Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 122

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 122
120 ÚRVAL sem aldrei kemur berlega í ljós, en léttir á sér smám saman með sí- felldu nöldri, önuglyndi og ill- skeytni. Fólk með þess háttar skaplyndi er haldið stöðugri gremju og fjand- samlegum tilfinningum, án þess að verða sér þess nokkurn tíma með- vitandi. Stundum geta þessar til- finningar beinzt inn á skynsamleg- ar brautir og maðurinn verður þá annað hvort gagnrýnandi eða jafn- vel siðbótafrömuður. En fái þess háttar skaplyndi ekki hæfilega út- rás verður maðurinn þrætugjarn, þröngsýnn og illa þokkaður. Fulltrúi á alþjóðlegri ráðstefnu, sem nýlega var haldin í París, lét þess getið, að hann skildi ekkert í því, hvers vegna það orð færi af honum, að hann væri skapillur. „Ég hef aðeins einu sinni á ævinni feng- ið verulega alvarlegt reiðikast,“ mælti hann. „Ojá,“ sagði einn vinur hans, „en hvenær tekur það enda?“ Enda þótt bráðlyndið sé oft skað- legt, getur það líka gert sitt gagn. Dr. Edward Strecker, mikilsvirtur geðlæknir i Fíladelfíu hefur sagt: ,,Ef mannlegar verur hefðu ekki kunnað að reiðsast, hefðu þær orðið undir í baráttunni fyrir til- veru sinni, og mannkynið hefði þurrkazt út, m. ö. o., að venjulegur meðalmaður kemst ekki áfram í heiminum, ef hann reiðist ekk; öðru hvoru.“ Smá reiðiköst verka eins og geð- rænn öryggisloki til þess að draga úr innri taugaspennu. Óhóflegt bráð- lyndi er hins vegar hættulegur þröskuldur. Of tíðar og ákafar geðshræringar geta valdið heilsu- tjóni. Hjartasjúkdómar, meltingar- truflanir, höfuðverkur og ýmsar tauga- og hormónatruflanir eiga oft rætur að rekja til óheilbrigðs geð- ofsa. „Hann var svo reiður, að hann var nærri búinn að fá slag,“ má heita daglegt orðtak. Og það er nokkur sannleikur í því fólginn. Maður með veiklað hjarta og æða- skemmdir, ætti að forðast að reið- ast. „Reiði veldur oft köstum af hjartakveisu," segir dr. N. C. Gil- bert prófessor í læknisfræði. „Hún veldur meiri þrautum og sjúkdóm- um en nokkur önnur geðshræring." „Hryðjur af taugaertingi, sem stafa frá heila, hlöðnum áhyggjum, innri baráttu og langvarandi ótta, geta valdið truflunum í meltingar- færunum," segir dr. Josep Frank- lin Montague. Reiðin kemur tauga- kerfinu í uppnám og þá starfa líf- færin ekki af eðlilegri mýkt og jafnvægi. Ofsareiði veldur einnig oft vissri tegund höfuðverkjar, svonefndri ,,migrenu“, sem almennt er talin orsakast af samdrætti og síðar út- víkkun heilaæðanna. Dr. Walter C. Alvarez við Mayo sjúkrahúsið tel- ur, að eitt bezta ráðið til að losna við hin illræmdu migrenu-köst, sé að lifa í ró og næði. Hvernig er hægt að læra að stjórna skapi sínu? Fyrsta skrefið er að kannast í einlægni við það, að maður sé reiður. Að halda því fram að maður sé alls ekki reiður, er ekkert annað en sjálfsblekking. Þegar menn hafa þannig horfzt í augu við vandamálið, eru fjögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.