Úrval - 01.03.1971, Síða 105

Úrval - 01.03.1971, Síða 105
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR 103 einhver úr fjölskyldu, sem hafði gefið 5 lítra af blóði vegna gyllin- æðaruppskurðarins á „mömmu“, komst að því hjá mömmu, að henni hafði bara aldrei verið gefið neitt blóð. Og ættingi þessi sneri sér þá reiðilega til læknakandídats- ins og spurði um ástæðuna. Venju- lega aðferðin var sú að svara því til, að mamma hefði fengið blóð- gjöf, áður en áhrif svæfingarinnar dvínuðu, og að þess vegna gæti hún ekki munað eftir því. Þetta nægði venjulega. En ég veit af ein- um læknakandídat, sem beitti snjöllu bragði, þegar ættingi nokk- ur vildi ekki gera sig ánægðan með neinar skýringar. Hann bætti glasi af Kongórauðu, meinlausum græn- metislit saman við flösku af 5% dextroseupplausn, uppleystri í vatni, og gaf mömmu gömlu þenn- an rauða vökva í viðurvist allrar fjölskyldunnar, sem varð samstund- is harðánægð með sjúkrahúsþjón- ustuna. Hann sagð'i ekki við þau, að þetta væri blóð. Þau gerðu bara ráð fyrir því, að svo væri. En það var stöðug barátta að út- vega nóg blóð, jafnvel þótt við beittum öllum hugsanlegum brögð- um. Einmitt þegar við áttum orðið 10—15 lítra umframbirgðir og héldum, að nú gætum við slakað á blóðleitinni, þá kom einhver rón- inn inn, einhver mannræfill, sem átti enga vini né ættingja og ekki heldur grænan eyri. Og svo byrj- aði houm bara að blæða í höndun- um á okkur, þangað til hann hafði misst 5 lítra. Og þá stóðum við al- veg í sömu sporum og áður, hvað blóðbirgðir snerti. Læknarnir gripu til síðustu varn- anna, eftir að við fengum 2—3 slíka sjúklinga í röð og ástandið í blóð- birgðamálunum var orðið hroða- legt. Þá tóku þeir nokkra dali úr veizlusjóði læknasveitarinnar og keyptu nokkrar flöskur af ódýru muscatelvíni. Fyrir eina flösku af slíku víni var venjulega hægt að fá einhvern rónann neðan af Bo- wery til þess að koma og gefa blóð. Þannig söfnuðum við saman nógu mörgum af þessum ,,ódýru“ blóð- gjöfum til þess að koma birgða- málunum í sæmilegt horf. (Oft kom það fyrir, að um helmingur þessa blóðmagns, sem við fengum þannig, var dæmdur óhæfur, vegna þess að gjafinn sýndi jákvæða Wassermannprófun við syfilisrann- sókn. En þá hafði okkur líka gef- izt tími til að koma birgðamálun- um í sæmilegt horf með algengari aðferðum). Þannig hélt baráttan um blóðið stöðugt áfram. Við hættum aldrei framsókn okkar, því að við viss- um, að þá drægjumst við svo langt aftur úr, að okkur tækist líklega aldrei að vinna það upp. I hverf- inu, sem Bellevue er í, er nú Rauða Kross-herferð í fullum gangi, sem miðar að útvegun blóðs. Og því eru nú yfirleitt nægar birgðir af blóði í kæligeymslunni okkar. En enn panta ég samt aldrei blóð- gjöf án þess að velta því sem snöggvast fyrir mér, hvaðan næsti dýrmæti hálfpotturinn berist okk- ur. „ÞER HLYTUR AÐ VERA AÐ FARA FRAM“ Þegar ég hafði lokið kandídats-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.