Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 123

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 123
HAFÐU STJÓRN Á SKAPINU 121 atriði, sem koma til greina: 1) að komast að raun um, hvað reiðinni veldur; 2) að veita reiðinni útrás á skaplegan hátt; 3) að forðast þær aðstæður, sem helzt geta valdið reiði; 4) að sigrast á, eða beina reið- inni í aðra farvegi. Þegar þér er runnin reiðin, skaltu fá þér sæti og íhuga hvað reiðinni hafi valdið. Minnstu þess, að það er ekki víst að hún hafi gosið upp á stundinni. Hún getur stafað af einhverju, sem gerðist í gær eða fyrir viku eða jafnvel fyrir einum mánuði síðan. Og við þessa sjálfs- rannsókn skaltu athuga það fyrst, sem beinast liggur við. Algeng orsök geðvonzku er hung- ur. Foreldrar hafa tekið eftir því, að börnum hættir meira til að reið- ast fyrir máltíðir. Þetta á einnig við um fullorðna. Því er það, að margir gleypa í sig matarbita, þegar þeir verða þess varir, að farið er að síga í þá, samkvæmt þeirri kenningu að aukin orka hjálpi til að vinna bug á reiðinni. Þreyta veldur líka oft geðvonzku. Börn eru uppstökkari, þegar þau koma úr skólanum; karlmenn missa fremur stjórn á sér, þegar líður að kvöldi, og kvenfólk er skapstygg- ara eftir erfiðan dag á heimilinu. Við þess konar skapstyggð er bezta ráðið hvíld og afslöppun. Stundum stafar geðofsi af kyn- ferðisorsökum. Mönnum og konum, sem ekki hafa náð jafnvægi í kyn- lífi sínu, hættir við áköfum geðs- hræringum. Stöðug sálræn þensla og vanlíðan getur oft brotizt út í reiðiköstum. Stundum liggur orsökin í starf- inu, einkum ef það er lýjandi og krefst mikillar nákvæmni. T. d. fer orð af því, að óperufólk, leikarar, úrsmiðir og vísindamenn séu öðr- um fremur uppstökkir. Sama er að segja um vissa læknisfræðinga, sem vinna daglega vandasöm og þreyt- andi störf. Enn ein algeng orsök bráðlyndis er ófullnægður metnaður. Ef þér leikur mjög ákaft hugur á ein- hverju, sem þér getur ekki hlotn- azt, veldur það þér vonbrigðum. Athugaðu því vandlega þrár þín- ar og dagdrauma, þegar þú rann- sakar sjálfan þig. Fyrir marga er reiðin þó aðeins neyðarúrræði til þess að vekja á sér athygli og knýja aðra til þess að taka tillit til sín. Eiginmaður, sem hefur konuríki, æsir sig upp til þess að sannfæra sjálfan sig um, að hann sé enn húsbóndi á sínu heimili; og vanrækt eiginkona stekkur upp á nef sér til þess að minna eiginmanninn á tilveru sína. Menn geta jafnvel komizt í æs- ing af eintómum leiðindum. Hjón í Denver voru nýlega kölluð fyrir rétt vegna slagsmála. Þau sögðust bæði vera friðsöm og ástúðleg hvort við annað að jafnaði, en þau mættu til að rífast hressilega á nokkurra vikna fresti. ,,Það er tilbreyting í því að reiðast," sagði maðurinn, „það hressir okkur og fjörgar.“ Annað atriðið í baráttunni við reiðina, var að veita henni útrás á skaplegan hátt. Barnið bítur og slær og grýtir öllu í gólfið, sem hönd á festir. Margir fullorðnir hafa þessa sömu tilhneigingu til að brjóta og bramla. Þeir skella hurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.