Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 110

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL ar hugsanir mínar um bók, sem var aðeins nokkrum fetum fyrir ofan höfuð mér, en ég gat þó ekki kló- fest. . . . Það var bókin Doktor Zhivago. Svefnherbergi mitt á efri hæð- inni var beint uppi yfir klefanum, sem ég dvaldi nú í. Það hafði ver- ið farið með mig þangað. svo að ég gæti náð í hlýrri fatnað. Og þá hafði ég séð þessa bók Pasternaks liggja á rúminu minu, en þangað hafði henni verið hent með fyrir- litningu um kvöldið, þegar Rauðu varðliðarnir gerðu árás á heimili mitt. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að reyna að klófesta hana með því að gera mér upp alveg bráð- nauðsynlegt erindi upp á loft í ein- hverju öðru augnamiði. Eg vissi, að mér yrði ekki sleppt þangað án fylgdar varðmanna. Eg reiknaði það út, að ég yrði að komast upp á stigapallinn á efri hæðinni sex skrefum á undan varðmanninum til þess á fá svigrúm til að grípa bók- ina, án þess að hann yrði var við. Þá gæti ég beygt í hvelli, farið inn í svefnherbergið, gripið bókina af rúminu og falið hana undir jakk- anum. Mér ætti að takast að ljúka þessu, aðeins augnabliki áður en varðmaðurinn kæmi inn í svefn- herbergið. í þau fáu skipti, sem farið hafði verið með mig upp á loft, hafði mér verið leyft að fara á undan. Eg ákvað að æfa allar hreyfing- ar, þannig að aðgerðin yrði í heild þrautþjálfuð, þegar kæmi að fram- kvæmd hennar. SÍg tók bók og lagði hana á stól í þvottaherberg- inu. Stóllinn var þannig staðsettur, að vörðurinn gat ekki séð hann úr varðstöðu sinni fyrir framan klef- ann. Svo gekk ég fram og aftur frá stólnum að dyrunum, þar sem vörð- urinn fylgdist með mér. Þessu hélt ég áfram í tvær klukkustundir sam- fleytt. f hvert skipti sem ég fór inn í þvottaherbergið, tók ég tvö snögg skref, þreif bókina, smeygði henni inn undir jakkann og alveg inn undir vinstri holhöndina og hélt henni svo fastri með því að halda handleggnum þétt að síðunni. Svo sneri ég mér við og gekk tilbaka án þess að stanza. Ég mundi ekki, hvernig bókin lá á rúminu mínu, og því æfði ég þetta með ýmsum til- brigðum. Eg setti bókina á hina og þessa staði á stólsetunni og lét hana snúa í ýmsar áttir, er ég greip hana. Loks var ég orðinn alveg viss um, að mér tækist þetta bragð mitt, ef ég kæmist bara upp stigann þess- um fáu, nauðsynlegum skrefum á undan varðmanninum. Eg tók ver- ið af koddanum mínum og reif það hljóðlega á tveim stöðum. Svo sýndi ég matsveininum það, en hann talaði svolitla ensku. Og jafn- framt sagði ég honum, að hann skyldi spyrja varðmennina hvort ég mætti fara upp á loft til þess að fá nýtt ver. Matsveinninn fór inn í borðstof- una með rifna koddaverið í hend- inni. Og ég hélt niðri í mér andan- um í geysilegri eftirvæntingu. Brátt kom hann aftur. „Hao"Ia,“ sagði hann, „allt í lagi.“ Strax og hann hafði sagt þetta, lagði ég af stað út um dyrnar og stefndi að stiganum. Eg reyndi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.