Úrval - 01.03.1971, Side 110

Úrval - 01.03.1971, Side 110
108 ÚRVAL eitilharður, þá gerði ég mér grein fyrir því, að hann var eins þreyttur og ég. Og þegar hann sagði: „Þetta var ekki sem verst, Nolen. Mér tekst að lokum að gera þig að skurðlækni," þá hvarf gremja mín í hans garð eins og dögg fyrir sólu. Þá mánuði, sem ég dvaldi á Norðurströnd, hélt ég stundum, að Grove væri að gefast upp. Hann var mjög naskur á að finna sjúk- dómstilfelli, sem skera varð upp við klukkan 2 að nóttu. Og sumar næturnar virtist hann varla geta staðið uppréttur við skurðborðið. En væru handtök mín einhvern tíma eitthvað öðruvísi en þau áttu að vera, sló hann á hnúa mér með sáraklemmu. Það var sú aðfinnslu- aðferð, sem virtist vera í mestu uppáhaldi hjá honum. Grove hafði gleymt meiru um skurðtækni en flestir skurðlæknar læra nokkurn tíma. Hann var seinn, og stundum kom það fyrir, að ég efaðist um dómgreind hans í viss- um sjúkdómstilfellum. En ég efað- ist aldrei um hæfni hans sem skurð- læknis eða hæfni hans til þess að kenna mér að skera. Úg lærði meira af honum, hvað skurðtækni snertir, en af nokkrum öðrum lækni, sem orðið hefur á vegi mínum. ÞESSI LITLA RÖDD ’É'g lærði fleira á Norðurströnd en skurðtæknina sjálfa. Ég lærði þar einnig ýmislegt um fjárhags- hlið skurðlækninganna, þ. e. um „skurðlækningaviðskiptin", og sumt af því var ekki geðfellt. Eg lærði það til dæmis, að skurðlækn- ar eru ekki allir heiðarlegir. Mér varð þetta mikið áfall. Við hugsuð- um aldrei um peninga á Bellevue- sjúkrahúsinu. Við fengum sömu laun fyrir einfaldan gyllinæðar- uppskurð og fyrir flókinn maga- uppskurð. En því er ekki þannig farið, þegar um einkalækna er að ræða. Sjúkratryggingarfélögin og sjúklingarnir borguðu miklu meira fyrir meiri háttar uppskurð en fyr- ir minni háttar. Og þessi staðreynd hafði áhrif á gerðir sumra lækna. Einn morguninn aðstoðaði ég til dæmis dr. Small við aðgerð á sjúklingi, sem haldinn var lungna- krabbameini. Small lét okkur að- stoðarlæknanna aldrei skera upp, og hann var ekki heldur mikill kennari. En það var ætlazt til þess, að aðstoðarlæknir aðstoðaði skurð- lækna við meiri háttar aðgerðir, og ég var valinn til þess þessu sinni. Við opnuðum brjósthol sjúkl- ingsins og sáum, að krabbameinið var mjög útbreitt. „Eg er hrædd- ur um, að þetta sé vonlaust,“ sagði Small. Ég hélt, að hann mundi loka brjóstholinu að svo búnu. En áður en hann gerði það, skar hann fyrst burt svolítinn bita af lunga. „Hvers vegna tekurðu þennan bita, dr. Small?“ spurði ég. „Þetta hjálpar sjúklingnum ekki neitt.“ Hann hló og svaraði: „Þetta er bara svolítið sýnishorn handa meinafræðingnum, Nolen. Sjúkra- tryggingafélögin borga meira fyrir lungnaskurði en þau gera, sé brjóst- holið aðeins opnað og því lokað aftur, án þess að annað sé gert. En við verðum að geta sýnt svolít- inn lungnavef til merkis um lungna-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.