Úrval - 01.03.1971, Síða 113

Úrval - 01.03.1971, Síða 113
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR 111 „Það virðist gróa mjög seint, Bill,“ sagði hann. Eg leit ekki alltaf á sár. Þegar læknakandídat var búinn að búa um sár, var mér meinilla við að rífa umbúðirnar af. En ég ákvað, að það væri öruggara að líta á þetta sár. Sárið leit ekki vel út. Það var að vísu ekkert sérstakt, sem hægt var að finna að því. Það leit bara ekki út eins og ástungið og hreinsað kýli ætti að líta út. Ég leit yfir sjúkraskýrslu hans. „Þetta er skrýt- ið,“ sagði ég. „Við talningu á hvítu blóðkornunum, rétt eftir að hann kom hingað, reyndist talan vera 20.000, en samt hafði hann engan hita. Það væri líklega vissara að endurtaka þessa talningu, Mike,“ sagði ég við einn læknakandídat- inn. Hann skrifaði skipun þessa í framkvæmdabók sína. Þegar spjöld sjúklinganna voru athuguð síðdegis og komið var að spjaldi þessa sjúklings, spurði ég: „Og hvað sýndi talning hvítu blóð- kornanna núna, Mike?“ „Mér er illa við að þurfa að segja þér það,“ sagði hann. „Þetta reynd- ust allt þroskaðar frumur. Hann er með blóðkrabba.“ Það hefði kannske enginn tekið eftir þessum sjúkdómi um langa hríð, ef ég hefði ekki komizt að þessu á stofugangi mínum. Það var alls ekki svo að skilja, að aðstoðar- læknirinn og læknakandídatinn væru heimskir og ég væri svona snjall. Ástæðan fyrir því, að mér fannst ekki allt með felldu, var ein- faldlega sú, að ég hafði nú fengið meiri reynslu en þeir, að ég hafði séð fleiri kýli og sár og vissi meira um það, hvernig gróandi sár áttu að líta út. Það var líka um þann kost að ræða, að ég sá ekki um meðferð og umönnun sjúklingsins frá degi til dags. Mennirnir, sem sáu um það, urðu að einbeita sér að smáatriðum, en ég hafði meiri yfirsýn. Því var ólíklegra, að eitt- hvað færi fram hjá mér. í ársbyrjun framkvæmdi Jack alla meiri háttar uppskurði, maga- uppskurði, ristilsuppskurði og brjóstholsuppskurði. Þetta var „uppskeruár“ hans, og hann mundi því ekki láta okkur Walt fá mikið af uppskurðum, fyrr en hann væri búinn að fá nægju sína. Og ég mundi svo haga mér á sama hátt, þegar að því kæmi, að ég yrði yfir- læknir. En annaðhvort Walt eða ég vor- um til eftirlits og höfðum umsjón með öllum þeim aðgerðum, sem læknakandídatar eða aðrir aðstoð- arlæknar framkvæmdu. Ég var þvi á skurðstofunni annan hvern dag. Nú skildi ég, hvað George hafði að afbera af minni hendi nóttina sælu, þegar ég framkvæmdi fyrsta botnlangauppskurðinn minn. Það krefst stáltauga og óskaplegrar þol- inmæði að aðstoða klaufskan lækna- kandídat við uppskurð og leiðbeina honum. Sá læknakandídat, sem ég óttaðist mest í þessum efnum, var Bob Lang. Ég hafði fylgzt með því, er hann saumaði saman skurði og sár á slysavarðstofunni, og hann var alltaf alveg ótrúlega klaufsk- ur. Hann missti svo mörg tæki á gólfið, að hjúkrunarkonurnar gripu loks til þess bragðs að hafa alltaf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.