áhuga á en öðrum sjúklingum. Beinbrot sjúklingsins var ósköp venjulegt viðbeinsbrot. Eina lækningin var fólgin í því, að sjúklingurinn varð að ganga með fatla í nokkrar vik-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.