Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 12

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL gerð þessi er framkvæmd umyrða- laust af læknum í sjálfum sjúkra- húsunum, verða að meðaltali þrjú dauðsföll af hverjum 100.000 slík- um skurðaðgerðum, sem fram- kvæmdar eru á fyrsta hluta með- göngutíma. í samanburði við tölu þessa má nefna, að hálskirtlaað- gerðir hér á landi (þ. e. í Banda- ríkjunum) valda sautján dauðs- föllum af hverjum 100.000 slíkum skurðaðgerðum. Tíðni dauðsfalla við barnsfæðingar eftir fullan með- göngutíma er 22.8 dauðsföll fyrir hverjar 100.000 fæðingar. Ahættan er meiri, þegar um er að ræða fóstureyðingar síðar á meðgöngutímanum, þ. e. á fjórða og fimmta mánuði hans. í Svíþjóð eru fóstureyðingar leyfðar allt fram á fimmta mánuð, og þar er tíðnin 40 dauðsföll af 100.000 slíkum að- gerðum. Fóstureyðingaraðferðin er breyti- leg eftir' því, hvenær meðgöngu- tímans hún er framkvæmd. A fyrstu 10—12 vikum meðgöngutímans, meðan veggir legsins eru enn frem- ur sterkir og þykkir, er fóstureyð- ingin framkvæmd með því að framkalla útvíkkun leghálsins, ,,hliðsins“ að leginu, og fjarlægia síðan fóstur, legköku og himnur úr leginu. Við það eru notaðar tvær aðferðir. Algengasta aðferðin hér á landi er sú að skafa legveggina með „curette", eins konar hníf, sem lík- ist skeið að lögun. Aðferð þessi gengur undir læknisfræðilega heit- inu „D og C“ (dilation and curett- age, þ. e. útvíkkun og sköfun). Nú er nýrri aðferð að verða mjög al- geng um gervallan heim. Þá er notuð lofttæmidæla til þess að fjarlægja innihald legsins með sogi. Dr. Irvin Cushner, kvensjúk- dómafræðingur og fæðingarlæknir við Johns Hopkinssjúkrahúsið, þar sem hundruð fóstureyðinga hafa verið framkvæmdar með þessari nýju aðferð, segir, að hún sé „fljót- virkari og öruggari en hin hefð- bundna „D og C“ aðferð. Sogið tek- ur um 5 mínútur, en aftur á móti tekur eldri aðferðin 20—30 mínút- ur. Og það verður talsvert minni blóðmissir, þegar nýrri aðferðin er notuð. Þá eru einnig minni líkur á því, að gat komi á legveggina.“ Eldri aðferðin er dálítið þján- ingarfyllri, og er því næstum alltaf svæft, þegar hún er framkvæmd. Þá þarf konan venjulega að eyða einum degi á sjúkrahúsinu til þess ,að jafna sig eftir svæfinguna og til þess að hægt sé að ganga úr skugga um, að ekki verði um nein slæm eftirköst að ræða. En við fóstur- eyðingu samkvæmt nýrri aðferð- inni er oft aðeins staðdeyft, og flestir sjúklingar geta haldið heim samdægurs. Deilt er um það, hver sé bezta aðferðin við fóstureyðingu á næstu 2—4 vikum eftir fyrstu 12 vikur meðgöngutímans. Sumir læknar halda áfram að nota eldri aðferð- ina allt fram að 15. viku meðgöngu- tímans, en aðrir álíta, að þessar vikur sé slík aðferð ekki lengur æskileg, því að þá sé orðin of mik- il hætta á því, að gat myndist á legveggina. (Legveggirnir verða þá mýkri og þynnri og stundum mjúk- ir eins og smjör eftir 12 vikna með- göngu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.