Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 120

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL hefði fundizt, að léti hann hina dæmdu menn strax lausa, mundi hann stofna öryggi nýlendunnar í enn meiri hættu. ,.Ég býst ekki við, að þér séuð samþykkur þeirri ákvörðun minni,“ sagði hann. „En mig langaði að útskýra aðstæður þessar fyrir yður.“ Ég svaraði því til, að það álit hans hefði verið rétt, að ég væri ekki á sama máli, því að ég hafi verið saklaus fangi, sem hefði orð- ið að þola algera einangrun. En þetta er nú liðinn tími, og mér finnst það ekki hafa mikla þýðingu að bera fram ásakanir núna. En þeir, sem verða að taka slíkar ákvarðanir, eiga úr ofboðslega vöndu að ráða, einkum ef mikið er í húfi. Stefna brezku ríkisstjórnar- innar í mínu máli virðist hafa ver- ið sú að bíða nógu lengi til þess, að Kínverjar tækju ekki upp á ein- hverju svipuðu öðru sinni. Sagt hefur verið, að vestræn lönd hljóti að tapa í gíslaskiptingum sín- um við blygðunarlaus stjórnvöld kommúnistaríkja. Kannske er það satt. En fyrir þjóðir, sem stæra sig af því að fara eftir mannlegum meginreglum, er það tap, sem þær geta verið hreyknar af. Það, sem snart mig dýpst við heimkomuna, var sú uppgötvun, að margt ungt fólk um víða veröld hafði haft miklar áhyggjur af fangavist minni. Það voru svo fjöl- margir, sem höfðu ekki látið sér standa á sama um mig. Fyrstu vik- urnar eftir að ég varð frjáls mað- ur, fékk ég hundruð bréfa, þar sem því var lýst, hvað gert hafði verið til þess að reyna að hjálpa mér með bænum, bréfum til þingfull- trúa, kínverskra sendiráða og Pek- ingstjórnarinnar. Allar stúlkurnar í klausturskóla einum í Lundúnum höfðu til dæmis skrifað mér bréf, rétt áður en mér var sleppt. Inni- hald þeirra var mjög uppörvandi: „Allt frá því að kennslukonan okk- ar skýrði okkur frá því, að þér væruð í haldi hjá Kínverjum, hef- ur bekkurinn okkar beðið fyrir yð- ur á hverjum morgni. .. . Þér hald- ið kannske, að enginn láti sér af- drif yðar nokkru skipta og enginn minnist yðar, en það eru margir sem láta sér annt um yður og muna eftir yður.“ Einn bréfritari í Gloucesterhire skrifaði á þessa leið: „ . . . Þér urðuð meðlimur risavaxinnar fjöl- skyldu, sem er öll að reyna að hjálpa yður.“ Og um næstu jól sendu margir þeir, sem höfðu sent mér kort til Peking um síðustu pól, mér kort að nýju, þar eð þeir vissu, að nú fengi ég þau. Oft komu þrjú orð fram í huga mér í fangaklefanum mínum í Peking: „Ekkert skiptir máli!“ Og á örvæntingarstundum endurtók ég þau æ ofan í æ. Ég sagði við sjálf- an mig, að ef ég dytti niður stig- ann og hálsbryti mig eða ég fremdi sjálfsmorð, þá skipti slíkt í raun- inni ekki neinu máli. En kortin og bréfin, sem ég móttók á þessum jólum, voru mér áhrifamiklar sann- anir þess, að lífið skiptir alltaf máli . . . mjög miklu máli. ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.