Úrval - 01.03.1971, Síða 116

Úrval - 01.03.1971, Síða 116
114 ÚRVAL Drengnum batnaði samt smám saman. Fimm árum síðar var hann lifandi og. frískur. Og það sáust eng- in merki um krabbamein lengur. Hvernig stóð á þessu? Ég veit það ekki, og það veit heldur enginn annar. Og eins mun fara fyrir öðr- um æxlum og sjúkdómhm í full- orðnum jafnt sem börnum. Það hefur komið fyrir, langflesta skurð- lækna, sem hafa nokkra reynslu að ráði, að þeir hafi álitið sjúkling vera dauðvona en hafa svo orðið vitni að því, að honum hefur batn- að algerlega. Það er ekki hægt að gera neina vísindalega skýringu á slíkum bata. Er nokkur furða á því, að slík reynsla hafi þau áhrif á skurð- lækni, að það sé honum mjög á móti skapi „að taka negluna úr bátnum“? Er nokkur furða á því, að hann hiki við að leika sjálfan Guð? ÆÐSTA STAÐAN Dagur sá, er yfirskurðlæknir sjúkrahúss.ins skýrði mér frá því, að ég yrði næsti yfirlæknirinn, er einn af mestu merkisdögum lífs míns ásamt þeim degi, er ég fékk inngöngu í læknaskólann, og auð- vitað giftingardeginum mínum. Vegna eðlis kennslu- og æfinga- kerfisins í Bellevuesjúkrahúsinu, sem byrjar með sjö læknakandídöt- um og nær hámarki með einum yf- irlækni úr hópi þessara sjö kandí- data, vorum við, sem áhuga höfðum á starfi þessu, sífellt að velta þess- ari spurningu fyrir okkur: Verð ég nokkurn tíma yfirlæknir á Belle- vue? Mér fannst ég því hafa held- ur en ekki vaxið, þegar ég frétti, að mér hafði verið veitt starf þetta næsta árið. Á Bellevuesjúkrahúsinu er það yfirlæknirinn, sem er konungur. Það er búizt við því af honum, að hann hafi bezta dómgreind allra læknanna, hvað skurðlækningar snertir. Því er starf hans fyrst og jfremst fólgið í því að taka ákvarð- anir. Orð hans eru lög, og enginn mun rísa gegn ákvörðunum hans eða skipta sér af því, hvernig hann stjórnar, þ. e. á meðan sjúklingun- um vegnar vel. Fyrstu mánuði ársins óttaðist ég alltaf símahringingar að nætur- lagi. Ég vissi, að símahringing að næturlagi táknaði, að ég yrði að taka enn eina þýðingarmikla og oft erfiða ákvörðun. Oft átti ég erfitt með að sofna aftur, eftir að ég hafði sagt aðalaðstoðarlæknun- um mínum, hvað þeir skyldu gera í einhverju sérstöku tilfelli. Ég lá vakandi í rúminu og fór yfir allar staðreyndir og aðstæður þessa sér- staka sjúkdómstilfellis. Og oft kom það fyrir, að ég velti því fyrir mér, hvort ég hefði kannske komizt að rangri. niðurstöðu. Það kom fyrir oftar en einu sinni, er ég hafði leg- ið vakandi um stund klukkan 2 eða 3 að nóttu, að ég fór að lok- um fram úr, klæddi mig og fór sjálfur til þess að líta á sjúkling- inn. Það var eina aðferðin til þess að öðlast þá hugarró, sem ég þarfn- aðist til þess að geta hvílzt og sofn- að. En sjálfstraust mitt fór vaxandi, eftir því sem leið á árið. Ennþá komu að vísu fyrir aðstæður, er ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.